Réttur


Réttur - 01.07.1982, Blaðsíða 8

Réttur - 01.07.1982, Blaðsíða 8
Gerður G. Óskarsdóttir: Dulda námsskráin Stéttarleg og kynferðisleg mismunun í skólum 1.0 Inngangur. 2.0 Úr niðurstöðum rannsókna Sigurjóns Björnssonar og félaga. 2.1 Menntun — stétt — kyn 2.3 Greindarvísitala og einkunnir 2.4 Uppeldislegar aðstæður og stétt 3.0 Aðstöðumunur nemenda 3.1 Mismunun eftir stétt 3.1.1 Dæmi: „Vandræðaungling- arnir“ 3.2 Námsárangur 3.3 Kynbundin mismunun 4.0 Vísir að niðurstöðu 4.1 Hvað er til ráða? 4.2 Hvernig er góður skóli? 5.0 Lokaorð 1.0 Inngangur Hugtakið dulda námsskráin (enska: The Hidden Curriculum) er notað yfir ýmiss konar markmið eða gildismat sem skólinn hefur að leiðarljósi án þess um sé rætt í opinberum námsskrám. Þar koma fjölmargir þættir til greina. Segja má að allt sem við höfum fyrir nemendum okkar í skóla með viðhorfum okkar, talsmáta og framkomu tilheyri duldu námsskránni, einnig val okkar á þekkingu eða umfjöll- unarefni sem gert er að námsefni. Við veljum eitt en höfnum öðru og opinberum þar með ákveðið gildismat. Staðsetning skóla, skipulag og niðurröðun náms- brauta, t.d. á framhaldsskólastigi, endur- speglar ákveðin viðhorf. Val á kennurum, starfsaðstaða þeirra og kjör byggjast einn- ig á ákveðnu gildismati. Húsnæði skóla, innbú og fyrirkomulag húsbúnaðar gegnir sínu hlutverki sem aðrir þættir. Að ekki sé talað um vinnuaðferðir skóla og mat á vinnu nemenda. Allt þetta tilheyrir duldu námsskránni og miklu fleira. Hér er í raun um að ræða alla hugmyndafræðina að baki skólastarfinu. Til nánari útskýringar verða hér nefnd nokkur dæmi. Nemandi kemur í skóla og sér fyrir sér hvítmálaða byggingu, engin gluggatjöld, ekkert skraut eða blóm, eng- in leikföng. Hann eða hún er e.t.v. að velta fyrir sér hvað sé skólaganga og menntun. Áhrifin eru undirstrikun á skörp- um skilum á milli heimilishlýju og leikja eða daglegs lífs annars vegar og menntun- ar og skóla hins vegar. Niðurröðun ein- staklingsborða í röðum í skólastofu sýnir að skólinn metur einstaklingsvinnu meira en hópvinnu. Stundataflan með yfir 20 lesgreinatíma, alla fyrir hádegi, en hand- menntir í tvo tíma á viku eftir hádegi niðri í kjallara eða í öðru húsi gerir greinarmun á gildi huglægs og verklegs náms. 136
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.