Réttur


Réttur - 01.10.1969, Síða 41

Réttur - 01.10.1969, Síða 41
NEISTAR Stephan G. og „viðreisnar“-stefnan [Stephan G. yrkir 1914 kvæði sitt „Mammon" um gróðaæðið, er greip um sig í Reykjavík (,,Messu- dagur mun ei slikur! Mammon kom til Gróðavíkur"). Nú er það gróðaæði orðin „heilög frelsis- stefna" og í krafti þess er stefnt að því að afhenda erlendum auð- félögum tögl og hagldir á Islandi. Niðurlagið á kvæði Stephans er þörf áminning nú. Fer það hér á eftir:] En, hví skulum við ei vera viljafúsir, oss að gera hauka á öxlum öreiganna? Eins og höfuð stórþjóðanna. há fæst upphefð Islendinga, ali þeir upp biljóninga, þó því fylgi hjarta-helta, hungurs-þrælkun, manndóms- svelta. Varnarhugur veslinganna vex, í ríkjum stórþjóðanna, vit að hækka, og hópa-þrekið heimtar brauðið, frá sér tekið. Fjárplógurinn færist sjálfur, flytur sig i nýjar áifur. Þar eru tll, og þægðum lofa, þjóðheimskur, sem lengi sofa. Er það likt þeirri íslenzku a‘tarna? „Austurriki féll sem gjöf í skaut borgarastéttarinnar með styrjöld- inni 1866. En hana vantar vit til að drottna, hún er máttlaus og óhæf til alls. Aðeins eitt getur hún. Hamazt gegn verkamönnum, strax og þeir byrja að hreyfa sig". Friedrich Engels. I formála að 2. útgáfa „Þýzka bænda- stríðsins 1870. Guðinn, sem brást „Iðnaðurinn hefur leyst öll létt vandamál, mistekizt við öll erfið vandamál." „Business Week“, eitt fræg- asta efnahagstimarit Banda- rikjanna, í 8. áratugs hefti. „Framvegis munum við verða gagnrýnni gagnvart tæknimálun- um, athuga félagsleg áhrif tækn- innar af meiri tortryggni. Úrskurð- arvöldin mega ekki vera eins yfir- borðsleg og þau eru." Wassily Leontief, prófessor i Harvard í „Busines Week". „Hagstjórnaraðferð hins frjálsa markaðskerfis mun verða enn þá þýðingarminni, — svo mikið er vist. Bein afskipti ríkisins munu verða að aukast, — mikilvægustu félagspólitisk hlutverk komandi ára verða utan markaðssvæðis einkareksturs: Menntun, heilbrigð- isþjónusta, rannsóknaráætlanir, frítimi, björgun hins náttúrlega umhverfis, reglur um samgöngur í loftrýminu og borga...... En í Sambandslýðveldinu (Vest- ur-Þýzkalandi) ráða annarsvegar hofmóður vísindamanna, sem enn hugsa þröngt, og hinsvegar til- hneiglng til að ýta frá sér og fresta brýnustu vandamálum, enn- þá umræðunum í biðstofu valds- ins." „Spiegel", 5. janúar 1970. Heimur auðs og örbirgðar I Bandaríkjunum eru 65 miljón- ir verkamanna og starfsmanna. Gróði auðvaldsins á þeim nemur árlega 315 miljörðum dollara. 30 miljónir manna í Bandaríkjunum búa við neyð. Ríkisstjórn Bandá- ríkjanna greiðir landeigendum stórar fjárfúlgur fyrir að minnka kornframleiðslu og láta ræktað land ónotað. — I úthverfum stór- borganna i auðvaldslöndunum eru ægileg eymdarhverfi. 300 miljón- ir manna búa í slíkum hverfum. 800 þúsund manna búa i fátækra- hverfum New York. Stór hluti íbúanna í aðalborgum Suður- og Mið-Ameriku lifir í þessum eymd- ar hýbýlum: I Rio de Janeiro 38% ibúanna, í Lima 26%, í Mexikó- borg yfir 30%. — 375 miljónir manna er nærri hungurdauða sam- kvæmt skýrslum Sameinuðu þjóð- anna. 80 þúsund manna deyja daglega úr hungri. Úr skýrslunni „Ákæra gegn imperíalismanum", útbúin af nefnd frá ráðstefnu Kommún- ista- og verklýðsflokka 1969. Að breyta heiminum Heimspekingarnir hafa aðeins skýrt heiminn á ýmsa vegu. Það sem máli skiftir, er að breyta honum. Kari Marx 1848 i „Greinum um Feuerbach." 187

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.