Fréttablaðið - 04.03.2009, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
STÆRÐFRÆÐILEIKAR fyrir 4. til 7. bekk og 8. til 10. bekk standa nú yfir á netinu. Fimm vikur í röð birtast á vefnum leikar.net tvö ný verkefni sem nemendur hafa viku til að leysa og skila.
Sæmundur Þór Sigurðsson, farar-stjóri hjá ÍT ferðum, vann mikið þrekvirki á dögunum en þá gekk hann einn á Aconcagua í Argent-ínu sem er hæsta fjall í heimi utan Himalaya.
Sæmundur hóf ferðalagið í desember á síðasta ári og kleif tvö fjöll í Perú og eitt í Bólivíu til að koma sér í gírinn. „Ég ætlaði svo í skipulagða ferð á vegum ÍT ferða upp á Aconcagua en sökum kreppunnar var aurinn minn nán-ast uppurinn. Ég þorði því ekki annað en að aflýsa ferðin iákvað
Íslendingur og vanur alls kyns veðrum og vindum.“Ferðalagið gekk að mestu vel. „Þetta er ekki svo erfið ganga en hæðin og veðrið geta gert fólki erfitt fyrir.“ Síðasti spölurinn tók mikið á og var Sæmundur að því kominn að snúa við á síðustu metrunum. „Ég var kominn með hámarkspúls og átti erfitt með andardrátt. Veðrið var vont og ég fór rétt skólengdina í hverju skrefi. Klukkan var orðin margtog ég var búi
honum á toppnum. Hann var um eina klukkustund að ganga síð-ustu 20 til 30 metra hækkunina en komst að lokum á toppinn. „Þó að skyggnið hafi ekki verið nema um 50 metrar var tilfinningin engri lík.“
Sæmundur segir fjallamennsk-una dellu og stefnir hann ótrauð-ur á aðra ferð á næsta ári. „Það er mikill áhugi fyrir Aconcagua áÍslandi og ætlum við hjá Í
Gekk einn á Aconcagua
Kreppan varð til þess að Sæmundur Þór Sigurðsson aflýsti skipulagðri ferð á Aconcagua í Argentínu og
lagði á fjallið einn síns liðs. Ferðin gekk þó vonum framar þrátt fyrir tvísýnan lokasprett.
Sæmundur í um 6.000 metra hæð daginn áður en hann komst á toppinn sem er í 6.962 metra hæð.
MYND/ÚR EINKASAFNI
s
g Mjódd
UPPLÝSINGAR O
HITI Í BÚSTAÐINN
36,95%
72,75%
Fr
ét
ta
bl
að
ið
M
or
gu
nb
la
ði
ð
Allt sem þú þarft...
Fréttablaðið er með 97%
meiri lestur en Morgunblaðið.
Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið
18-49 ára. Könnun Capacent í nóvember 2008 - janúar 2009.
MIÐVIKUDAGUR
4. mars 2009 — 55. tölublað — 9. árgangur
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
Veffang: visir.is – Sími: 512 5000
H E L S T Í Ú T L Ö N D U M
Miðvikudagur 4. mars 2009 – 9. tölublað – 5. árgangur
Ríkisbanki tapar | Breski bank-inn Northern Rock, sem breska ríkið þjóðnýtti fyrir ári, tapaði 1,4 milljörðum punda í fyrra. Þetta jafngildir 226 milljörðum ís-lenskra króna. Tapið er að mestu tilkomið vegna afskrifta á fast-eignalánum.
Enn óvissa | Talsvert gengisfall var á alþjóðlegum hlutabréfa-mörkuðum í vikunni en fjárfest-ar eru almennt uggandi um að aðstæður á fjármagnsmörkuðum eigi eftir að versna frekar.
Allt niður | Kreppa er nú sam-kvæmt þumalputtareglum á Norð-urlöndunum en hagvöxtur hefur dregist þar saman tvo ársfjórð-unga í röð nema í Noregi. Að Ís-landi undanskildu er ástandið verst í Svíþjóð.
