Réttur


Réttur - 01.07.1982, Qupperneq 56

Réttur - 01.07.1982, Qupperneq 56
ævintýralegum hætti amerísku leyniþjón- ustunnar, er veldur skelfingum og ógleym- anlegum sorgleikjum í þessum löndum. Allan Dulles og CIA undirbyggja með aðstoð eins yfirmanns pólsku leyniþjónustunnar mála- ferlin ægilegu í júní 1948 gerist það að Tito og flokkur hans er rekinn úr Kominform og þar með komið af stað pólitísku ofstæki í alþýðulöndunum. Sama ár gerist það að einn yfirmaður pólsku leyniþjónustunnar Jozef Swiatlo gengur í þjónustu Allan Dulles, höfuð- paurs leyniþjónustu Bandaríkjanna í Evrópu, meðan á stríðinu stóð og síðar yfirmaður CIA. Og þeir búa til og fram- kvæma að mestu einhverja ægilegustu áætlun, sem ljót saga leyniþjónustunnar þekkir. Verkið, er þessir menn stjórnuðu, var að rægja sjálfstæðustu kommúnistaleið- toga alþýðuríkjanna og fá þá dæmda, helst til dauða. Aðferðirnar voru í höfuð- atriðum þessar: Noel Field, sem verið hafði erindreki utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna í Sviss á stríðsárunum, hafði bjargað mörgum kommúnistum, sem barist höfðu fyrir lýðveldið á Spáni, úr fangabúðunum, sem þeir voru settir í af Frökkum, er alþjóðahersveitin var látin fara. Margir þessara manna voru nú forustumenn í alþýðulýðveldunum. Noel Field var stadd- ur í Ungverjalandi um þessar mundir og var tekinn fastur og ákærður fyrir að vera aðalnjósnari Bandaríkjanna og standa í sambandi við þessa gömlu vini sína, svo sem Rajk hinn ungverska o.fl. Var hann knúinn til að „láta í té“ ýmis ummæli, er skyldu sanna alþjóðlegt samsæri í þessum löndum, er svo var bendlað við „titoisma“. Leyniþjónusta þessara landa var sum- part með fölskum upplýsingum, er Allan Dulles sá um, blekkt inn á þá braut að hefja allsherjarofsóknir gegn ágætum kommúnistum — og þurfti stundum ekki mikið til slíkt sem pólitíska ofstækið gegn „titoismanum“ var fyrir. Skal eigi farið nánar út í þá sögu hér, svo alkunn eru málaferlin ægilegu í Ung- verjalandi, Búlgaríu, Tékkóslóvakíu og víðar, þar sem margir af bestu mönnum Kommúnistaflokkanna eru pyntaðir til að játa á sig illvirkin og dæmdir til dauða síðan2. Far má minna á Rajk í Ungverja- landi, Slansky, Geminder, Clementis og fleiri í Tékkósióvakíu, en í Búlgaríu tók Kostov slíka játningu aftur en var drep- inn engu að síður. Sannleikurinn um þátt þann, sem Allan Dulles og CIA átti í þessu komst ekki endanlega upp fyrr en enski ritstjórinn Stewart Steven („Daily Mail“, „Daily Express“) skrifaði og birti bók sína „Op- eration Splinter Factor“ 1974 eftir tveggja ára rannsókn á verki því sem CIA vann. „Tíminn“ sagði frá bók þessari 1. des. 1974 með eftirfarandi fyrirsögn: „Svika- sæði glæframannsins Allans Dullesar og hinn illi ávöxtur þess. — Ný bók, sem varpar nýju ljósi á grimmdarfyllstu at- burði „Kalda stríðsins“.“ Aðaltilgangur Allan Dulles var að veikja stjórn kommúnista í þessum löndum, er margir hinna bestu og sjálfstæðustu komm- únista væru drepnir, svo mjög að völd Kommúnistaflokkanna hryndu saman. Pessum tilgangi náði hann ekki, en ægileg illvirki tókst honum með fyrrnefndri hjálp 184
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.