Fréttablaðið - 04.03.2009, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 04.03.2009, Blaðsíða 31
H A U S MARKAÐURINN 5MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 2009 F R É T T V I Ð T A L Formaður Sjálfstæðisflokksins, Geir H. Haarde forsætisráðherra, og formað- ur Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, verðandi utanríkisráðherra, kynntu stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórn- ar í ráðherrabústaðnum á Þingvöllum skömmu fyrir hádegi 23. maí 2007. Úr þeirri yfirlýsingu var ekki annað hægt að lesa en ný ríkisstjórn ætlaði sem sú fyrri að standa að baki fjármála- og útrásarfyr- irtækjum og styddi þróun undangenginna ára. Í tíð fyrri ríkisstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks voru línur lagðar um að hér skyldi stefnt að frekari uppbyggingu alþjóðlegrar fjármálastarfsemi. Eftirfarandi kemur fram í kafla stefnu- yfirlýsingar Þingvallastjórnarinnar um atvinnulífið: „Í umbreytingu íslensks atvinnulífs á und- anförnum árum felst meðal annars aukið vægi ýmiss konar alþjóðlegrar þjónustu- starfsemi, þar á meðal fjármálaþjónustu. Ríkisstjórnin stefnir að því að tryggja að slík starfsemi geti áfram vaxið hér á landi og sótt inn á ný svið í samkeppni við önnur markaðssvæði og að útrásarfyrirtæki sjái sér áfram hag í að hafa höfuðstöðvar á Íslandi. Áhersla verður lögð á að efla Fjármálaeftirlitið til þess að íslenski fjár- málamarkaðurinn njóti fyllsta trausts.“ UNDIRRITUN Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir undir- rita stjórnarsáttmála í maílok 2007. MARKAÐURINN/GVA S T E F N U Y F I R L Ý S I N G Þ I N G V A L L A S T J Ó R N A R bæri og með séríslenskum blóra- bögglum. „Það er nóg að horfa til Bretlands til að sjá að þar eru veru- leg vandræði í fjármálageiranum og stjórnvöld hafa gripið inn í með beinum hætti. Þetta vill oft gleym- ast enda eru margir sem vilja slá sig til riddara með því að koma fram í umræðuna með sem stærst- um yfirlýsingum.“ STJÓRNVÖLD STUDDU ÚTRÁSINA Sömuleiðis segir Jónas horft fram hjá því hversu alþjóðlegir bank- arnir voru og hér sé um alvar- legustu og dýpstu krísu að ræða frá 1930. „Í Bandaríkjunum hafa síðan í ársbyrjun 2008, hátt í 50 bankar fallið og þar á meðal eru heimsþekkt nöfn,“ segir hann. Þá eigi breska ríkið nú hlut í stærstu bönkum þar og víða í Evrópu hafi ríki gripið til aðgerða til stuðnings fjármálafyrirtækjum. „Þá hafa tvö ESB-ríki, Lettland og Ung- verjaland leitað til Alþjóðagjald- eyrissjóðsins,“ segir hann og bend- ir á að talað sé um fyrstu dagana í október síðastliðnum sem dagana þar sem fjármálakerfi heimsins nánast hrundi. „Munurinn á Ís- landi og öðrum ríkjum er einfald- lega sá að við erum með gjaldmiðil sem ekki er alþjóðlega viðurkennd mynt og hvorki ríki né Seðlabanki höfðu styrk til að styðja við bakið á bönkunum í þessum einstæðu erf- iðleikum í heiminum.“ Þegar leitað er svara við spurn- ingunni um af hverju fjármála- kerfið hér hafi fengið að vaxa svo segir Jónas að hafa verði í huga að það sé kerfisleg spurning sem sé ekki málefni FME. „Hér var hlut- fallslega mesti vöxturinn á árunum 2004 og 2005, sérstaklega með upp- kaupum erlendis,“ segir hann og bendir á að ekkert banni fyrirtækj- um að vaxa, meðan þau haldi sig innan ramma laganna. „Þá var pól- itísk stefna hér að styðja við bakið á vexti og viðgangi fjármálageir- ans. Þegar kerfið var rúmlega sjö- föld landsframleiðsla haustið 2006 var sett fram stefna um Ísland sem alþjóðlega fjármálamiðstöð og í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- ar Sjálfstæðisflokks og Samfylk- ingar vorið 2007 er áréttað að hér stefni menn að því að tryggja að fjármálastarfsemi hér geti áfram vaxið.