Réttur


Réttur - 01.04.1980, Page 31

Réttur - 01.04.1980, Page 31
nýlendum, — og undanfarin ár hefur auður auðhringanna vaxið, en lífskjör nýfrjálsu þjóðanna versna, ekki síst vegna vaxtagreiðslu af okurlánum til fram- kvæmda. Hvað er hægt að gera? Hvað gerði Jón Sigurðsson forseti þegar hann hafði forustuna í frelsisbar- áttu okkar við dönsku yfirstéttina? Hann reiknaði út hvernig danska yfir- stéttin hefði arðrænt íslendinga allar ald- irnar, sem l'sland var meðhöndlað sem nýlenda. Hann lagði reikningana á borð- ið og krafðist þess að danska yfirstéttar- ríkið greiddi til baka það, sem það lét ræna og stela af íslendingum. Ber okkur íslendingum, sem sjálfir vor- um í meir en fimm aldir meðhöndlaðir sem nýlenda, ekki siðferðileg skylda til að reyna að stuðla að því að þeim þjóð- um, sem nú öðlast stjórnfrelsi eftir fórn- freka baráttu, sé að nokkru bætt það rán, sem þær hafa orðið að þola af hinum ríku nýlenduræningjum? Mig langar til að minna á í jressu sam- bandi á þingsályktunartillögu, sem ég flutti á Aljringi 1965 (125. mál. Þingskj. 250 S.Þ.) og prenta liana hér á eftir ásamt greinargerð. Tillaga til þingsálýktunar um, að ísland beiti sér á þingi Sameinuðu þjóð- anna fyrir tillögum um reikningsskil hinna rændu þjóða við þær riku. Flm.: Einar Olgeirsson. Alþingi áiyktar, að sendinefnd íslands á þingi Sameinuöu þjóöanna næsta haust skuli leggja fram tillögur um reikningsskil af hálfu hinna rændu þjóða heims, sem um árabil eða aldir hafa veriS arSrændar sem nýlendur, viS þau rikí, sem á einn eSa annan hátt hafa drottnaS ýfir þeim eSa rænt þær. Þessar tillögur skulu í aSalatriSum fylgja hugmyndum þeim, er Jón Sigurösson for- seti setti fram, er hann færSi rök aS kröfum fs- lendinga á hendur Dönum. Tillögur þessar skulu fela þaS í sér, aS reynt skuli aS meta þaS tjón, sem yfirstéttir Evrópu og Bandaríkjanna hafa unniS þjóSum þeim, sem byggja Afríku, Asíu og SuSur-Ameríku, meS mannránum, árásarstyrjöldum, frelsissviptingu, aröráni og hvers konar kúgun og misrétti á und- anförnum öldum og fram á þennan dag. Þegar þessi upphæS er fundin, skal jafna henni niöur á þær þjóSir, sem arSrænt hafa nýlendur á undanförnum öldum, og skulu þær síSan greiSa á ákveSnu alllöngu árabili upphæS þessa í sjóS, sem vera skal undir stjórn SameinuSu þjóSanna. SjóS þennan skal síðan nota til að byggja upp atvinnulíf hinna fátæku þjóða heims samkvæmt ákveSnum reglum, er tryggi, að hann sé einvörS- ungu notaSur til aS koma upp framleiSslutækjum í friSsamlegum tilgangi, skólum, sjúkrahúsum og öðrum stofnunum, er flýti fýrir atvinnulegum og félagslegum framförum viSkomandi þjóSar. Skal heildaráætlun um notkun sjóSsins samin af þar til kjörinni nefnd Sameinuðu þjóðanna og sér- áætlun fyrir hvert land í samráði við stjórn þess. Allt, sem byggt er fýrir fé þessa sjóSs, skal af- hent viðkomandi þjóð til eignar kvaðalaust. 1 sendinefnd þeirri, er flytur þessar tillögur á þingi SameinuSu þjóðanna, skulu fulltrúar allra þingflokka eiga sæti. GreinargerS. Eitt allra alvarlegasta vandamál nútimans er sú staðreýnd, að þjóðir, er telja um 2000 milljónir manna eða meiri hluta mannkyns, lifa viS lífskjör sem eru svo miklu bágari en iSnaSarþjóðanna i Evrópu og Norður-Ameríku, að mótsetningarnar milli þessara þjóSahópa ógna friSi og öryggi heims meir en flest annað. Og þessar mótssetn- ingar vaxa meS ári hverju. Arðrán auðhringa i iSnaSarlöndunum á auSlindum fátæku þjóSanna eýkst í sfellu: verSlag á hráefnum frá þessum þjóSum er lækkaS (kakó frá Ghana, gúmmi frá lndónesíu t.d. hefur undanfariS fallið um helm- ing), en verSlag á iðnaðarvörum er hækkaS. ÞjóSir Afriku, Asíu og SuSur-Ameríku hafa allar 95

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.