Réttur


Réttur - 01.10.1969, Side 33

Réttur - 01.10.1969, Side 33
litillar) þjóðar er skuldbundinn til að taka gagnvart herra- (eða stór-) þjóðinni. 31. desember 1922. Framhald uppskriftanna 31. desember 1922. Til hvaða hagnýtra aðgerða skal nú gripið þegar svo er komið málum? I fyrsta lagi ber að varðveita og efla Samband sósíalisku lýðveldanna; það er ráðstöfun sem ekki orkar tvímælis. Við þurfum á því að halda á sama hátt og hin kommúníska öreigastétt heimsins þarfn- ast þess í baráttu sinni gegn burgeisastétt heims- ins og til að verjast bellibrögðum hennar. I öðru lagi verður að varðveita utanríkisþjónustu Sambands sósialísku lýðveldanna. Þess má geta að þetta stjórntæki myndar undantekningu inn- an stjórnkerfis rikis okkar. Þar höfum við ekki hleypt inn einum einasta áhrifamanni úr hinu gamla stjórnkerfi zarismans. Allar stöður sem ein- hverju máli skipta eru skipaðar kommúnistum. Þessvegna hefur þetta stjórntæki þegar (það má hiklaust fullyrða) áunnið sér orðstýr sem þraut- reynt kommúnískt stjórntæki þar sem hinu gamla kerfi zarismans, burgeisanna og smáborgaranna hefur verið sópað burtu i svo ríkum mæli að ekki er sambærilegt við það sem við verðum að notast við í hinum þjóðfulltrúaráðunum. I þriðja lagi verður að veita fél. Ordshónikídse refsingu þannig að hún verði öðrum til varnaðar (mér þykir þeim mun meira fyrir að segja þetta að ég telst til persónulegra vina hans og vann með honum erlendis á útlegðarárunum). öll mál- skjöl nefndar Dsérsinskis verður að kanna vand- lega eða rannsaka málsatvik að nýju til þess að leiðrétta þann aragrúa rangfærslna og sleggju- dóma sem þar er eflaust að finna. Auðvitað verður að gera Stalin og Dsérsinski stjórnmálalega ábyrga fyrir allri þessari herferð sannkallaðrar stórrúss- neskrar þjóðernishyggju. I fjórða lagi verður að gefa út mjög ströng fyr- irmæli varðandi notkun þjóðtungnanna i þeim lýð- veldum utan Rússlands sem eru í Sambandi okkar og hafa sérlega gott eftirlit með því að þessum fyrirmælum verði hlýtt. Eflaust mun allskonar mis- notkun af ósvikinni rússneskri gerð breiðast út hjá okkur, eins og stjórnkerfi okkar er nú í stakkinn Lenin og Stalin i Gorki i ágúst 1922, en þar dvald- ist Lenin siðustu mánuði lifs sins. búið, undir yfirskyni sameiginlegs reksturs járn- brautanna, sameiginlegs ríkissjóðs o. s. frv. Bar- áttan gegn þessari misnotkun krefst sérstakrar skarpskyggni, að ekki sé talað um sérstaka hrein- skilni þeirra sem heyja slika baráttu. Um þetta verður að setja reglur í smáatriðum sem einung- is menn þeirrar þjóðar sem byggir viðkomandi lýð- veldi geta samið svo eitthvert lag sé á. Um leið á engan veginn að útiloka þann möguleika fyrir- fram að þetta mikla starf valdi því að á næsta sovétlandsfundi verði aftur stigið skref afturábak, þ.e. að Samband sósíalisku sovétlýðveldanna verði aðeins látið haldast á svið hermála og utanríkis- þjónustu en algert sjálfstæði einstakra þjóðfull- trúaráða endurreist í öllu öðru tilliti. Gæta verður að því að myndugleiki flokksins gétur verið rækileg uppbót fyrir klofning þjóðfull- trúaráðanna og það sem skortir á í samræmingu starfs þeirra við Moskvu og aðrar miðstöðvar ef þessum myndugleika er beitt af hæfilegri gætni og án fordóma. Það tjón sem það kann að valda riki okkar að hin þjóðlegu stjórnkerfi eru ekki sameinuð rússneska stjórnkerfinu er ómetanlega miklu minna, óendanlega miklu minna en það sem hlýzt af hinu. Það tjón kæmi ekki aðeins niður á okkur heldur á öllu Alþjóðasambandinu, miljóna- hundruðum Asíuþjóðanna sem í næstu framtíð eiga fyrir höndum að ganga á eftir okkur Inn i sviðsljós sögunnar. Núna þegar austrið er að rumska og mun senn kveða sér hljóðs væri það ófyrirgefan- 179

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.