Réttur


Réttur - 01.10.1987, Síða 1

Réttur - 01.10.1987, Síða 1
œttur 70. árangur 1987 — 4. hefti Allt í einu er svo komiö aö afvopnunarmál, hvað kjarnorkueldflaugar snertir, ber nú hvaö hæst í viðræðum stórveldanna. Hvaö veldur? Hermangarar Bandaríkjanna hafa loks séö og viðurkennt að atómeldflaug- ar á þurru landi voru óheppileg vopn, lágu alltof vel viö skotum. Og nú er reynt aö semja um útrýmingu meðaldrægra eldflauga og máske fleiri landbundinna kjarnorkuvopna. En um leið ákveöa hermangarar Bandaríkjanna aö stórauka smíöi kjarn- orku-kafbáta. Það er erfiðara aö hitta slíka, en hægt að nota þá til aö vinna stórtjón á landi. Fyrir oss íslendinga er rétt aö athuga vel hvaða hætta er í þessu fólgin fyrir okkur. — Eitrun sjávarlífsins, ef kjarnorkukafbátar rekast á eða eru skotnir í kaf eða stranda, er ægileg hætta fyrir okkur og aðra, sem lifa á lifandi auðæfum sjávar. Og fyrir stríösgróöamenn Bandaríkjanna er hér um freistandi gróöaglæp aö ræöa. Þaö er eftirtektarvert aö þeir hafa hingaö til aöeins staðsett Awacs-flugvélarnar, sem stjórna eldflaugum úr kafbátum, á íslandi og Tyrklandi. Það liggur nærri aö gruna hvaö á bak viö býr: Er Kaninn ákvað að koma Víetnam-stríðinu af stað lét hann einn kafbátinn skjóta bandarískt skip í kaf og kenndi auðvitað Víetnömum um og hóf stríðið langa og svívirði- lega. — Viö íslendingar getum af þessu lært hvernig þeir myndu byrja þaö stríö hér, sem gróðamenn þeirra dreymir sífellt um aö hefja. Það er ekki seinna vænna að reka þennan óþjóðalýð með öllum hans morðvélum af landi voru. Það dugar ekki að láta íslenska hermangara- þjóna blinda þjóð vora með blekkingunni um „varnirnar“. Með kjarnorkuvopnunum var hægt að drepa hvern jarðarbúa sex sinnum. Gróöafíkn vopnaklíkunnar, sem enn ræöur Bandaríkjunum var svo gífur- leg aö framleitt var margfalt meir en þurfti, enda borgaði ríkiö oft tíu sinnum meir en kostaöi aö framleiða.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.