“ Um leið bendir Jónas á að eftir að lausafjárkrísan var skoll- in á haustið 2007, hafi fjármálafyr- irtækin ekki vaxið með uppkaup- um á fyrirtækjum erlendis, meðal annars hafi verið hætt við kaup- in á hollenska bankanum NIBC sem hefði annars stækkað kerfið um fjórðung. Fyrri helming árs- ins 2008 hafi efnahagsreikningur bankanna dregist saman um sjö prósent í evrum talið. Í stjórnkerfinu sátu menn ekki auðum höndum „Samstarfshópur FME, Seðlabankans og ráðuneyt- anna hittist reglulega til að fara yfir stöðuna og möguleg úrlausnarefni, kæmi til áfalls. Þá voru settar upp mögulegar sviðsmyndir. Árið 2007 fór fram norræn viðbúnaðaræfing og hjá FME var starfandi viðbún- aðarhópur allt árið 2008 þar sem aukin var verulega öll upplýsinga- öflun um áhættuþætti hjá bönkun- um. Bankarnir voru hvattir til að minnka efnahagsreikning sinn og hagræða í rekstri, gæta að útlána- gæðum, fjármögnun og lausafjár- stöðu,“ segir Jónas og áréttar að hefðbundnir mælikvarðar í hálf- sársuppgjörum bankanna hafi ekki bent til vandræða síðasta haust, né aðrar upplýsingar sem frá þeim komu. Hvorki endurskoðendur bankanna né lánshæfismatsfyr- irtæki hafi gert athugasemdir við stöðuna. Þá hafi stjórnvöld hér, ekki fremur en önnur, séð fyrir fallið í haust. „Menn hafa spurt af hverju bankarnir hafi staðist álags- próf FME í byrjun ágúst en fallið tveim mánuðum síðar. Skýringin er sú að álagsprófið snýr að styrk eiginfjár, sem FME hefur eftir- lit með. Það var hins vegar ekki eiginfjárvandi sem felldi bank- anna heldur lausafjárvandi, fyrst og fremst í erlendri mynt. Eignir bankanna virðast hins vegar vera rýrari en uppgjörin bentu til og skoða þarf hvort ástæðurnar séu að þær hafi rýrnað vegna þróunar efnahagsmála, vegna þess að bank- ana skorti afl eftir greiðsluþrot til að styðja við þær eða hvort óvar- lega hafi verið farið í útlánum og jafnvel á svig við lög.“ Jónas segir vert að rifja upp að vinnuhópur um möguleg við- brögð við fjármálaáfalli hafi skil- að skýrslu 2006 þar sem lagt var til að auknar heimildir yrðu veittar til að grípa inn í rekstur fyrirtækja, án þess að þær tillögur hafi verið gerðar að lögum. „Svipuð sjónar- mið setti ég svo fram í samstarfs- hópnum eftir norrænu viðlagaæf- inguna 2007 auk þess að hvetja til þess að stjórnvöld hefðu fyrirliggj- andi afstöðu um hámark fjárhags- legs stuðnings við fjármálakerfið, ef einhvern tímann reyndi á það.“ Eftir á að hyggja segir Jónas líka hægt að velta fyrir sér hvort hér hefði þurft að stækka gjaldeyris- forðann, eða skoða atriði á borð við inngöngu í ESB og upptöku evru, eða hafa umhverfið á einhvern hátt ólystugra fyrir fjármálafyrir- tækin. „Slík úrræði hefðu þá kall- að á lagasetningu eða beitingu á einhverjum úrræðum sem FME hafði ekki. Síðan er einnig hægt að segja að bankarnir hafi brugðist of seint við með að draga saman segl- in miðað við þróun mála frá haust- inu 2007, en eigendur og stjórnend- ur bankanna bera ábyrgð á rekstri þeirra og taka þær viðskiptaá- kvarðanirnar sem mestu ráða um þróun starfseminnar.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.