Réttur


Réttur - 01.07.1982, Page 38

Réttur - 01.07.1982, Page 38
Óskar Guðmundsson: E1 Salvador — Þjóð undir kerfísbundinni ógnarstjórn — Löndin fímm í Mið-Ameríku Nicaragua, Costa Rica, Honduras, Guatemala og EI Salvador hafa nokkrum sinnum reynt að mynda ríkjabandalag en öll eru þau tiltölulega lítil að víðfeðmi. I kjölfar sjálfstæðisbaráttu suður-amerískra þjóða gegn spænskum og portúgölskum nýlenduherrum í byrjun nítjándu aldar, þegar Napoleonsstyrjaldir stóðu í Evrópu, var þannig myndað hið skammvinna bandalag „Hinna sameinuðu héraða Mið-Ameríku“ 1823. Allar slíkar tilraunir mistókust, síðast ODECA, um efnahags- og utanríkismál, sem stofnað var 1951 en rann út í sandinn þegar Guatemala reyndi að framkvæma róttækar þjóðfélagsbreytingar, og Bandaríkjamenn svöruðu með að skipuleggja innrás í landið. E1 Salvador er lítið land að flatarmáli, eða sem samsvarar fimmta hluta íslands. Ibúar eru taldir vera tæpar fimm milljónir, þar af eru á milli fjögur og sjö hundruð þúsund manns á flótta innan lands og utan. Þetta er þéttbýlasta landið í Mið- Ameríku og í höfuðborginni San Salvador búa um ein milljón manns. Um tvö hundruð manns búa á ferkílómetra. Meirihluti þjóðarinnar er af blönduðum uppruna spánverja og indíána og aðal- tungumál er spænska. Landið er mjög frjósamt en afurðir eru ekki miðaðar við þarfir þjóðarinnar heldur heimsmarkað. Pví er aðallega ræktað kaffi sem er helsta útflutningsvaran (tekur til 2/3 alls útflutn- ings). En meðal annarrar ræktunarfram- leiðslu má nefna baðmull og sykur. Þetta frjósamasta land Mið-Ameríku verður að flytja inn allar helstu fæðutegundir. Stórjarðeigendur klófesta jarðeignirnar Um 1880 urðu mikil umskipti í landinu. Fram að þeim tíma var hluti landsins í sameign smábænda sem erjuðu jörðina sér til lífsviðurværis auk þess sem þeir unnu fyrir landeigendur að einhverju leyti. Á þessum tíma varð kaffi æ eftir- sóknarverðari vara í Evrópu og Banda- ríkjunum. Yoldugir jarðeigendur þrýstu á stjórnvöld um að taka upp jarðir smá- 166

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.