Réttur


Réttur - 01.10.1969, Side 36

Réttur - 01.10.1969, Side 36
á annað þúsund miljónum króna. Fyrir þá upphæð hefði mátt greiða út í hönd 10 full- komna skuttogara eða 900—1.000 fullbúnar íbúðir. — Þetta eru glæpir viðreisnarinnar. En til þess að tryggja að atvinnulausir verði ekki hungurmorða voru greiddar á árinu um 120 milj. kr. í atvinnuleysisbætur. KAUPHÆKKANIR Eftir því sem leið á árið 1969 varð mönn- um ljósari nauðsyn þess að stórhækka kaup hér á landi og tvinna um leið saman stjórn- málabaráttuna og hagsmunabaráttuna. Þjóð- viljinn bauð nýja árið velkomið með for- ustugrein undir fyrirsögninni „Baráttuár": „A þessum áramótum er sú heitstrenging öllum öðrum mikilvægari að samtök launa- fólks hefji markvissa sókn að því tvíþætta verkefni að tryggja fullt atvinnuöryggi og verulega kauphækkun." FLOKKSRÁÐSFUNDUR AB Flokksráðsfundur Alþýðubandalagsins var að þessu sinni haldinn á Akureyri og tókst sá fundur hið bezta að flestu leyti. Umræður urðu góðar og málefnalegar og staðfestu að innan Alþýðubandalagsins er eindregin sam- staða um stefnumál flokksins. A þessum fundi var því slegið föstu í einróma samþykkt að Alþýðubandalagið væri algerlega andvígt aðild að Fríverzlunarbandalagi Evrópu og hélt flokkurinn uppi því merki meðan helztu átökin voru um það mál. Það bar annað helzt til tíðinda á flokks- ráðstefnunni að endurnýjun varð veruleg í miðstjórn, þriðjungur miðstjórnarmanna hafði ekki átt sæti í henni áður. Töldu ýmsir flokksmenn að þessu hafi valdið kosninga- aðferðin „punktakerfið" og endurnýjunar- reglurnar. Þó töldu ýmsir að „punktakerfið" væri ranglátt og gæti hreinlega verið ólýð- ræðislegt og bæri að fara aðrar leiðir til þess að tryggja vald flokksmanna. Ræða Brynjólfs Bjarnasonar á flokksráðs- fundinum vakti mikla athygli þar og munu áheyrendur lengi minnast ræðunnar, en hún var birt í Þjóðviljanum eftir fundinn. VERKALÝÐSFÉLÖGIN Eftir samningana í maí kom nokkur lægð í starfsemi verkalýðsfélaganna, þó var eftir að Ijúka samningum fyrir ýmsa aðila og gekk það nokkuð fram á sumarið. I þessum samningum náðust mun meiri kjarabætur en almennt hafði verið reiknað með. Fengu prentarar allverulegar launabætur eftir stutt verkfall í lok ágústmánaðar. Þá fengu vél- stjórar hjá Landsvirkjun allgóða útkomu eftir verkfallshótun. Ber allt að þeim brunni að launafólk muni nú krefjast verulegra launa- hækkana, enda hafa stjórnarvöld keppzt við að færa fram staðhæfingar um betra efna- hagsástand, sem launafólk á auðvitað að nota sér ekki síður en þann þrýsting sem unnt er að skapa í sambandi við kosningarnar í vor. Verkamannasambandsþing var haldið á veturnóttum. Var Eðvarð Sigurðsson endur- kjörinn formaður þess. Þá héldu stjórnir Málm- og skipasmíðasambandsins og Sam- bands byggingarmanna ársfundi sína á haust- inu. Verkalýðsfélögin vinna nú að því að laga skipulag sitt og starfshætti að nýjum lögum ASI. A þetta einkum við um sérstök svæða- sambönd og er þegar stofnað Alþýðusamband Suðurlands og nokkuð hefur verið unnið að breytingu á skipulagi Fulltrúaráðs verkalýðs- 182

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.