Réttur


Réttur - 01.04.1980, Page 39

Réttur - 01.04.1980, Page 39
MAGNÚS JÓHANNESSON: frá Hafnarnesi F ótatak Það fœrist nœr, nœr þungt eins og nóttin hratt eins og flóttinn skelfir vitund þína. Þú heyrir hjarta þitt lemja vegg þagnarinnar. Það færist nœr, nœr fótatak sjdlfs þíns. Óttinn. Draumur í bónus Meðan sleþjaður fiskurinn streymir eftir færibandinu, og dagurinn er ekki lengur nótt, nóttin ekki lengur dagur dreymir þig heiðarvatn undir rauðu sólsetri, kvak álftarinnar, tíst mófuglsins, kurr rjúpunnar, lambamóðurina kalla gimbilinn til kvöldverðar. Þrá þín eftir vorinu er orðin að þjáningu. Loks þegar færibandið stöðvast, þú sérð fyrir enda fisk- rastarinnar, slær glýja augu þín. Þú fálmar þig út í ósýnilegt íjósið. Á útborgunardaginn færðu launaumslagið þitt útblásið skattakvöðum, nokkrir velktir seðlar, enginn bónus, fáein orlofsmerki næld við skattakvaðirnar. Heima biður fallinn víxill. Svona er að láta sig dreyma heiðarvatn undir rauðusól- '.etri í bónuskerfi. 103

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.