Réttur


Réttur - 01.10.1969, Page 23

Réttur - 01.10.1969, Page 23
Átta árum síðar hefst svo lokahríðin. Heimsstrið það, er auðvaldsskipulagið leiddi yfir mannkynið, og svar rússnesku alþýðunnar: verklýðs- og bænda- byltingin 1917, skóp jarðveginn fyrir voldugasta átak íslenzku sósialistanna vestan hafs: „Voröld", siðasta sjálfstæða íslenzka sósíalistablaðið í Vest- urheimi, heyr i þrjú ár, 1918—21, hörðustu og rót- tækustu baráttuna fyrir málstað sósíalisma og al- þýðu. En það er ekki efni þessarar greinar að lýsa því átaki. (Eitt atriði var gert að umræðuefni i 3. hefti Réttar 1969). Þótt „Voröld" hnigi i valinn við góðan orðstír héldu skáld sósíalismans vestan hafs áfram barátt- unni i ádeilu- og hvatningaljóðum sínum. En sárs- aukalaust var þeim það ekki að sjá siðustu við- leitnina til sjálfstæðrar íslenzkrar sósíalistiskrar starfsemi hvað blaðaútgáfu snerti brotna niður. Stephan G. Stephansson fellir harðan dóm yfir þessari öfugþróun í bréfi 19. janúar 1921 með eftir- farandi orðum: „Sannleikurinn er, að nokkur hluti íslendinga hefur afmenzt hér i landi, uppskafizt andlega; á þeirra valdi eru blöðin nú. Þeir eru kannske ríkari en hitt fólkið, en ríkastir af ráðríki og rosta." — Og siðar í bréfinu segir hann um blöðin, sem eftir eru: „Samvizka þeirra eru centin — ekkert annað". Síðan þessari sósíalistísku baráttu sjálfstæðra íslenzkra blaða I Vesturheimi lauk, hafa íslenzku sósíalistarnir þar, sósialdemókratar og kommún- istar, unnið með félögum sínum í verklýðsflokkum og -samtökum þar og ýmsir getið sér góðan orðstir. Þannig var t.d. Viktor B. Anderson, sonur Guð- æundar Bj. Anderson, fyrsta formanns Jafnaðar- mannfélagsins og ráðsmanns Dagskrár II, löngum fulltrúi verkamanna I bæjarráði Winnipegborgar, meðlimur C.C.P. (Cooperative Commonweath Þarty) sósíaldemókrataflokks Kanada. Er hann nú nýdáinn í hárri elli. Og nú er t.d. Emil Bjarnason, sonur Páls Bjarnasonar, — sem áður hefur verið frá sagt í Rétti, — einn af forustumönnum Komm- únistaflokks Kanada. En minningin um brautryðjendur sósíalisma og verklýðshreyfingar meðal íslenzka kynstofnsins vestanhafs mun lifa. Sósíalistisk verklýðshreyfing islands mun minnast þess að þaðan kom bróðurhönd fil hjálpar, þegar baráttan hófst hér heima, — að þar var barizt af þrótti þann áratug, er minnst fór fyrir hreyfingunni hér, — og að þar náði hinn heiði hugur íslenzkra sósíalista hæstri reisn í þjóðlegum og sósíalistiskum skáldskap Stephans G. Það á þvi jafnt við brautryðjendur sósíalismans meðal Islend- inga í Vesturheimi sem við aðra beztu landa vora þar það, sem Orn Arnarson kveður í kvæðinu góða til Guttorms J. Guttormssonar: „Þeir sýndu það svart á hvítu með sönnun, er stendur gild, að ætt vor stóð engum að baki að atgervi, drengskap og snilld. Og kraftaskáld Klettafjalla þar kvað sín Hávamál, sem aldalangt munu óma i Islendingasál". E. O. tók saman. HEIMILDIR: Baldur I,—'VII. árg. Gimli 1903—10. Dagskrá II. 1.—2. árg. Winnipeg 1901—3. Freyja. Útg. M. J. Benedictsson. Selkirk og Winni- peg I,—XII. árg. 1898—1910. Vínland I.—VI. árg. Minnesota. 1902—8. Almanak O. S. Thorgeirsson til 1954. Sigurður Júlíus Jóhannesson: Ljóð. Steingr. Arason valdi og reit formála. Rvík 1950. Blaðamannabókin. Rvík. 1948. Saga Islendinga i Vesturheimi I—II. 1940—53. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson: Vestmenn. Rvík 1935. Eftir að þessi grein var skrifuð og sett barst mér í hendur mikil saga Islendinga í Manitoba („The lcelandic people in Manitoba) eftir W. Kristjáns- son, prófessor við Manitoba-háskólann i Winnipeg, gefin út í Winnipeg 1965. Þar er greinargóð frá- sögn um islenzka verkamannafélagið („The lce- landic Labor association") bls. 270—274. — I þess- ari bók segir að Margrét J. Benediktsson hafi verið boðin á Alþjóðaráðstefnu kvenréttindakvenna i Toronto 1909, en ekki getað farið vegna fjárskorts. Máske er þvi málum þlandað um frásögnina um Lundúnaþingið hér á undan. Margrét sótti hinsvegar 1000 ára hátiðina á Þingvöllum með tilstyrk kvenna í Kanada. 169

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.