Réttur - 01.10.1987, Síða 44
málið er ekki til, en þeir þarna — Gléb
gaf til kynna við hverja hann ætti með
flóknum handahreyfingum — þeir dansa
og berja bumbur... Ha? En ef vilji er fyrir
hendi... Gléb endurtók með áherslu: ef
vil-ji er fyrir hendi, þá er hægt að láta sem
þeir séu ekki til. Annars gæti... Nú jæja!
Enn ein spurning: hvernig líst þér á að
tunglið sé líka handaverk mannsandans?
Nú hafa vísindamenn komið fram með þá
kenningu að tunglið sé á gerfibraut og að
skynsemi gæddar verur kunni að fyrir-
finnast innan í því.
Kandídatinn starði rannsakandi á
Gléb.
— Hvar eru útreikningar ykkar á eðli-
legum brautum himintunglanna? Og
hvernig er yfirleitt hægt að nýta geimvís-
indin einsog þau leggja sig?
Karlarnir hlustuðu á Gléb af athygli.
— Gerum ráð fyrir að mannkynið fari
æ oftar í heimsóknir til þessa nágranna
okkar í geimnum, ef svo mætti að orði
komast, og þá verðum við líka að gera
ráð fyrir því að einn góðan veðurdag
standist hinar skynsemi gæddu vecur ekki
mátið og skríði út til fundar við okkur.
Erum við í stakk búnir til að skilja hverjir
aðra?
— Hvern ertu að spyrja?
— Ykkur, hugsuðina.
— En þú, ert þú nógu vel í stakk
búinn?
— Við erum ekki hugsuöir, við erum í
öðrum launaflokki en þið. En ef þið hafið
áhuga get ég útskýrt fyrir ykkur hugsana-
gang okkar hér í dreifbýlinu. Gerum nú
ráð fyrir að skynsemi gædd vera hafi
skriðið upp á yfirborð tunglsins... Hvað
mundir þú ráðleggja mér að gera? Gelta
einsog hundur? Gala einsog hani?
Karlarnir hlógu, óku sér í sætunum og
héldu síðan áfram að góna á Gléb.
— Við þurtum semsé að skilja hvor
annan. Er það ekki? Og hvernig förum
við að því? Gléb gerði hlé á máli sínu og
spurningin hékk í þögninni. — Ég mundi
teikna í sandinn kort af sólkerfinu okkar
og sýna honum sísona, að ég sé frá jörð-
inni. Að þótt ég sé með hjálm hafi ég líka
höfuð og sé skynsemi gædd vera. Pessu til
staðfestingar má sýna honum á kortinu
hvaðan hann sé, benda á tunglið og því-
næst á hann sjálfan. Er þetta ekki
rökrétt? Þannig komumst við að raun um
að við erum nágrannar. En það er líka
allt og sumt! Síðan þarf ég að geta útskýrt
fyrir honum eftir hvaða lögmálum ég hef
þróast, hvernig ég var áður en ég komst á
núverandi þróunarstig...
— Nú já, nú já... Kandídatinn leit
þýðingarmiklu augnaráði á konu sína.
Það hefði hann ekki átt að gera, því
eftir þessu augnaráði var tekið. Gléb
hækkaði flugið... í hvert sinn sem Gléb
ræddi málin við frægðarmenn þorpsins
kom fyrr eða síðar áð þessu, að hann
hækkaði flugið. Líklega beið hann alltaf
eftir slíku augnabliki og fagnaði því.
— Ertu að koma konunni þinni til að
hlæja? spurði Gléb. Hann var rólegur á
yfirborðinu, en reiðin sauð í honum, und-
ir niðri. Gott og vel... En hvernig væri að
læra fyrst að Iesa blöðin, þó ekki væri
annað? Ha? Hvað finnst þér? Það er sagt
að jafnvel kandídatar geti haft gott af
því...
— Nei, heyriði nú!!
— Já, við höfum heyrt nóg! Okkur
hefur veist sú ánægja, satt að segja. Og
því vil ég leyfa mér að benda þér á, félagi
kandídat, að fræðimennska er ekki jakka-
föt, sem maður kaupir sér og klæðist í eitt
skipti fyrir öll. Jafnvel jakkaföt þarf að
hrcinsa af og til. Og úrþví fræðimennska
er ekki jakkaföt — um það getum við
220