Réttur - 01.07.1982, Page 7
Enn er þaö auðhringavaldið sem ræður
ferðinni og það hefur knúið nokkrar
ríkisstjórnir í Evrópu til að standa með
sér, enda eru þar einnig á ferðinni hags-
munir auðhringa.
Þetta dæmi um áhrifavald og framkomu
auðhringanna í hafréttarmálum, þar sem
þeir knúðu fram að Bandaríkjastjórn
sviki gert samkomulag í alþjóðlegum
samningum, er ekkert eins dæmi.
Nýlega lýsti stjórn Reagans yfir því að
hún myndi ekki leggja fram það fjármagn,
sem fyrri skuldbindingar hennar gerðu
ráð fyrir til Alþjóðabankans og fylgi-sjóða
hans, og sem ganga átti til þróunarland-
anna. Þess í stað tilkynnti Reagan, að
stjórn hans myndi sjálf ráðstafa þessu
fjármagni án milligöngu Alþjóðabank-
ans og sjóða hans. Ástæðurnar eru
þær, að ríkir hagsmuna-aðilar í Banda-
ríkjunum vilja sjálfir og einir velja þau
þróunarlönd og þau fyrirtæki í þeim
löndum, sem fjármunina eiga að fá.
Þannig er áhrifavald hinna risastóru
auðhringa, — þeir telja sig eiga ríkis-
stjórn Reagans — og því fer víst ekki
fjarri að svo sé.
135