Réttur - 01.04.1980, Page 10
Josip Broz fangi.
í stuttri tímaritsgrein er ekki hægt að
gera grein fyrir hverjum jiætti jiessara
stórvirkja og mun hér jrví einkum verða
rætt um upphaflega þróun Kommúnista-
flokks í júgóslavíu og þátt Títós, bar-
áttuna l'yrir sjálfstæði Jress flokks síðar
meir og í sambandi við jvað komið stutt-
lega inn á afstöðu íslenska Sósíalista-
flokksins.
*
Tító var fæddur 7. maí 1892 í Kum-
rovec, nærri Zagreb, í Kroatíu, sjöunda
barn hjónanna Franjo Broz, er var króati,
ogMariju (fædd Jeversek), er var Slóvani.
Foreldrarnir voru bændafólk í þessu litla
þorpi og Josip Broz, - en svo hét Tito
— fór að heiman á 15 ára aldrinum og
lærði að verða jámsmiður. Króatar sættu
á þessum tírna ungverskri kúgun, Serbar
austurrískri, svo snemma vaknaði jrjóð-
frelsisáhugi lijá Tito, sem öðrum íbúum
þessara undirokuðu landa. Sem járn-
smiðasveinn fór hann víða, til Vínar,
Bæheims og Þýskalands - og 1913 hélt
hann lieim, 21. árs að aldri, til að gegna
herþjónustu. Þjónustan í þeim keisara-
lega austurríska-ungverska Iier sáði upp-
reisnarfræjum í sál hans. Þegar hann síð-
an var tekinn til fanga í stríðinu 1915,
kynntist hann fyrst lmútasvipum kósakka
keisarans, sfðan eftir byltinguna 1917
baráttu bolshivika. Heim liélt hann 1920,
kvæntur rússneskri stúlku, og hafði mikla
dýrkeypta reynslu að baki.
Þann skamma tíma, sem leið áður en
Tito var kominn á kaf í pólitísku barátt-
una með tilheyrandi ofsóknum og fang-
elsunum, lifði hann fjölskyldulífi með
konu sinni Pelageu Belousovu. Þau
bjuggu í einu herbergi. Eignuðust þrjú
börn, sem öll dóu kornung, tvær dætur
og einn son, en fjórða barnið, drengur,
nefndur Zarko, fæddist 1924 og lifði af.
En Tito hafði séð byltinguna gerast
og byltingin lifði og byltingarhugsjónin
með.
Sameinaður Verkamannaflokkur hafði
verið myndaður 1919, er samanstóð
af ýmsum vinstri hópum og á ráðstefnu
í Vukovar í júní 1920 var heitið „Komm-
únislaflokkur Júgóslavíu“ tekið upp. í
sveitastjórnarkosningum í mars og ágúst
Jiað ár unnu kommúnistarnir allmikla
sigra: fengu t.d. 39% atkvæða í Zagreb,
34% í Belgrad. í almennum þingkosn-
ingum 28. nóvember 1920 fékk flokkur-
inn 12,4% atkvæða í landinu, fjórði
sterkasti flokkur í Júgóslavíu. 30. des-
74