Réttur - 01.07.1984, Blaðsíða 19
BRYNJÓLFUR BJARNASON:
Brýnasta verkefnið:
Að bjarga lífi hnattarins
Ræða ttutt á fundi hernáms-
andstæðinga í Gautaborg 7. maí 1984
Verkefni okkar herstöðvaandstæðinga er nú orðið allt annað en forðum daga,
þegar við reyndum að koma í veg fyrir að Bandaríkjamenn fengju herstöðvar á
Islandi. Það er nú orðið miklu víðtækara og í nánari tengslum við baráttu friðar-
hreyfinga um heim allan. Röksemdir okkar gegn fyrstu herstöðinni 1946 voru
þær, að hún stofnaði lífi fólks á þéttbýlustu svæðum landsins í bráðan voða. Nú
stofnar hún ekki aðeins lífi þessa fólks í voða, heldur líka þjóðarinnar allrar, og
nú er hún ásamt öðrum hervirkjum á landi voru þáttur í stjórnkerfí til notkunar
í kjarnorkustríði, sem eyða mundi öllu mannkyni. Það er því engin smáræðis-
ábyrgð, sem við tökum á okkur með því að leyfa þessa herstöð og aðrar tiltektir
bandaríkjahers á íslandi.
Vita íslendingar þetta? Nei, ég held að
fæstir þeirra geri sér það ljóst. Ég trúi því
ekki að þjóð mín sé komin svo í bland við
tröllin, sé orðin svo ómennsk, að hún vilji
vitandi vits taka á sig slíka ábyrgð. Sé það
rétt, er enn von, og þá er líka fullljóst
hvert er meginverkefni íslenskra her-
stöðvaandstæðinga og friðarsinna.
Við vitum vel að nú er svo komið, að
jafnvel þótt íslensku herstöðvarnar yrðu
fluttar eitthvert annað, þá er íslandi ekki
borgið. Þjóð okkar ferst í kjarnorkustríði
eins og allar aðrar þjóðir. Samstaða okk-
ar með friðarhreyfingu heimsins er því
augljós. Barátta samherja okkar í öðrum
löndum fyrir lífi þjóða sinna er jafnframt
barátta fyrir lífi okkar, og barátta ís-
lensku þjóðarinnar fyrir lífi sínu er jafn-
framt barátta fyrir lífi allra annarra
þjóða.
í stuttu máli: Verkefnið er að forða líf-
inu á þessum hnetti okkar frá tortímingu,
hvar sem við eigum heima á honum.
Spurningin verður þá, hvernig er unnt
að leysa þetta verkefni af hendi? Og fyrir
okkur íslendinga: Hver er hlutur okkar í
131