Réttur


Réttur - 01.04.1980, Side 28

Réttur - 01.04.1980, Side 28
félagsins yrði stærri en nú. Barátta fyrir réttindum fatlaðra er jafnréttisbarátta, en einnig barátta fyrir bætturn þjóðfé- lagslegum afköstum, aukinni arðsemi, betra lífi okkar allra. Eg hef lengi klappað þennan stein og félagar mínir segja að ég sé kominn með hann á heilann. Margt hafa menn verra í heilum sér en þessa hugsjón, og sé maður iðinn að klappa stein springur hann að lokum. Þetta. er þó ekki eina ástæðan til þess að ég orða þetta stærsta félagsvanda- mál íslendinga í dag. Þið Þingeyingar hafið reynslu sem sannar kenningu mína. Einmitt hér var vagga samvinnuhreyfing- arinnar, þeiiæar afstöðu að unnt væri að lyfta grettistökum með samvinnu og sam- hjálp í þágu allra og fremst þeirra sem bágast áttu. Benedikt á Auðnum og fé- lagar lrans voru ekki að hugsa um eigin hag þegar þeir tendruðu hugsjónir sínar, en þær fóru á skömmum tíma eldi um landið allt og hafa átt mjög ríkan þátt í fiamfarasókn íslendinga á þessari öld. Ég veit að þessi eldur er ekki kulnaður, heldur falinn. Á alþjóðlegum baráttudegi launafólks skora ég á ykkur að blása í glæðurnar og vekja falinn eld. Beitið ykkur fyrir því að samtök launafólks, samvinnuhreyfing- in og öll samtök önnur einhendi sér að jrví að reisa jrá sem bágast eiga, að gera ísiand að jafnréttisþjóðfélagi á sem skemmstum tíma. Með einbeitingu get- um við náð forustu á þessu sviði í þjóð- anna kynlega blandi. Félagar! Einn fyrir alla, allir fyrir einn. 92

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.