Réttur - 01.04.1980, Síða 34
KROSSANES-
VERKFALLIÐ
Krossanesverkfallið í júlí 1930, — eða fyrir réttri hálfri öld, — skipar að mörgu leyti
sérstæðan sögulegan sess í harðri verkfallsbaráttu íslensks verkalýðs á þessari öld:
1. Krossanesverkfallið er fyrsta verkfallið sem kommúnistarnir í Alþýðuflokknum ein-
ir stjórna og leiða til algers sigurs.
2. Verkfallið er háð gegn erlendu — norsku auðfélagi, „Ægir hf.“, sem átti síldar-
verksmiðjuna í Krossanesi og hafði eigi aðeins gert sig bert að kúgunartilraunum
við íslenska verkamenn, heldur og reynt að svindla á sjómönnum og útgerðarmönn-
um með því að hafa síldarmálin of stór, — og komist upp með þetta svindl sökum
linkindar íhaldsráðherra.
3. Verkfallið varð er á leið fyrst og fremst háð til að rétta hlut norskra verkamanna.
er unnu þar á miklu lægri iaunum en íslendingar — og tókst að beygja norska at-
vinnurekendann algerlega en rétta hlut norsku verkamannanna.
Skal nú rakið í stuttu máli hvað gerðist
og bætt inn í þeim smáatriðum, sem ég
man frá þessari merku deilu.
Krossanesverksmiðjan stóð í Glerár-
þorpi, en þar var starfrækt sérstakt verk-
lýðsfélag: Verklýðsfélag Glerárþorps og
var formaður þess Steingrímur Aðal-
steinsson, síðar þingmaður og forseti efri
deildar. Verklýðsfélag Glerárþorps gekk
1930 í Verkalýðssamband Norðurlands
(V.S.N.) og í júní 1930 munu liafa verið
í því yfir 40 manns.
Þann 21. júní skýrir Verkamaðurinn,
málgagn VSN frá því að „Ægir“ neiti að
greiða taxtakau'p, sem var hið sama hjá
Verkamannafélagi Akureyrar og í Gler-
árþorpi. Heldur nú Verkamannafélagið
fund í Skjaldborg 22. júní og tekur þetta
98