Þurfa hjál |
„Fyrstu samningar eru frágengn-ir og íhlutir á leið til landsins,“ segir Jóhann R. Benediktsson, framkvæmdastjóri sprotafyrir-tækisins HBT á Suðurnesjum. Fyrirtækið vinnur að þróun orku-sparandi lausna fyrir rafkerfi stórnotenda, svo sem frystihús og fjölveiðiskip. Jóhann, sem áður var sýslumað-ur á Keflavíkurflugvelli, gekk í haust til liðs við bróður sinn, sem stofnað hafði HBT skömmu áður. Lítið hafði farið fyrir Jóhanni frá því hann sagði sýslumannsstarf-inu lausu þar til hann kynnti HBT á þéttsetnum ársfundi Nýsköpun-armiðstöðvar Íslands í gær. Að sögn Jóhanns hafði frum-kvöðull unnið að þróun tækninn-ar í áraraðir norður í landi þar til HBT gerði samning við hann um framleiðslu á tæknilausninni, sem þegar er komin í notkun. „Ég sé gífurleg sóknarfæri hér sem er-lendis,“ segir Jóhann. - jab
Fyrstu samn-ingar í höfn
Jón Aðalsteinn Bergsveinssonskrifar
„Ég tel eðlilegt að halda í gjaldeyrishöft enn um
sinn,“ segir dr. Daniel Levin, lögfræðingur sem bú-
settur er í Bandaríkjunum og efnahagsráðgjafi rík-
isstjórna víða um heim. Hann segir Seðlabankann
hafa átt þann kost einan að setja höft á gjaldeyris-
viðskipti í enda nóvember eftir snarpt gengishrun
og sé en raunveruleg hætta á að krónan hrynji á ný
verði höftunum aflétt. Hann telur mjög líklegt að
gjaldeyrishöft verði tekin upp í fleiri löndum á allra
næstu vikum í löndunum við Eystrasalt og Austur-
Evrópu enda setji Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sig
ekki upp á móti þeim eins og sakir standa í alþjóð-
legu efnahagslífi. Levin hefur komið víða við þar sem efnahagskrepp-
ur hafa dunið yfir síðastliðinn aldarfjórðung og unnið
með ríkissstjórnum landa við að vinna sig út ú
anum. Levin var ráð j
í því að koma hingað aftur. Fyrst verði pólitískur
stöðugleiki að vera fyrir hendi og hjól efnahagslífs-
ins að vera komin í gang. Nokkuð er í að sá stöðug-
leiki náist, að hans mati.Levin bendir á að ríkisstjórnir fyrrum austan-
tjaldslanda innan Evrópusambandsins (ESB) sem
ekki hafi innleitt evruna, svo sem við Eystralt, Búlg-
aría, Tékkland, Pólland, Rúmenía og Ungverjaland,
séu þegar byrjuð að ræða alvarlega um innleiðingu
gjaldeyrishafta í kjölfar gengishruns og endurskoð-
unar matsfyrirtækja á lánshæfi þeirra. Reikna megi
með að höftum verði komið á á næstu vikum.
„Þessi lönd munu ekki hafa neitt val bráðlega enda
verða þau að stöðva gengishrunið með einhverju
móti,“ segir Levin. Aðspurður telur Levin óvíst hvort gjaldeyrishöft
komi í veg fyrir aðildarviðræður landa að ESB. Sam-
bandið hafi fram til þessa verið mjögöngu nýrr þjó
Gjaldeyrishöft senn tekin upp í EvrópuGjaldeyrishöft verða brátt útbreidd í Austur-Evrópu, að mati bandarísks efnahagsráðgjafa. Höft séu biðleikur fyrir nýja mynt.
Göngumhreint til verks!
Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær að ráða evrópska ráðgjafar-fyrirtækið Hawkpoint til að vinnaað samningagerð milliý
Hawkpoint ráðið til starfa
Orðskýringin
Hvað er S&P 500-vísitalan?
Jónas Fr. JónssonÓsanngjarnri gagnrýni svarað
4-5
6
Bjarni Már GylfasonAukin framleiðni er forsendan6
SÆMUNDUR ÞÓR SIGURÐSSON
Einn á hæsta fjall í
heimi utan Himalaya
• ferðir • fermingar • börn
Í MIÐJU BLAÐSINS
NÝ UMFJÖLLUN Í VANITY FAIR
Ísland ekki lengur
land heldur sjóður
Frægur viðskiptablaðamaður fjallar um landið
MARKAÐURINN FYLGIR Í DAG
ÓDÝRT FYRIR ALLA!
Nýr tilboðsbæklingur í dag
Á rauða
dreglinum
Anita Briem tók sig
vel út á frumsýn-
ingu kvikmyndar-
innar Watchmen í
Hollywood.
