Réttur


Réttur - 01.10.1969, Side 21

Réttur - 01.10.1969, Side 21
við sögu „Baldurs" næst Einari Ólafssyni, er þetta að segja í örstuttu máli: Albert Eðvald Kristjánsson var fæddur á Ytri- Tungu á Tjörnesi 17. apríl 1877. Fór hann vestur 11 ára 1888 og til Nýja Islands. Þar bjó hann í 18 ár. Hann stofnaði Grunnavatnssöfnuð 1909 og þjón- aði honum til 1928. Var og á Gimli í 2 ár. Albert var kosinn fylkisþingmaður fyrir Manitoba 1920 á vegum Bændaflokksins (Progressives) og sat eitt ár á þingi. Jóhann Pétur Sólmundsson fluttist vestur með föður sínum Sólmundi Símonarsyni til Nýja Islands 1888. Jóhann lærði til prests og var um tima (1902 —3) Unitaraprestur I Winnipeg, 1903—10 í Gimli. Segir í „Sögu Islendinga i Vesturheimi" að hann hafi verið „unitari og jafnaðarmaður í skoðunum", . . „bráðgreindur, skarpskygn og með snjöllustu ræðumönnum, skáldmæltur vel". Jóhann P. Sól- mundsson var fæddur að Heggstöðum í Borgar- fjarðarsýslu 28. sept. 1872 og lézt 25. marz 1935 á Gimli. Ljúkum við svo þessum kafla um „Baldur" með stuttri grein, sem Stephan G. ritar um hann 1904 meðal margra greina, er hann reit i það blað. Birt- ist greinarstúfurinn undir fyrirsögninni „Baldur" 23. maí 1904: „Ég hefi heyrt þá, sem hér kaupa „Baldur" segja, að hann sé bezta íslenzka blaðið vestan hafs, en ekki er vist að hann verði almennings eftirsókn fyrir því. Bull er útgengilegast. Ég hef ekkert út á „Baldur" að setja, en það er honum lítið lið. Auðvitað, skoðanir mínar og hans eru víða svipað- ar, og ég hefi þann sið, að verða aldrei (að minnsta kosti ekki viljandi) því til óhags, sem eitthvað fer i mina átt. Ég hygg það heimsku, að vera að fljúg- ast á á þeirri samleið, sem menn eiga, fyrir þá skuld eina að annar vildi stiga sporið á annan hátt, eða hinn þykist sjá lengra fram á veginn. Það er galli á frjálslyndum mönnum að drepast of mikið á. Sveitaráðsfundir ykkar, sem engan varðar um nema Ný-lslendinga, eru galli, sem ég veit þið kom- ist ekki hjá. Húsgangsfrétta sakna ég ekki, en gott væri að koma auga almennings á ganginn i stór- viðburðum, sem eru að gerast, og afleiðingum af rannsókninni á þvi, sem skeð er. Að rýmkva út- sýnið er hið eina, sem vert er að gera; en þá er að sætta sig við vanþökk fyrir kaup og leggja mannhylli sina og hamingu inn hjá langalánstak- andi framtíð, sem aðeins borgar inn í dánarbú erf- ingjanna. Ef „Baldur" þolir það, kann hann að tóra, en verður hvorki ástsæll né auðugur." Séra Albert E. Kristjánsson 4. ,,FREYJA“ OG FLEIRI BLÖÐ „Dagskrá II" og „Baldur" voru merkust íslenzkra sósialistablaða vestan hafs á fyrsta áratugi aldar- innar. Hinsvegar gætir nokkuð sósíalistiskra áhrifa í fleiri blöðum og skal þeirra nú getið. Suður i Selkirk við Winnipegvatn hóf kvenna- blaðið „Freyja" göngu sína í febrúar 1898. Ritstjóri þess var Margrét J. Benedictsson, kona Sigfúsar B. Benedictsson. Voru þau hjón bæði fylgjandi sósialisma og þó máske enn meir sósíalistiskum anarkisma og eindregnir friþenkjarar. „Freyja" varð all útþreitt timarit, enda ritstjórinn mjög fjöl- hæf kona. Frá 1902 er Freyja prentuð í Winnipeg og þau hjón flytja þangað. Allt þar til í júlí 1910 heldur útgáfan áfram, en þá verður Margrét að hætta vegna heilsubrests. I „Freyju" er samúð með sósíalisma, fríþenkjur- um og anarkistum mjög eindregin. Ingersolls er minnzt rækilega, þegar hann deyr 21. júlí 1899. I Búastríðinu er tekin sósialistisk afstaða. Þýddar eru næstum marxistískar greinar um „matríarkatið" með tilvitnunum i Bachofen, L. H. Morgan og fleiri. Mikið er sagt frá rússnesku byltingarkonunni Kata- rinu Breshkofsky og blaðið „Iskra" að líkindum nefnt í fyrsta sinn i íslenzku blaði, en ranglega til- 167

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.