Réttur


Réttur - 01.07.1982, Qupperneq 41

Réttur - 01.07.1982, Qupperneq 41
Óhugnanleg morð. 1950 var bein fjárfesting Bandaríkja- manna í El Salvador 19.4 milljónir dollara en árið 1967 var sú tala orðin 45 milljónir. Iðnaður og verslun tóku „fjörkipp“ með- an erlendur fjárfestingarnar gerðu ríkið háðara Bandaríkjamönnum. Aðföng iðn- aðar voru ríkinu dýr auk þess sem inn- flutningur annarskonar jókst meðan út- flutningur jókst ekki að sama skapi. Reynt var að lappa uppá ótraust efnahagskerfið með efnahagsbandalagi Mið-Ameríku- ríkja sem gerði illt verra. Nágrannaríkið Honduras var í þessu bandalagi og kom enn verr út úr þessari samvinnu, en þar var markaðurinn yfirfullur af vörum frá E1 Salvador um leið og hráefni voru flutt frá Honduras inn í E1 Salvador til full- vinnslu. Fjandskapur efldist með ná- grannaríkjunum sem endaði í stríði „fót- boltastríðinu“ sem svo var nefnt (til að villa um fyrir fólki?) eftir fótboltaleik þjóðanna. í júlímánuði 1969 réðst her E1 Salvador inn í Honduras — fimm þúsund manns féllu í stríðinu. Afleiðingar stríðsins urðu m.a. þær að fjölmargir bændur og land- búnaðarverkamenn af E1 Salvadorískum uppruna, sem sest höfðu að í Hondúras flýðu „heim“ aftur og markaður fyrir iðnvarning í Hondúras lokaðist gjörsam- lega. Samtímis lokaði Hondúras leiðinni til Nicaragua, sem hafði verið markaðs- svæði E1 Salvador. Frá 1960 til 1977 jókst hlutur iðnaðar í þjóðarframleiðslu úr 15% í 20% og iðn- verkafólki fjölgaði verulega. í Mið-Amer- íku er nú iðnvæðing lengst komin í E1 Salvador. En landið er eftir sem áður enn í viðjum vanþróunar, hungurs og fátækt- ar. Meðalhitaeininganeysla í E1 Salvador er sú lægsta í Rómönsku Ameríku, 75% barna undir fímm ára aldri þjást af næring- arskorti, barnadauði er 45% af dauðsföll- um, heilbrigðisþjónusta er í lágmarki, einn læknir á hverja 3700 íbúa, ólæsi er mikið í landinu, húsnæðisskortur al- mennur og fjöldi íbúa býr í pappa- kassakofum, atvinnuleysi er mjög mik- ið og aðeins 16% eru taldir hafa at- vinnu allt árið. Og þessa harmatölu mætti mikið lengja. Árið 1971 skipulögðu ýmis fjöldasam- tök mótmælaaðgerðir vegna hörmulegs þjóðfélagsástands, sem fór stigversnandi. Herforingjastjórn Milinas hershöfðingja kæfði mótþróa með mikilli hörku og 169
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.