Réttur - 01.04.1980, Blaðsíða 16
6. ágúst 1941 réðst nasistaherinn á
Júgóslavíu, sem gafst upp 17. apríl.
En 10. apríl kom miðstjórn Kommún-
istaflokksins saman d laun í Zagreb, sem
þýski herinn J>á hafði tekið. Og 15. april
var birt yfirlýsing og ákvörðun floklisins
um óhjákvœmilega pjóðlega og félagslega
byltingu í Júgóslavíu, til þess að leysa
vandamál landsins og frelsa þjóðina.
Nú var sú stefna mörkuS, er nokkrum
mánuðum síðar kom fram í uppreisninni
gegn innrásarher nasista — og gerði
flokksleiðtogann Tito að einhverjum
frægasta skæruliða — og herforingja —
stríðsins og þeirri þjóðhetju lands síns,
sem lifir í hug og sál Júgóslava, þótt
hann sé nú horfinn sjónum.
*
Alþjóð er kunnugt - eða á auðveldara
með að fá vitneskju um - þá hetjubar-
áttu, er Tito og skæruliðar hans, karlar
og konur, - konurnar voru 25% skæru-
liðanna, líklega einsdæmi í sögnnni, ein
þeirra var Stana Tomasevitch, sem var
síðar sendiherra Júgóslava á íslandi, -
háðu til að Irelsa land sitt10 — ennfremur
um þá óhemju erfiðu baráttu að reisa
landið úr rústum (mannfórnir Júgóslava
í stríðinu voru hlutfallslega mestar allra
þjóða), - síðan þá alþjóðlegu forustu, er
Tito tók fyrir hlutlausu þjóðunum — og
þá miklu virðingu, er liann ávann sér eigi
aðeins heima, Jiar sem hann varð lifandi
sameiningartákn þjóða Júgóslavíu, lield-
ur og erlendis, og verða J^essir þættir í
starfi hans ekki raktir hér. — En rétt er
að fara að lokum nokkrum orðum um
baráttu lians innan sósialistisku heims-
hreyfingarinnar fyrir sjálfstæði marxiskra
80
flokka til að fara eigin leiðir, en lialda
samt tryggð við alþjóðaliyggju sósialism-
ans, - og afstöðu okkar íslenska Sósíalista-
flokks í þeim málum og samskiptum okk-
ar við Kommúnistasamband Júgóslavíu.
Sósíalisfisk sjálfstæðisbarátta júgóslavn-
eskra kommúnista og íslenski Sósíalista-
flokkurinn
Þegar Sósíalistaflokkurinn íslenski var
stofnaður 1938 gerði hann samþykkt um
aljþóðasamstarf, sem hófst svo:
„I. Flokkurinn stendur utan við
II. og III. Alþjóðasambandið, en
sendir gesti á J)ing j)eirra og ráð-
stefnur, eftir jrví sem ástæður
leyfa, og hefur við Jrau bréflegt
kynn ingarsamband.“
Við Héðinn Valdimarsson kynntum
persónulega leiðtogum sósíaldemokrata
í Englandi og Noregi ósk okkar eftir sam-
starfi við jrá. En svo fór að sósíaldemo-
krataflokkarnir kærðu sig ekki um slíkt
samband, en eftir stríð buðu kommún-
istaflokkarnir ýmsir okkur á j)ing sín og
eins höfðum við slík sambönd, er sósíal-
istaflokkarnir voru myndaðir í Dan-
mörku og Noregi og síðar.
Við Konnnúnistasamband Júgóslavíu
hafði verið vinsamlegt samband, m.a. ís-
lenskir sjálfboðaliðar tekið jíátt í upp-
byggingastarfi þeirra.
Svo skall yfir ,,bannfæringin“ og brott-
rekstur júgóslavneska flokksins úr Komin-
form 1948. Afstaða Sósíalistaflokksins var
sú að taka engan j)át:t í jxúrri fordæm-
ingu - og mótaði Magmis Kjartansson
jrá stefnu snjallt, er hann svaraði ögrun-
um Moggans, hvar við stæðum, með orð-