Réttur


Réttur - 01.04.1980, Blaðsíða 18

Réttur - 01.04.1980, Blaðsíða 18
eðlilegt og gott, m.a. kom hingað sendi- nefnd frá flokknum í heimsókn til Sósíal- istaflokksins 19G6 undir forsæti Dr. Ant- on Vratusa, sem síðar varð utanríkisráð- herra Júgóslavíu. Hafa júgóslavnesku félagarnir oftar en einu sinni haft orð á því við okkur að við séurn eini flokkurinn, - sem kallaðir séu kommúnistaflokkar, - sem þeir hafi aldrei átt í deilum við, alltaf vinsamlegt samband. Og þá sjaldan einhverjir okkar hittum Tito persónulega, fann maður það á honum að hann mat það. Síðan þetta var - og við íslendingarnir stóðum einir í Moskvu gegn fordæm- ingu á Júgóslövunum, en kínversku, sov- ésku, ítölsku og flestir aðrir kommúnista- flokkar með - hefur margt breyst. Sjálf- stæð stefnumótun fram til sósíalisma og um uppbyggingu hans nýtur nú viður- kenningar fjölda marxistiskra flokka - og þótt einangrunarstefna sé alltaf rík undir niðri hjá mörgum flokkum, þá fer ekki hjá því að sjálfstæði marxiskra ílokka og sósíalistisk alþjóðahyggja verða smámsaman samræmd án þess að á livor- ugt halli. Ráðstefnan í Berlín 1976, sem Tito tók þátt í og flutti þar ræðu,]1 var vísbending um það sem koma skal. * Josip Broz Tito hefur eigi aðeins unnið þjóð sinni stórvirki, sem hún fær honum aðeins fullþakkað með því að feta í hans spor þá framtíðarbraut, er hann beindi henni inn á, — hann hefur eigi aðeins vísað hlutlausum þjóðum heims, flestum vanmegnugum þá leið, er orðið getur þeim til framdráttar í erfiðri baráttu, ef þær bera gæfu til að fara hana saman, — en hann hefur einnig auðgað sósíal- ismann og brotið honum nýjar brautir, sem vissulega var lífsþörf á í þeirri hættu sem heimurinn er nú í sökum ægivopna auðvalds og eyðingarstarfs þess, — og vegna þeirra áfalla, sem sósíalisminn hefur orðið fyrir, ekki síst sakir misnotk- unar ríkisvalds á vissu skeiði. En svo segir einn ævisöguritari Titos, Phyllis Auty1-, og valdið hafi aldrei spillt honum, þótt hann nyti þess að hafa það. Er það eitt af því besta sem sagt verður um marxista. er öðlast hefur mikið vald og traust, er gekk átrúnaði næst, — og minnir á það lof, er Marx bar á Lincoln við lát hans.1:i Heimshreyfing sósíalismans á því Tito mikla þökk að gjalda. E.O. SkÝRlNGAR: 1. Erfðaskrá Ho Chi Minh er birt í „Rétti" 1969 bls. 117-118. 2. Rodoljub Colakovic var 1921-32 í fangclsi í þrem clýflissum. Ég átti eitt sinn við hann langt og gott samtal, aðallcga um ríkisvaldið og vandamál þess fyrir sósfalista. Hann var séríræðingur í sögu, einkum hafði hann eins og ég mikinn áhuga á ættasamfélaginu. Það var Stana Tomasevic, sem kom mér í samband við hann. 3. Edvard Kardelj var um 20 árum yngri en Tito, fæddur 1910. Hann varð eftir valdatökuna einna næstur Tito að áhril'um. Hann reit all- margar bækur, m.a. „Sosíalismi og stríð", 1960, þar scm hann ræðir allmjög aí'stöðu Kínverja o.fl., - og „Fram til nýs sósíalistísks lýðræðis" 1976. Kardelj lést fyrir nokkrum árum. 1. Sjá um 7. heimsþingið og ýmsa hér nefnda fé- laga í greininni „Sjöunda hcimsþingið" o.s.frv. í „Rétti" 1935, bls. 119-131. - Við Brynjólfur vorum fulltrúar K.F.Í. á 7. heimsþinginu. 5. Meðal þeirra er Tito telur upp af saklausum félögum, er þá létu lífið, er Stefak Cvijic, sem cinnig haf'ði verið einn af fulltrúum flokksins á 7. heimsþinginu, ásamt Kardelj, Colakovic og fleirum. Hann var „giftur" austurrfskri konu af 82
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.