Réttur


Réttur - 01.10.1969, Síða 42

Réttur - 01.10.1969, Síða 42
RITSJÁ Skúli Guðjónsson: Það, sem ég hef skrifað. — Ritgerðaúrval 1931 —66. — Heimskringla. Rvík 1969. Mikill lífsspekingur er Skúli frá Ljótunnarstöðum. Líklega mun land vort ekki eiga neinn annan eins, — mann, sem hefur sigrast svo á einni af verstu ógæfum lífs- ins, að han getur ekki aðeins ,,séð" sjálfur heldur og sýnt öðr- um lífið og þess aðskiljanlegu fyrirbæri I bjarma þeirrar gagn- rýni og glettni, sem djúpur skiln- ingur hans og snjöll ritlist varpa þar á. Þelr, sem höfðu fylgzt með greinunum hans og lesið „Bréf úr myrkri", hlökkuðu því til er til- kynnt var um nýtt safn. Hver þrálr ekki, á þesum tímum, þegar of- stæki, yfirborðsmennska og áróð- ursvélar tröllriða mannkyninu, að fá fleiri gimsteina eins og t. d. „Tveir á báti", var, þar sem Skúli á Ljótunnarstöðum skapaði Guð almáttugann I sinni eigin mynd: hinn góða félaga, dálítið máttugri, dálitið umburðarlyndari, dálítið glettnari en maðurinn var sjálfur, — áreiðanlega ein af hlýlegustu guðshugmyndum mannanna. Menn verða ekki fyrir vonbrigð- um. f þessari bók er safnað saman ritgerðum Skúla frá ýmsum tímum, að heita má frá byrjun rithöfundar- ferils hans — og hefur Pétur Sum- p.rliðason unnið þar ágætt verk, sem þakka ber, — og ennfremur eru birtar þarna sjö ritgerðir, sem ekki hafa komið út fyrr, þar á meðal hinn ágæti inngangur rit- gerðasafnsins: „Það, sem ég hef skrifað". Fer hann þar á kostum með frásögn af rithöfundarferli sínum, — eða hvað segja menn um setningar sem þessa: „Svo sem guð almátugur hafði séð, að ég gat ekki orðið prestur, þannig sá Jónas nú, að ég gat ekki orðið skáld". Það eru ógleymanlegar myndir, sem Skúli dregur upp af samskipt- um þeirra Jónasar frá Hriflu, bæði í þessari grein og afmælisgreininni um Jónas áttræðan, en þá hafði fundum þeirra ekki borið saman frá 1933 til 1965. Það var engin tilviljun að sá stílsnjalli maður Jónas frá Hriflu, — þegar mlldl ellinnar færðist yfir hugum- stóran brautryðjanda og harð- skeyttan valdamann, — bar hag tveggja stilsnillinga framar öðrum fyrir brjósti: Skúla á Ljótunnar- stöðum og Sverris Kristjánssonar. Það er ánægjulegt að rifja upp kunningsskap við fornar ritgerðir Skúla í þessari bók eins og „Jósa- fat og Jukka", sem birtist hér í Rétti 1934, fyrstu ritgerð Skúla í þessu tímariti, — og sjá hve vel þessi snjalla, kímna ádeila, rituð í öllum hita harðra bardaga þeirra tima, heidur sér enn vegna þess listræna búnings, sem boðskapur- inn er felldur i. Og svo er ritgerð eins og „Ljót- unnarstaðabrekka", þessi fagri, skáldlegi endurminningaróður um einn litinn blett og örlög hans í tímanna rás. Það vantar ekki til- breytnina i þessum ritgerðum. En „Viðreisnaræfintýrið" o. fl. sýna að ekki skortir á skarpar ádeilur Skúli Guðjónsson i nýjustu ritgerðunum, þó hinn mildi, mjúki tónn fái að njóta sin annarsstaðar. Hafi Skúli þökk fyrir þessa bók og Heimskringla fyrir útgáfuna. Steingrímur kvað forðum: „Vér eigum sumar innra fyrir andann, þótt ytra herði frost og kyngi snjó". Skúli hefur blindur gefið þeim sjáandi birtu hið innra, þá, sem hann sjálfur skóp sér. Það er holt að hafa það skjól, er mönnum finnst myrkvast hið ytra. E. O. 188

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.