Réttur


Réttur - 01.10.1969, Side 30

Réttur - 01.10.1969, Side 30
mál sjálfstjórnaráætlunarinnar* sem ég hygg að sé opinberlega túlkað sem vandamál Sambands hinna sósíalísku sovétlýðvelda. Ég var veikur í sumar þegar þetta mál bar á góma og með haustinu treysti ég um of á bata minn og að mér yrði kleift að blanda mér í þetta mál á miðstjórnarfundunum í október og desem- ber. En svo fór að ég gat hvorki verið viðstaddur á októberfundinum (þetta dagskráratriði) né des- emberfundinum þannig að fjallað var um mál þetta að öllu leyti án minnar þátttöku. Ég gat einungis talað við fél. Dsérsinski,** sem var að koma frá Kákasus. Sagði hann mér hvernig þessi mál standa í Georgíu. Einnig gat ég skipzt á nokkrum orðum við féi. Sínovéff og greint honum frá ugg mínum út af þessu máli. Ekki fór hjá þvi að mikium óhug slægi á mig við skýrslu Dsér- sinskls, en hann var fyrir nefnd þeirri sem miðstjórn- in fól að „rannsaka" atburðina í Georgíu. Úr því að * „Sjálfstjórnaráætlunin" — áætlunin um að sam- eina sovétlýðveldin á grundvelli sjálfstjórnar með því að þau gengju í Sósíalíska sovétsambandslýð- veldið Rússland (SSR). Þessi áætlun lá til grund- vallar „Drögum að ályktun um tengslin milli SSR og hinna óháðu lýðvelda", sem Stalín lagði fram og samþykkt voru í september 1922 í nefnd sem mið- stjórnin hafði komið á fót til að undirbúa miðstjórn- arfund um vandamál frambúðartengsla milli SSR, Sósíalíska sovétlýðveldisins Úkraníu, Sósialíska sovétlýðveldisins Hvítarússlands og Transkákasiu- sambandsins. I bréfi sínu til framkvæmdanefndar- manna 27. september 1922 gagnrýndi Lenín þessi drög harðlega. Hann lagði til að vandamálið yrði í grundvallaratriðum leyst á annan hátt, þ.e. með sjálfviljugum samruna allra sovétlýðveldanna, þar á meðal einnig SSR, í nýju ríki, Sambandi sovét- lýðveldanna, á fullum jafnréttisgrundvelli. Lenín sagði í umgetnu bréfi: ..... við álítum okkur standa jafnfætis SSÚ og öðrum og við mun- um ganga saman og jafn rétthá þeim i hið nýja sambandsriki . . .“ Nefnd miðstjórnarinnar breytti ályktunardrögunum í samræmi við ábendingar Len- íns. Voru þau samþykkt á miðstjórnarfundi í októ- ber 1922 og hafinn undirbúningur að sameiningu lýðveldanna. 30. desember 1922 ákvað svo 1. sam- bandsþing sovétanna að stofnað skyldi Samband hinna sósíalísku sovétlýðvelda (Sovétríkin). Bréf Leníns „Vandamál þjóðernanna eða „Sjálf- stjórnaráætlunin" var lesin upp á fundi formanna sendinefndanna á 12. flokksþingi Kommúnista- flokks Rússlands (bolsévíka). Flokksþingið sam- það gekk svo langt að Ordshóníkidse *** lét hafa sig til líkamlegrar valdbeitingar, eins og féL.Dsér- sinski sagði mér, þá má gera sér í hugarlund úti hvaða fen við erum lentir. Augsýnilega var allt bramboltið með „Sjálfstjórnaráætlunina" í grund- vallaratriðum rangt og ótímabært. Menn segja að eining stjórnkerfisins hafi verið nauðsynleg. Hvaðan koma þessar fullyrðingar? Þær koma reyndar frá sama rússneska stjórnkerfinu sem við þáðum af zarismanum og — eins og ég hef þegar sýnt fram á í einni af fyrri minnisgrein- um dagbókar minnar — smurðum aðeins lítillega með sovétoliu. Tvimælalaust hefði átt að bíða með þessar að- gerðir þangað til við værum færir um að fullyrða að við ábyrgðumst stjórnkerfið raunverulega sem okkar eigið. En sem stendur hljótum við — ef við viljum vera heiðarlegir — þvert á móti að segja að við köllum það stjórnkerfi okkar eigið sem er þykkti á grundvelli ábendinga Leníns ályktunina „Um þjóðernisvandamálið". Útg. ** Dzersinski (Felix), var fæddur 1877 í Póllandi. Hóf kornungur þátttöku í verklýðshreyfingunni. Hafði samstarf við Rósu Luxemburg í pólska verka- mannaflokknum. Varð meðlimur í miðstjórn rúss- neska verklýðsflokksins. Var kosinn i stjórn Bolsé- vikkaflokksins á 6. flokksþinginu í ágúst 1917. Varð í des. 1917 formaður „tjekunnar", nefndar þeirrar er berjast átti gegn gagnbyltingarmönnum og skemmdarverkamönnum. Frá apríl 1921 varð hann þjóðfulltrúi samgöngumála og í febr. 1924 formað- ur í efnahagsráði Sovétrikjanna. Vann hann fram- úrskarandi verk á öllum þessum sviðum og varð með allra beztu byltingarleiðtogum bolsévikka. Ósérhlífinn sem hann var ofbauð hann sér með vinnu. Andaðist 20. júlí 1926 af hjartaslagi. *** Ordsjonikidse (Sergei), var fæddur 1886 i Georgíu. Meðlimur í Bolsévikkaflokknum frá 1903. Var í fangelsi 1912—1915. Varð einn af leiðtogum flokksins eftir 1917. Árið 1930 varð hann formaður æðsta efnahagsráðsins, 1932 þjóðfulltrúi fyrir þungaiðnaðinum. Vann stórvirki við framkvæmd fyrstu fimm ára áætlunanna og við uppbyggingu stóriðjunnar i Sovétríkjunum. Var einn af nánustu samstarfsmönnum Stalíns alla tíð, en mun hafa mótmælt við hann réttarhöldunum yfir Pjatakov o.fl. 1937 og verið síðan knúinn til að fremja sjálfs- morð. 176

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.