Réttur


Réttur - 01.07.1982, Page 56

Réttur - 01.07.1982, Page 56
ævintýralegum hætti amerísku leyniþjón- ustunnar, er veldur skelfingum og ógleym- anlegum sorgleikjum í þessum löndum. Allan Dulles og CIA undirbyggja með aðstoð eins yfirmanns pólsku leyniþjónustunnar mála- ferlin ægilegu í júní 1948 gerist það að Tito og flokkur hans er rekinn úr Kominform og þar með komið af stað pólitísku ofstæki í alþýðulöndunum. Sama ár gerist það að einn yfirmaður pólsku leyniþjónustunnar Jozef Swiatlo gengur í þjónustu Allan Dulles, höfuð- paurs leyniþjónustu Bandaríkjanna í Evrópu, meðan á stríðinu stóð og síðar yfirmaður CIA. Og þeir búa til og fram- kvæma að mestu einhverja ægilegustu áætlun, sem ljót saga leyniþjónustunnar þekkir. Verkið, er þessir menn stjórnuðu, var að rægja sjálfstæðustu kommúnistaleið- toga alþýðuríkjanna og fá þá dæmda, helst til dauða. Aðferðirnar voru í höfuð- atriðum þessar: Noel Field, sem verið hafði erindreki utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna í Sviss á stríðsárunum, hafði bjargað mörgum kommúnistum, sem barist höfðu fyrir lýðveldið á Spáni, úr fangabúðunum, sem þeir voru settir í af Frökkum, er alþjóðahersveitin var látin fara. Margir þessara manna voru nú forustumenn í alþýðulýðveldunum. Noel Field var stadd- ur í Ungverjalandi um þessar mundir og var tekinn fastur og ákærður fyrir að vera aðalnjósnari Bandaríkjanna og standa í sambandi við þessa gömlu vini sína, svo sem Rajk hinn ungverska o.fl. Var hann knúinn til að „láta í té“ ýmis ummæli, er skyldu sanna alþjóðlegt samsæri í þessum löndum, er svo var bendlað við „titoisma“. Leyniþjónusta þessara landa var sum- part með fölskum upplýsingum, er Allan Dulles sá um, blekkt inn á þá braut að hefja allsherjarofsóknir gegn ágætum kommúnistum — og þurfti stundum ekki mikið til slíkt sem pólitíska ofstækið gegn „titoismanum“ var fyrir. Skal eigi farið nánar út í þá sögu hér, svo alkunn eru málaferlin ægilegu í Ung- verjalandi, Búlgaríu, Tékkóslóvakíu og víðar, þar sem margir af bestu mönnum Kommúnistaflokkanna eru pyntaðir til að játa á sig illvirkin og dæmdir til dauða síðan2. Far má minna á Rajk í Ungverja- landi, Slansky, Geminder, Clementis og fleiri í Tékkósióvakíu, en í Búlgaríu tók Kostov slíka játningu aftur en var drep- inn engu að síður. Sannleikurinn um þátt þann, sem Allan Dulles og CIA átti í þessu komst ekki endanlega upp fyrr en enski ritstjórinn Stewart Steven („Daily Mail“, „Daily Express“) skrifaði og birti bók sína „Op- eration Splinter Factor“ 1974 eftir tveggja ára rannsókn á verki því sem CIA vann. „Tíminn“ sagði frá bók þessari 1. des. 1974 með eftirfarandi fyrirsögn: „Svika- sæði glæframannsins Allans Dullesar og hinn illi ávöxtur þess. — Ný bók, sem varpar nýju ljósi á grimmdarfyllstu at- burði „Kalda stríðsins“.“ Aðaltilgangur Allan Dulles var að veikja stjórn kommúnista í þessum löndum, er margir hinna bestu og sjálfstæðustu komm- únista væru drepnir, svo mjög að völd Kommúnistaflokkanna hryndu saman. Pessum tilgangi náði hann ekki, en ægileg illvirki tókst honum með fyrrnefndri hjálp 184

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.