Réttur - 01.04.1980, Qupperneq 15
aldan í Moskvu yfir ágæta félaga flokks-
ins5, er létu lífið, flestir 1938, og hafa
síðan verið hreinsaðir af öllunr þeim sök-
um, sem á þá var logið.
’Fito var sjálfur í lífshættu og hefur
sagt í fræðandi erindum, er hann flutti
1977 lyrir flokksskólann0, að þeir, sem
bjargað hafi líli hans þá, hafi verið Dimi-
troff og Jrýsku félagarnir tveir, Pieck og
Florín.1
Tito var á sífelldum ferðalögum á þess-
um árum, auðvitað alltal á fölskum vega-
bréfum með tilbúnum nöfnum. í janúar
1939 fór hann flugleiðis frá Moskvu um
Stokkhólm og Kaupmannahöfn til París-
ar. (Margir júgóslavneskir, róttækir stúd-
entar voru þar). Þar hitti hann m.a. hetj-
una Veljko Vhl/ihovic8, sem hafði barist
á Spáni og misst Jrar annan fótinn. Tito
kom honum til Moskvu sem fulltrúa
æskidýðssambands kommúnista, - og
Jjangað kom hann fleirum af Jreim félög-
um, er særðir komu úr Spánarstríðinu.
En sífellt urðu stjórnmálin flóknari á
þessum árum 1938-9. Vesturveldin sviku
hvert á fætur öðru Austurríki, Spán og
Tékkóslóvakíu í helgreipar Hitlers, en
mistókst að siga honum á Sovétríkin.
Tito kom einmitt til Moskvu í septem-
ber-byrjun 1939, eftir samning Hitlers og
Stalíns. Átti hann Jrá ýtarlegt samtal við
Manuilski , hinn vitra fulltrúa sovéska
llokksins í Komintern. Manuilski sagði
við hann að gera þær ráðstafanir heima
fyrir og haga áróðrinum ])ar eins og best
hentaði til Jæss að vera viðbúinn árás
fasistanna á sitt eigið land, - en ekki
binda sig við Jrað, sem Sovétríkin gerðu,
til |)ess að forða sjálfum sér í lengstu lög
og kljúfa andstæðinganna: auðmanna-
stéttir Evrópu. Hver um sig væri ábyrgur
fyrir sínu landi.
Tito og Krustoff á „sáttafundi" 26. maí 1955.
Tito líkaði vel samræðurnar við Man-
uilski.9
Og nú lá leiðin heim einu sinni enn.
Flokkurinn hafði vaxið stórum undir for-
ustu Titos, úr (5000 upp í nálægt 12000
félaga 1941. (Að vísu 3000 Jrar af í fang-
elsi.) Og sá flokkur var samhentur sem
einn maður væri, undir sterkri forustu.
19.-23. október 1940 er haldinn 5. lands-
fundur flokksins í Zagreb, Mosa Pijade
seturinn fundinn, loks laus úr fangelsi.
Lokaorð Titos á þeim landsfundi til
félaganna voru: „Félagar! Það fa.ra ör-
lagarikir tímar í liönd, fram til lokabar-
áttunnar. Ncesta landsfund okkarverðum
við að halda i landi, sem er frjálst af oki
auðvalds og erlendra drottna."
79