Réttur - 01.07.1984, Blaðsíða 30
Frá Miðnesheiði til
Mið-Ameríku
Ræða Hermanns Fórissonar
STRÍÐ ÉR FRIÐUR er slagorð
Stórabróður í skáldsögu George
Orwells, 1984. Hingaö til hafa engir,
að undanskildum Göbbels og hans
kumpánum, hætt sér svo langt í áróöri
og heilaþvotti. En nú er 1984 gengið í
garð og Sjálfstæðisflokkurinn sendir
frá sér auglýsingu þá, sem hér er yst á
þessari opnu.
, ■
Petta á ekki að vera gálgahúmor, þessi
auglýsing birtist ekki 1. apríl. í auglýsing-
unni er dengt yfir fólk álíka hugtakarugl-
ingi og felst í sjálfri nafngift flokksins:
Stríð er friður, sjálfstæði er ósjálfstæði.
Við skulum athuga nánar þessa „mestu
friðarhreyfingu okkar tíma“, NATO, og
forustuafl hennar, „stærsta lýðræðisríki
heims“, Bandaríkin. Hvað er það, sem á
að vernda okkur gegn grýlunni að aust-
an? Hvað erum við með þarna á Miðnes-
heiðinni? Ég ætla að lesa hér upp kvæði
eftir Carl Sandburg, Frá því ég var fimmt-
án ára:
Frá því ég var fimmtán ára
hafa opinberir aðilar sagt mér,
að hernaðarleg ógnun
komi alltaf úr austri.
Frá því ég var nítján ára
hafa þeir beitt þögninni.
En ekki er unnt að neita því,
sem hér er rakið,
með þögninni einni saman.
Jkst
Hermann Þórisson
46 réðst Frakkland á Indó-Kína.
46 háðu Holland og England stríð í Indónesíu.
46 háði England stríð í Palestínu.
46 háði England stríð í Grikklandi.
46 háði Frakkland stríð í Vietnam.
48 háði England stríð í Malasíu.
48 áttu Bandaríkin í stríði við Filippseyinga.
48 háði Holland stríð í Indónesíu.
50 háðu Bandaríkin og England stríð í Kóreu.
142