Réttur


Réttur - 01.04.1980, Side 26

Réttur - 01.04.1980, Side 26
vinnu sína fær fjölskylda hans bætur sein eru aðeins brot af dánarbótum útgerðar- mannsfjölskyldu sem verður fyrir sömu raun. Allt er reiknað í prósentum og peningum og allir útreikningar stétt- bundnir. Við miklumst oft af því að hérlendis hafi orðið stórfelldar framfarir síðan þjóðin fékk fullveldi og höfum til þess ríka ástæðu. En við höfum afrækt ýmsa þætti og lang hrikalegasta misréttið um þessar mundir eru kjör og réttindi fatlaðs fólks. Ég átti þess kost að dveljast urn fjögurra mánaða skeið í Danmörku í fyrra og kynna mér kjör og réttindi fatl- aðra í samanburði við ástandið hér. Ég varð ákaflega margs vísari sem ekki er tóm til þess að rekja. Meðal þess sem ég áttaði mig á er sú staðreynd, að fjárhags- leg afkoma fatlaðs fólks er meira en tvö- falt betri í atvinnuleysingjalandinu Dan- mörku en hér á ísandi. Fatlað fólk í Danmörku hefur fjárhagslegt bolmagn til þess að sinna áhugamálum sínum, fara í menningarstöðvar og á skemmtistaði, fara í ferðalög í sumarleyfi sínu, gera sér dagamun í mat og drykk o. s. frv. HvaS stoðar atvinnuleysingja aS gera verkfall? Afkoman er þó aðeins þáttur af vanda- máli sem er miklu fjiilbreytilegra. Þjóð- félög eru þannig skipulögð að fatlaðir eru alls ekki taldir hluti af því. Enginn alvarlega fatlaður maður kemst. í Þjóð- minjasafn íslands í Reykjavík, ekki í Éistasafn íslands, ekki í veitingahús, ekki inn á alþingi, ekki í stjórnarráðið, ekki til forseta íslands svo að ég taki dæmi. Það er víst ekki liægt að komast inn í nema eina kirkju í Reykjavík fyrir alvar- lega fatlaða og það er dæmigert að þetta er Fossvogskapellan; á gxafarbakkanum verða loks allir jafnir. Alvarlegasta vandamálið er þó að rétt- urinn til vinnu er í raun brotinn á fötl- uðu fólki. Að vísu segir í lögum að fatl- aðir eigi að hafa forgang til vinnu að öðru jöfnu, en þau lagafyrirmæli hafa verið að engu höfð, einnig af alþingi og stjórnarráði. Enda eru lögin að heita má haldlaus; það er alls ekki gert ráð fyrir því að fatlað fólk lifi og starfi í þjóðfélag- inu. Könnun sem framkvæmd var í Reykjavík fyrir fáum árum leiddi í ljós að níu af hverjum tíu vinnustöðum í höfuðborginni voru algerlega óaðgengi- legir fyrir illa fatlað fólk. I tíunda hlut- anum voru yfirleitt örsmáir vinnustaðir sem fatlaðir menn höfðu sjálfir komið sér upp. Þúsundir fatlaðra manna eru at- vinnulausir í landinu af því að þeir fá ekki starf við sitt hæfi og eru þannig sviptir vinnugleði og daglegum samskipt- um við félaga sína, því sem gefur lífinu fyrst og fremst gildi. Ákaflega mörg sarntök starfa að mál- efnum fatlaðra á íslandi, þar á meðal Sjálfsbjargarsamtökin sem eru einskonar stéttarsamtök fatlaðs fólks. Þau samtök hafa áorkað miklu. En þau hafa ekki í höndum það þjóðfélagslega vald sem eitt dugar þegar í harðbakka slær. Hvað myndi stoða fyrir fatlað fólk, sem ekki fær að vinna, að gera verkfall? jafnvel þótt það færi í hungurverkfall myndi enginn taka eftir því, af því að það væri engum öðrum í óhag í peningaþjóðfélagi. Af jressari ástæðu sneru heildarsamtök fatlaðra í Svíþjóð sér til Alþýðusam- bandsins joar í landi fyrir nokkrum árum og báru fram þá kröfu að heildarsamtök- in tækju mið af þörfum fatlaðs fólks í 90

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.