Réttur


Réttur - 01.07.1982, Page 41

Réttur - 01.07.1982, Page 41
Óhugnanleg morð. 1950 var bein fjárfesting Bandaríkja- manna í El Salvador 19.4 milljónir dollara en árið 1967 var sú tala orðin 45 milljónir. Iðnaður og verslun tóku „fjörkipp“ með- an erlendur fjárfestingarnar gerðu ríkið háðara Bandaríkjamönnum. Aðföng iðn- aðar voru ríkinu dýr auk þess sem inn- flutningur annarskonar jókst meðan út- flutningur jókst ekki að sama skapi. Reynt var að lappa uppá ótraust efnahagskerfið með efnahagsbandalagi Mið-Ameríku- ríkja sem gerði illt verra. Nágrannaríkið Honduras var í þessu bandalagi og kom enn verr út úr þessari samvinnu, en þar var markaðurinn yfirfullur af vörum frá E1 Salvador um leið og hráefni voru flutt frá Honduras inn í E1 Salvador til full- vinnslu. Fjandskapur efldist með ná- grannaríkjunum sem endaði í stríði „fót- boltastríðinu“ sem svo var nefnt (til að villa um fyrir fólki?) eftir fótboltaleik þjóðanna. í júlímánuði 1969 réðst her E1 Salvador inn í Honduras — fimm þúsund manns féllu í stríðinu. Afleiðingar stríðsins urðu m.a. þær að fjölmargir bændur og land- búnaðarverkamenn af E1 Salvadorískum uppruna, sem sest höfðu að í Hondúras flýðu „heim“ aftur og markaður fyrir iðnvarning í Hondúras lokaðist gjörsam- lega. Samtímis lokaði Hondúras leiðinni til Nicaragua, sem hafði verið markaðs- svæði E1 Salvador. Frá 1960 til 1977 jókst hlutur iðnaðar í þjóðarframleiðslu úr 15% í 20% og iðn- verkafólki fjölgaði verulega. í Mið-Amer- íku er nú iðnvæðing lengst komin í E1 Salvador. En landið er eftir sem áður enn í viðjum vanþróunar, hungurs og fátækt- ar. Meðalhitaeininganeysla í E1 Salvador er sú lægsta í Rómönsku Ameríku, 75% barna undir fímm ára aldri þjást af næring- arskorti, barnadauði er 45% af dauðsföll- um, heilbrigðisþjónusta er í lágmarki, einn læknir á hverja 3700 íbúa, ólæsi er mikið í landinu, húsnæðisskortur al- mennur og fjöldi íbúa býr í pappa- kassakofum, atvinnuleysi er mjög mik- ið og aðeins 16% eru taldir hafa at- vinnu allt árið. Og þessa harmatölu mætti mikið lengja. Árið 1971 skipulögðu ýmis fjöldasam- tök mótmælaaðgerðir vegna hörmulegs þjóðfélagsástands, sem fór stigversnandi. Herforingjastjórn Milinas hershöfðingja kæfði mótþróa með mikilli hörku og 169

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.