Réttur


Réttur - 01.04.1980, Page 62

Réttur - 01.04.1980, Page 62
ið það valdarán gegn Amin forseta, sem fréttir voru um. Hinsvegar munu þau veia ánægð með það að hann var sviptur völdum.“ 9. janúar símar fréttaritari „Times“ í Kabul, sem hefur getað ferðast um land- ið að vild: „Það er augljóst að afghanski herinn - langt frá því að rísa upp almennt gegn Rússunum eins og stjórnarandstöðu- menn í Peshavar halda fram - er að mestu leyti að aðstoða sovéska herinn." Daily Telegraph, sem hefur Kenneth Clarke sem fréttaritara sinn í Kabul, seg- ir 22. janúar 1980: „Allt frá Pakistan-landamærunum til Kabul var Afghanistan að jrví er best verður séð friðsælt land. Hinir hörðu bardagar, vopnaðar þyrlur, skæruliða- hópar í fjöllunum, - allt þetta sem rætt er um í sérstökum fréttum, - virðist ekki eiga sér stoð í veruleikanum." Hinsvegar er haldið áfram vissum ráð- stöfunum aljjýðu til hagsbóta: Skuldir 11 miljóna bænda, sem ekkert land áttu, (þ.e. leiguliða) hafa verið strikaðar út. 300.000 hektörum lands hefur verið út- hlutað til 140.000 bændabýla, - um 1000 samyrkjubúum og samvinnuverslunum hefur verið komið upp og standa að því 90.000 bændafjölskyldur, sem þegar lröfðu komið sér fyrir. Verkamenn hafa nú í fyrsta sinn mynd- að verklýðsfélög. Undirbúinn er fimm ára áætlun um að vinna úr auðlindum þjóðarinnar (einkum olíu og ýmsa málma) og binda þarmeð enda á atvinnu- leysið og bæta lífskjörin. Eðlilega gera landflótta stórjarðeig- endur og erlent auðvald allt til jress að stöðva slíka Jrróun. 126 Verkalýðsstéttin Tala verkamanna í hinum þrem „heimshlutum" var 1977 þessi: 240 millj- ónir í þróuðum auðvaldslöndum, 210 milljónir í sósíaliskum löndum, 200 milljónir í þróunarlöndunum. I hájjróuðum auðvaldslöndiim gengur Jiróunin mjög í þá átt að starfsmönnum í þjónustufyrirtækjum fjölgar hlutlallslega á kostnað verkalýðs í iðnaðinum, senr verður sanrt áfram voldugasti og áhrifa- ríkasti aðili launastéttarinnar. Þannig var t.d. í Vestur-Þýskalandi 1950 ennþá 75% allra launamanna verkamenn, en aðeins 20% starfsfólk. En 1971 var hlut- fallstala verkamannanna orðin 51% en starfsfólksins 40%. Rétt er að gera sér ljóst hve ört því launafólki I jölgar, senr starfar í þjónustu aljrjóða auðhringanna. Samkvæmt skýrsl- um Sameinuðu þjóðanna eru í þjónustu erlendra dótturfélaga slíkra auðhringa 13—14 milljónir nranna. Asor-eyjar. Bandaríkjaauðvaldið undirbýr að tryggja sér ítök á Asor-eyjum, er voru portugalskar. 1976 gerðu skilnaðarsinnar uppreisn á aðaleyjunni Sao Miguel, í Ponta höfuðborg Asor-eyja, og var lrinn róttæki portúgalski landstjóri rekinn og allir félagar í Kommúnistaflokknum einnig gerðir landrækir. Tilgangurinn er auðsær: Á eyjunni Terceira hefur Bandaríkjafloti kafbáta- njósnastöð (— eins og í Keflavík) og milli- lendingastöð fyrir flutningaflugvélar. Bandaríkin hafa líka augastað á Mad- eira-eyjum, sem Nato-stöðvum, en þar gengur það erfiðar að ná fótfestu.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.