Réttur - 01.07.1984, Blaðsíða 46
í veði ef hugmyndir Walkers og Banda-
ríkjanna yrðu að veruleika.
Þegar Walker kom aftur til Bandaríkj-
anna var hann hylltur sem hetja. „Ævin-
týri“ hans í Nicaragúa er dæmi um hvern-
ig Bandaríkin reyndu enn á þessum tím-
um að beita hefðbundnum aðferðum við
að leggja undir sig hentug svæði. Vanda-
málið hvað skipaskurðinn varðaði var
enn óleyst.
Kúba fyrsta fórnarlambið
Við lok 19. aldar var útþenslu Banda-
ríkjanna vestur á bóginn mikið til aflokið.
Þegar árið 1870 unnu fleiri Bandaríkja-
menn við iðnað en við landbúnað. Um
þetta leyti fóru Bandaríkin fram úr Evrópu
í stál-, kola- og járnframleiðslu. Risastór
fyrirtæki og peningasamsteypur urðu til
og döfnuðu vel innan helstu iðnaðar-
greinanna. Þörf þeirra fyrir að flytja út
fjármagn og fyrir hráefni og nýja markaði
óx hömlulaust.
Bandaríkin eignuðust sitt fyrsta her-
skip 1890 og tóku þar með fyrstu skrefin
til að verða stórveldi á hafinu. Bandaríski
þingmaðurinn Beveridge lýsir vel áætlun-
um bandarískra auðkýfinga þegar hann
skrifaði árið 1898:
„Vér skulu smíða flota sem sam-
svarar mikilleik vorum. Stórar ný-
lendur, sem stjórna sér sjálfar en
undir vorum fána, og sem eiga versl-
unarviðskipti við oss, munu rísa við
verslunarleiðir vorar... Bandarísk
lög, bandarísk menning og banda-
ríski fáninn munu ná fótfestu á
ströndum, sem notið hafa náðar þess-
ara boðbera guðs, í bjartri og fagurri
framtíð.“
Fyrsta skrefið varð Kúba, sem var tek-
in af Spánverjum 1898. Samtímis lögðu
Bandaríkin undir sig Filippseyjar hinum
megin Kyrrahafsins. Kúba varð formlega
sjálfstæð árið 1901 en yfirráð Bandaríkj-
anna voru staðfest í stjórnarskrá Kúbu
með hinu svokallaða Platt Amendment,
sem leyfði Bandaríkjunum að grípa inn í
málefni Kúbu ef efnahagslegum og póli-
tískum hagsmunum þeirra væri ógnað. í
þessu tilefni settu Bandaríkin upp her-
stöð á eyjunni, Guantanamostöðina, og
hafa þau hana enn þann dag í dag í krafti
þessa óréttláta samnings.
Theodore Roosevelt, sem skömmu
seinna varð forseti Bandaríkjanna, var
ein af „hetjunum" í stríði Bandaríkjanna
gegn Spáni þegar Kúba var lögð undir
bandarískt auðmagn.
Útþensla og yfirgangur
Pó að útþenslan og yfirgangurinn væru
hjúpuð siðferðis- og menningarfrösum,
þá voru það hagsmunir bandarískra
fjármálamanna sem lágu að baki.
Pjóðum, sem reyndu að fara eigin leiðir
var æ ofan í æ svarað með byssukjöftum
til að tryggja áhrif Bandaríkjanna og að-
gang bandarískra fyrirtækja að hráefnum
og mörkuðum.
Þegar Dóminíkanska lýðveldið gat
ekki staðið í skilum við bandarískar lána-
stofnanir og banka árið 1904 lögðu
Bandaríkin einfaldlega undir sig tolla- og
skattamál landsins með vopnavaldi,
neyddu það til að taka upp bandaríska
dollarann sem innlendan gjaldmiðil til að
auðvelda bandarísku auðmagni að hag-
nýta sér sykurreyrsframleiðslu landins.
Pegar frjálslynd stjórn í Nicaragúa und-
ir forystu José Santos Zelayasar neitaði
að láta að vilja Bandaríkjanna og samdi
meðal annars við Evrópulönd um lán í
staðinn fyrir að semja við Bandaríkin,
studdi bandaríska utanríkisráðuneytið
158