FÓLK 18
Spila á Hróarskeldu
Sigríður Thorlacius og félagar
í Hjaltalín eru bókuð á hina
vinsælu Hróarskelduhátíð.
FÓLK 26
Hef litla þörf
á fríi frá Grund
Guðrún Birna Gísla-
dóttir, forstjóri Grund-
ar, hlaut þakkarvið-
urkenningu FKA.
TÍMAMÓT 14
FÓLK Jón Ólafsson tónlistarmað-
ur hefur nú tekið sér fyrir hend-
ur að rita ævisögu Vilhjálms
Vilhjálmsson-
ar heitins, eins
ástsælasta
söngvara þjóð-
arinnar.
Er þetta frum-
raun Jóns á
þessu sviði en
útgefandinn
er afþreying-
arfyrirtæk-
ið Sena. „Við erum að skoða alla
möguleika,“ segir Ísleifur Þór-
hallsson hjá Senu en fyrirtækið
er með nokkur verkefni í pípun-
um og stefnir á að gefa út tvo til
þrjá bókatitla fyrir næstu jól.
Mun efni þeirra skarast við það
sem Sena hefur einkum fengist
við undanfarin ár sem er útgáfa
og sala á tónlist.
Kristján B. Jónasson mun rit-
stýra bók Jóns og er hann jafn-
framt ráðgjafi Senu í bókaút-
gáfumálum. - jbg / sjá síðu 26
Jón Ólafsson fæst við ritstörf:
Villi Vill á bók
VIÐSKIPTI „Stjórnmálamenn fóru að leita að söku-
dólgum til að beina athygli og óánægju frá sjálfum
sér og skora jafnframt pólitísk stig. Umræðan varð
mjög neikvæð sem svo aftur hafði lamandi áhrif út
í stjórnsýsluna og nýju bankana,“ segir Jónas Fr.
Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins,
um breytingar sem áttu sér stað í nóvember í fyrra.
Þá var lokið fyrsta áfanga björgunarstarfs eftir
hrun bankanna.
Jónas, sem lét af störfum núna um mánaðamótin,
segir að í nóvember hafi þegar legið fyrir að taka
þyrfti stefnumarkandi ákvarðanir í ýmsum málum,
svo sem hluthafa- og eignarhaldsstefnu ríkisins.
„Þessi mál hafa í raun verið í biðstöðu í þrjá mán-
uði, en margt af því sem fram kom í stefnupapp-
írnum hjá samræmingarhópnum [um endurreisn
fjármálakerfisins] var á borðinu strax í nóvember.“
Hættan sé að kreppan verði lengri eftir því sem
dregst að taka ákvarðanir í þessum efnum.
- óká / sjá Markaðinn
Stjórnmálamenn leituðu sökudólga til að beina athyglinni frá sjálfum sér:
Dýrkeyptur þriggja mánaða dráttur
STÍFUR AF NORÐRI Í dag verða
norðan 8-15 m/s en hvassar austan
Vatnajökuls. Él norðan til og austan
en bjart veður syðra. Hiti ekki fjarri
frostmarki með ströndum.
VEÐUR 4
1
-1
-1
-2
0
FÓLK „Námskeiðið gengur í megin-
dráttum út á að fræða börn um
það sem við getum séð á himnin-
um eins og stjörnumerkin, tungl-
ið og reikistjörnurnar,“ segir
Helgi Bragason
hjá Stjörnu-
skoðunarfé-
lagi Seltjarnar-
ness. Helgina
7. og 8. mars
stendur félagið
fyrir krakka-
námskeiðum í
stjörnufræði og
stjörnuskoðun í
Valhúsaskóla.
Í ár eru 400 ár liðin frá því að
Galíleó beindi sjónauka til himins
og er þess atburðar minnst um
allan heim. „Krakkanámskeiðið
er hluti af svokölluðu UNAWE-
verkefni sem er eitt mikilvæg-
asta verkefni stjörnufræðiársins.
Verkefnið gengur út á að færa
börnum undur alheimsins á ein-
faldan hátt,“ segir Helgi.
