Réttur


Réttur - 01.04.1980, Page 1

Réttur - 01.04.1980, Page 1
ffittur 63. árgangur 1980 - 2. hefti Það er spurt um kjarnorkuvopn á íslandi. Amerískar árásarflugvélar, hlaðn- ar kjarnorkuvopnum eru sífellt á flugi, reiðubúnar til að varpa dauðasprengj- um. Hafa þær viðdvöl á íslandi? Eru kjarnorkubyrgðir hér geymdar? - Bandaríkjastjórn gefur annað hvort engar eða lognar yfirlýsingar'. Hún hét því hátíðlega að enginn her yrði á Islandi á friðartímum (1949), setti svo her sinn hér á land 1951 - og básúnar nú 30 ár frið! Hún laug að öllum heim- um um árás á herskip sín á Tonkinflóa, - hóf Víetnamstríðið í skjóli þeirrar lýgi - og viðurkenndi svo lýgina síðar. Bandarikjastjórn spyr íslendinga einskis í þessum efnum, ef hún á ann- að borð byrjar kjarnorkustrið. Hún reiknar með því að tugir ef ekki hundrað miljónir Bandaríkjamanna farist fyrsta daginn, - og hvað varðar hana þá hvort 100.000 eða 200.000 íslendingar færust í stríðsbyrjun eða deyju pyndingardauða af geislavirkni? - Vitibornir íslendingar verða að horfast í augu við að kjarnorkustríð, sem yfir vofir, er engu öðru stríði líkt. Ástandið í heimsmálum er líkast því, sem tveir viti firrtir trúarofstækis- menn, Carter og Khomeni, væru að berjast með eldibröndum á skekktum tveim á olíuhafi er tendrað gæti heimsbál fyrirvaralaust.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.