Réttur - 01.04.1980, Qupperneq 59
INNLEND
VIÐSJA □urr ■
Jan Mayen og Grænland
Það virðist ætla að fara að vanda, þegar
íslensku Nato-flokkarnir eru að semja við
Nato-herra annarra landa. Samningar um
]an Mayen virðast enda með því að Nor-
egur taki sér valdið yfir þeirri eyju og
hafsvæðinu umhverfis og úthluti svo ís-
lendingum af náð sinni því sem hæfa þyk-
ir, fyrst ekki var beitt hörðu af íslands
hálfu og alþjóðahafréttarráðstefnan þá
látin útkljá málið, ef Norðmenn létu ekki
undan kröfuni okkar að verulegu leyti.
Útlitið um aðgang að þýðingarmikl-
um grænlenskum fiskimiðum verður
dcikkt eftir reynslu undanfarinna ára og
áratuga af íslenskum Nato-flokkum, er
Grænland varði.
Árið 1954 sýndi meirihluti Nato-flokk-
anna þann eindæma aumingjaskap, áð
þora ekki að mótmæla, er Danir innlim-
uðu Grænland sem „amt“ í Danmörku,
til þess að sleppa við að gefa skýrslu urn
þessa nýlendu „sína“ hjá Sameinuðu
þjóðunum. 30 þingmenn á Alþingi sam-
þykktu að ísland skyldi þegja og sitja hjá
við innlimun þessa, en 20 kröfðust mót-
mæla. (Sjá „Rétt 1975, bls. 97-101).
Síðan sveik Danmörk Grænland inn í
Efnahagsbandalagið, þótt 70% Græn-
lendinga væru á móti því. Og nú er hætt-
an sú að er til samninga kemur, um fisk-
veiðilandhelgina, þá vilji auðhringar
Efnahagsbandalagsins hafa þar hönd í
bagga. Þeir hafa löngum mænt gráðugum
augum á auðæfi Grænlands.
Qg Jrað hefur verið lítill skilningur h'á
íslensku Nato-flokkunum á því að við
íslendingar ættum að aðstoða og efla sjálf-
stæðishreyfingu Grænlendinga, svo þess-
ar tvær nágrannaþjóðir gætu einar samið
vinsamlega um þessi mál. Þegar ég lagði
til á Alþingi 1963-64, að Alþingi sendi
fulltrúa sína í vináttusendinefnd til
Grænlendinga, bæði til að efla vinsam-
leg sambönd þjóðanna og til að kynna
sér líf þeirra (þingskj. 336) þá var jiað
auðvitað kveðið niður, líklega af ótta við
að nróðga Dani. Vissir utanríkisráðherrar
þeirra bregðast oft illa við, ef minnst er
á sjálfstæðisbaráttu.
Og 1974 var Grænlendingum ekki boð-
ið á 1100 ára afmælishátíð næstu ná-
granna sinna. Ekki veit ég hvaða vesal-
menni réðu jreirri ókurteisi og fíflsku, -
en löðurmannlegt var Jrað í liæsta nráta.
Nú hafa Grænlendingar fengið vissa
lreimastjórn, en Danir halda sanrt enn
um víst efnahagsvald jrar. Og Jrví efna-
lragsvaldi líka á fiskimiðunum, er stór-
hætta á að þeir deili nreð auðhringum
Efnahagsbandalagsins. Við verðum að
lríða og sjá hvernig samningum unr Jrau
atriði, sem sérstaklega snerta íslenska
hagsmuni ætlar Jrar að reiða af. En Jrað
nrun ekki duga nein linkind af Islánds
hálfu, og ef Jrað á að ganga mjög á þá
123