Réttur - 01.10.1987, Qupperneq 22
hvolfdi eitt sinn öllum farminum úr sér.
Þá náðu margir í kol. Eitt sinn slæddum
við kolastykki sem vóg 120 pund. Við
höfðum ekkert spil í bátnum og það var
erfitt að innbyrða það.
— Og þú varst alltaf í Dagsbrún? —
Já, konan vildi helst að ég væri í
Dagsbrún. Vinnan var þannig að erfitt
var að taka þátt í félagsstörfunum, en eft-
ir stríðið fór ég að fylgjast meira með, fá
meiri tíma.
Sigurður var spurður hvort hann myndi
Ólafs Friðrikssonar slaginn.
— Hvort ég man. Það hefur aldrei verið
annað eins tilstand í bænum. Stjórnvöldin
voru búin að fylla hús með sjúkrabörum
fyrir þá sem ætlað var að særast kynnu í
aðförinni að Ólafi. Það var búist við að
drepa menn. En það gerði vatnsbáts-
skömmin að ég gat ekki verið í aðalslagn-
um, því svo var sá sem með mér var á
bátnum enginn félagsmaður. En ég var
þó tvisvar á vaktinni hjá Ólafi.
Lengra var samtalið ekki í stofu Sig-
urðar Guðmundssonar, í stofunni hans á
Njarðargötu 61 þar sem allt bar vitni um
smekkvísi og dugnað húsmóðurinnar.
Hannes Stephensen og Jón Bjarnason
kvöddu hjónin í húsinu með þökkum fyr-
ir góðar viðtökur, Sigurður var einn með-
al þeirra stofnenda Dagsbrúnar sem
sæmdir voru heiðursmerki Dagsbrúnar.
Hannes M. Stephensen og Jón Bjarna-
son gengu á fund Kjartans Ólafssonar
múrara og hann segir þeim frá stofnun
Dagsbrúnar og kemur víða við í sögu fé-
lagsins á þess fyrstu árum. Kjartan Ólafs-
son var fæddur 12. febrúar 1880 að Dísar-
stöðum í Flóa, hann segir frá af miklu
fjöri og áhuga:
— Þegar ég var rúmlega tvítugur vann
ég við ræsið í götunni skammt frá húsinu
hans. Þá sat hann alltaf um okkur, bless-
aður, hann Þorsteinn Erlingsson, og
ræddi við okkur í kaffitímanum.
Við höfðum í okkar hópi mann sem var
víða heima, Einar Guðmundsson í Skál-
holti, bróður Guðmundar í Nesi. Það var
gaman að hlusta á þá Þorstein og Einar.
Þrátt fyrir meiningarfestu Þorsteins var
málflutningur hans lipur, engar þrætur.
Það var alltaf skemmtilegt hjá honum.
Hann hafði stúderað verkamannamálefni
erlendis, horft þar á kröfugöngur og alls-
konar fyrirgang. Þegar hann var að tala
við okkur um nauðsyn samtaka var hann
búinn að vera á Seyðisfirði og stofna þar
félag. — Nei hann skipti sér Iítið af póli-
tík. En það duldist engum hverjum hann
fylgdi að málum. Maður finnur andann í
kvæðum hans.
Kjartan Ólafsson var fyrsti ritari Dags-
brúnar og í stjórn félagsins í 8 ár. Maður
undrast þrótt hans, fjör og áhuga, hann er
hár og beinvaxinn og kempulegur á velli.
Hann stendur á miðju gólfi þeg'ar hann
byrjar að spjalla við okkur, — segir Jón.
Það leynir sér ekki að það er gamall hug-
sjónamaður sem er að tala.
— Við fáum að vita að hann hefur róið
í Grindavík þegar hann var 16 ára. Fékk
þá 900 í hlut og herti aflann sjálfur. Fór
síðan í vinnumennsku að Syðri-Brú í
Grímsneshreppi, var þar vinnumaður og
lausamaður í 3 ár. Kom til Reykjavíkur
árið 1903. Réðist þá til vinnu við Fagra-
dalsbrautina. — Um vinnuna hér í bæn-
um segir hann:
— Á veturna var aðalvinnan hér við ís
á Tjörninni og inni í íshúsunum við að
hlaða upp ísnum. Þá voru tvö íshús,
Norðdals og Geirs, það var í Grjótaþorp-
inu. Það var vikuvinna fyrir þá sem kom-
ust í ísinn. Ég var alltaf í ísnum. Var í
miklu áliti hjá Davíð í Stuðlakoti, verk-
stjóra Nordals. Kjartan segist hafa verið í
198