- hs / sjá Allt
Stjörnufræðiári fagnað:
Krakkar skoða
stjörnurnar
HELGI BRAGASON
VIÐSKIPTI „Ég tel eðlilegt að halda
í gjaldeyrishöft enn um sinn,“
segir dr. Daniel Levin, lögfræð-
ingur og efnahagsráðgjafi ríkis-
stjórna víða um heim sem glímt
hafa við efnahagskreppur.
Hann segir Seðlabankann hafa
átt fáa aðra kosti gagnvart geng-
ishruni krónunnar í nóvember í
fyrra en að takmarka gjaldeyris-
viðskipti.
Levin segir ríkisstjórnir í
Austur-Evrópu og í löndunum
við Eystrasalt ræða það alvar-
lega að grípa til sömu ráða gagn-
vart gengishruni þar og því
megi búast við tíðari fregnum
af gjaldeyrishöftum í Evrópu
innan fárra vikna.
- jab / sjá Markaðinn
Reynt að stöðva gengishrun:
Fleiri þjóðir
grípa til hafta
JÓN ÓLAFSSON
SKATTAMÁL Skuld starfsfólks Kaup-
þings, sem fékk alls fimmtíu millj-
arða að láni til hlutabréfakaupa í
bankanum, hefur enn ekki verið
formlega felld niður. Hún er því úti-
standandi í nýja bankanum, þrátt
fyrir að stjórn gamla bankans hafi
fellt niður persónulegar ábyrgðir
fólksins stuttu fyrir bankahrun,
þar á meðal skuldir stjórnarfor-
manns og forstjóra.
Niðurfelling skuldanna þýðir
afskriftir fyrir nýja Kaupþing. „En
eins og allar eignir sem eru færð-
ar milli bankanna, þarf að verð-
meta þær, og sú vinna stendur enn
yfir,“ segir Finnur Sveinbjörnsson
bankastjóri.
Fræðilega geti skuldirnar verið
metnar á núlli. „Veðin [í hlutabréf-
um] eru auðvitað farin og persónu-
legar tryggingar starfsfólks voru
felldar niður samkvæmt ákvörð-
un stjórnar gamla bankans,“ segir
hann, þessu til rökstuðnings.
Verðmat eignarinnar hafi þó
ekki áhrif á stöðu skuldaranna,
því gamla skuldin standi óbreytt í
fimmtíu milljörðum, eftir sem áður.
Eins og með svo margar útistand-
andi skuldir bankanna sé óákveðið
með hvaða hætti eigi að innheimta
hana.
Spurður hvort niðurfelling per-
sónulegra ábyrgða sé ekki það sama
og að fella niður skuldina sjálfa,
segir Finnur að svo sé í reynd „en
það er ekki búið að gera það. Þetta
er enn þá skuld.“
Skúli Eggert Þórðarson ríkis-
skattstjóri segir að almennt séð
eigi að greiða tekjuskatt af niður-
fellingu skulda. Hann tjáir sig ekki
um mál Kaupþings.
„En ef þú skuldar banka hundr-
að milljónir og bankinn segir við
þig af einhverjum ástæðum að
hann ætli bara að innheimta fjöru-
tíu milljónir og gefur þér eftir sex-
tíu, þá telst það til tekna, nema þú
sért gjaldþrota, í nauðasamningum
eða í greiðsluaðlögun,“ segir Skúli.
Þetta gildi jafnt um fyrirtæki sem
einstaklinga. - kóþ
Þarf að greiða skatt af
niðurfelldum skuldum
Starfsmenn Kaupþings skulda bankanum enn fimmtíu milljarða, þrátt fyrir að
persónulegar ábyrgðir þeirra hafi verið felldar niður. Starfsmenn þurfa líklega
að greiða tekjuskatt verði skuldirnar afskrifaðar. Gildir líka um fyrirtæki.
ÁRANGURSLAUS LEIT Loðnuleit Hafrannsóknastofnunar hefur engan árangur borið og hefur leit verið hætt í bili. Þeir Jóhann Bald-
vinsson (til hægri) og Brynjólfur Bjarnason létu það ekki á sig fá heldur gerðu rannsóknarskipið Árna Friðriksson klárt í botnfisks-
rannsóknir, en skipið hélt úr Reykjavíkurhöfn í gærkvöldi. Sjá síðu 6. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Áfram jöfn í öðru sæti
Stórsókn Chelsea
og Liverpool bar
árangur á end-
anum og þau
unnu bæði í
gær.
ÍÞRÓTTIR 22
VEÐRIÐ Í DAG