Réttur


Réttur - 01.07.1982, Síða 7

Réttur - 01.07.1982, Síða 7
Enn er þaö auðhringavaldið sem ræður ferðinni og það hefur knúið nokkrar ríkisstjórnir í Evrópu til að standa með sér, enda eru þar einnig á ferðinni hags- munir auðhringa. Þetta dæmi um áhrifavald og framkomu auðhringanna í hafréttarmálum, þar sem þeir knúðu fram að Bandaríkjastjórn sviki gert samkomulag í alþjóðlegum samningum, er ekkert eins dæmi. Nýlega lýsti stjórn Reagans yfir því að hún myndi ekki leggja fram það fjármagn, sem fyrri skuldbindingar hennar gerðu ráð fyrir til Alþjóðabankans og fylgi-sjóða hans, og sem ganga átti til þróunarland- anna. Þess í stað tilkynnti Reagan, að stjórn hans myndi sjálf ráðstafa þessu fjármagni án milligöngu Alþjóðabank- ans og sjóða hans. Ástæðurnar eru þær, að ríkir hagsmuna-aðilar í Banda- ríkjunum vilja sjálfir og einir velja þau þróunarlönd og þau fyrirtæki í þeim löndum, sem fjármunina eiga að fá. Þannig er áhrifavald hinna risastóru auðhringa, — þeir telja sig eiga ríkis- stjórn Reagans — og því fer víst ekki fjarri að svo sé. 135

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.