Réttur


Réttur - 01.10.1969, Side 38

Réttur - 01.10.1969, Side 38
Frá flokksráðsfundi Alþýðubandalagsins. 4. Samkvæmt áætlunum verður kostnaðar- verð síðari áfanga Búrfellsvirkjunar 7,5 milj. dollara og er þá heildarkostnaður- inn orðinn 52,5 milj. dollara. Sú upp- hæð jafngildir um 4.600 milj. ísl. kr. og árlegur rekstrarkostnaður 460 milj. kr. Miðað við 1680 miljón kílóvatta fram- leiðslu á ári verður framleiðslukostnaður á kílóvattstund 27,5 aurar. Greiðsla ál- bræðslunnar verður áfram 22 aurar. Ar- leg meðgjöf landsmanna með raforku- sölunni verður því um 45 milj. kr. Þetta hneyksli er ákaflega lærdómsríkt fyr- ir þá sem hugleiða framtíð íslenzku þjóðar- innar. Stjórnvöld stefna að stórfelldri fjár- festingu útlendinga hér á landi ekki sízt í beinu sambandi við EFTA-aðildina. Þau við- skipti eru okkur mjög óhagkvæm frá sjónar- miði sjálfstæðisbaráttunnar eins og marg oft hefur verið bent á hér í Rétti. En þau eru líka háskaleg frá hreinu viðskiptasjónarmiði, enda hefur íslenzka yfirstéttin aldrei kunnað neitt fyrir sér í viðskiptum, hefur stöðugt verið prettuð, ef ekki voru aðrir til þess að hafa vit fyrir henni. EFTA Alþingi hefur ákveðið með 34 atkvæðum (stjórnarliðið plús Björn og Hannibal) gegn sjö (þingmenn Alþýðubandalagsins einir) að Islands skuli gerast aðili að Fríverzlunar- bandalaginu. Um það mál verður ekki fjall- að í þessum þætti að sinni en vonandi getur Réttur gert því máli einhver skil á næsmnni en það er 1. marz næstkomandi, sem Island verður formlega aðili að Fríverzlunarsamtök- unum. Svavar Gestsson. 184

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.