Réttur


Réttur - 01.07.1984, Blaðsíða 19

Réttur - 01.07.1984, Blaðsíða 19
BRYNJÓLFUR BJARNASON: Brýnasta verkefnið: Að bjarga lífi hnattarins Ræða ttutt á fundi hernáms- andstæðinga í Gautaborg 7. maí 1984 Verkefni okkar herstöðvaandstæðinga er nú orðið allt annað en forðum daga, þegar við reyndum að koma í veg fyrir að Bandaríkjamenn fengju herstöðvar á Islandi. Það er nú orðið miklu víðtækara og í nánari tengslum við baráttu friðar- hreyfinga um heim allan. Röksemdir okkar gegn fyrstu herstöðinni 1946 voru þær, að hún stofnaði lífi fólks á þéttbýlustu svæðum landsins í bráðan voða. Nú stofnar hún ekki aðeins lífi þessa fólks í voða, heldur líka þjóðarinnar allrar, og nú er hún ásamt öðrum hervirkjum á landi voru þáttur í stjórnkerfí til notkunar í kjarnorkustríði, sem eyða mundi öllu mannkyni. Það er því engin smáræðis- ábyrgð, sem við tökum á okkur með því að leyfa þessa herstöð og aðrar tiltektir bandaríkjahers á íslandi. Vita íslendingar þetta? Nei, ég held að fæstir þeirra geri sér það ljóst. Ég trúi því ekki að þjóð mín sé komin svo í bland við tröllin, sé orðin svo ómennsk, að hún vilji vitandi vits taka á sig slíka ábyrgð. Sé það rétt, er enn von, og þá er líka fullljóst hvert er meginverkefni íslenskra her- stöðvaandstæðinga og friðarsinna. Við vitum vel að nú er svo komið, að jafnvel þótt íslensku herstöðvarnar yrðu fluttar eitthvert annað, þá er íslandi ekki borgið. Þjóð okkar ferst í kjarnorkustríði eins og allar aðrar þjóðir. Samstaða okk- ar með friðarhreyfingu heimsins er því augljós. Barátta samherja okkar í öðrum löndum fyrir lífi þjóða sinna er jafnframt barátta fyrir lífi okkar, og barátta ís- lensku þjóðarinnar fyrir lífi sínu er jafn- framt barátta fyrir lífi allra annarra þjóða. í stuttu máli: Verkefnið er að forða líf- inu á þessum hnetti okkar frá tortímingu, hvar sem við eigum heima á honum. Spurningin verður þá, hvernig er unnt að leysa þetta verkefni af hendi? Og fyrir okkur íslendinga: Hver er hlutur okkar í 131
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.