Fréttablaðið - 04.03.2009, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 04.03.2009, Blaðsíða 46
26 4. mars 2009 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. kyrr, 6. í röð, 8. rá, 9. loga, 11. þófi, 12. verslað, 14. digurmæli, 16. í röð, 17. traust, 18. ennþá, 20. tímaeining, 21. velta. LÓÐRÉTT 1. afl, 3. þys, 4. planta, 5. holufiskur, 7. vonsvikinn, 10. inngangur, 13. ot, 15. ruddi, 16. húðpoki, 19. nudd. LAUSN LÁRÉTT: 2. lygn, 6. rs, 8. slá, 9. eld, 11. il, 12. keypt, 14. grobb, 16. hi, 17. trú, 18. enn, 20. ár, 21. snúa. LÓÐRÉTT: 1. þrek, 3. ys, 4. glitbrá, 5. nál, 7. sleginn, 10. dyr, 13. pot, 15. búri, 16. hes, 19. nú. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 Hann fór í níu slíkar flugferðir. 2 Ásta Möller. 3 Samfylkinguna. „Ég fór með þessa hugmynd til þeirra og átti allt eins von á því að þeir vildu finna einhvern þekkt- an rithöfund í þetta verkefni. Og ég hefði kyngt þeim rökum. En maður hefur svo sem séð þekkta rithöfunda skrifa um bransann og fundist það uppskrúfað og skrítið,“ segir Jón Ólafsson tónlistarmað- ur. Hann hefur nú tekist á hend- ur það verkefni að rita ævisögu Vilhjálms Vilhjálmssonar heitins, eins ástsælasta söngvara þjóðar- innar. Það er Sena sem gefur út og sætir tíðindum að útgáfufyrir- tækið ætli nú að reyna fyrir sér í bókaútgáfu. „Við erum að skoða alla möguleika,“ segir Ísleifur Þór- hallsson hjá Senu. Sá sem mun halda utan um bókaútgáfu Senu verður Jón Þór Eyþórsson. Að sögn Ísleifs fer Sena varlega af stað í þessum efnum og er ritun ævisögu Villa Vill fyrsta verkefnið. Stefnt er að tveimur til þremur titlum útgefnum fyrir næstu jól. Og munu þeir sverja sig í ætt þeirrar starfsemi sem Sena hefur staðið í. „Of snemmt er um þau að tala en þau eru tengd inn í tónlistarheiminn. Okkur líst mjög vel á Jón. Hann hefur „passion“ fyrir þessu. Svo skiptir miklu máli að sá sem skrifar þessa bók sé með bransann í blóðinu. Þekki það hvernig er að vera í stúdíói og taka upp lög, að standa á sviði … vera tónlistar- maður. Og svo fær hann öflugan ritstjóra í lið með sér,“ segir Ísleif- ur. Sá ritstjóri er enginn annar en Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, sem mun vera Senu til ráðgjafar í bókaútgáfunni. Jón hefur ekki fengist við bóka- skriftir áður en segir tíma til kom- inn að ögra sér. „Ég treysti mér í þetta og er ánægður með að þeir skuli sýna mér þetta traust. Þeir hafa séð eitthvað í gömlu sjón- varpsþáttunum mínum, einhverja glóð sem má breyta í bál.“ Jón er byrjaður á þessu verkefni sem krefst gríðarlega mikillar heimildarvinnu og stefnir Jón á að fara á söguslóðir, Akur- eyri og Lúxemborg þar sem Vilhjálmur bjó, auk þess sem hann ræðir við samferðamenn Vil- hjálms. „Ég hef stúd- erað Vilhjálm og mér finnst sem hann hafi fyrst verið farinn að sýna virkilega hvað í honum bjó þegar hann féll frá. Var orðinn alvöru listamaður en ekki bara söngvari, til dæmis með þessa texta sína. Og farinn að hafa meiri áhrif.“ jakob@frettabladid.is JÓN ÓLAFSSON: SENA LEGGUR FYRIR SIG BÓKAÚTGÁFU Skrifar ævisögu Villa Vill „Okkur finnst þetta auðvitað æðislega gaman. Ég hef sjálf aldrei farið og var eiginlega búin að ímynda mér að ég myndi ekki fara úr þessu,“ segir Sigríður Thorlacius, söngkona í Hjaltalín. Hljóm- sveitin hefur verið bókuð til að koma fram á Hró- arskelduhátíðinni í Danmörku í sumar. Hátíðin fer fram helgina 2.-5. júlí og meðal þekktra sveita sem boðað hafa komu sína eru Coldplay, Madness og Oasis. Ekki liggur fyrir hvenær eða á hvaða sviði Hjaltalín spilar en tónleikarnir verða á aðaldagskrá hátíðarinnar. Nokkur hundruð Íslendingar sækja Hróarskelduhátíðina á hverju ári og þessi tíðindi vega eflaust upp á móti fréttum af háu miðaverði þetta árið vegna efnahagsástandsins. Fyrsta plata Hjaltalín, Sleepdrunk Seasons, hefur verið gefin út í Bretlandi og víða um Evrópu og hlot- ið góða dóma. Sveitin hefur verið dugleg við tón- leikahald og stefnan er að taka sumarið með trompi. Hjaltalín hefur verið boðið að spila á fjölmörgum tónlistarhátíðum. „Ja, það er alla vega komið gróft plan,“ segir Sigríður. „Hugmyndin er að vera með bækistöðvar í Berlín part úr sumri og vera svo nán- ast um hverja helgi í einhverjum skemmtilegheit- um.“ Þið ætlið semsagt bara að leika ykkur úti í lönd- um á meðan Íslendingar eru í miðri kreppu? „Reyndar er það nú ekki svo að við eigum í vand- ræðum með að eyða öllum peningunum okkar. Þetta er nú meira hugsað í sparnaðarskyni, svo við eyðum ekki öllu í ferðalög. Svo snýst nú góða lífið ekki allt- af um peninga.“ - hdm Hjaltalín spilar á Hróarskeldu SPILA Á HRÓARSKELDU Sigríður Thorlacius og félagar hennar í Hjaltalín hafa bókað sig á Hróarskelduhátíðina í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Ég ætlaði til Rómar að leita að brúðarkjól en hætti við það og nú er stefnan tekin á Flórída um næstu helgi að leita,“ segir Man- úela Ósk Harðardóttir en hún og eiginmaður hennar, Grétar Rafn Steinsson knattspyrnumaður, skipuleggja nú seinna brúðkaup sitt á Íslandi í sumar. „Við giftum okkur auðvitað úti í Hollandi þar sem viðstaddir voru þeir allra nánustu. Það var því alltaf ætlunin að við mynd- um gifta okkur hér heima líka og halda stóra veislu.“ Brúðkaupið verður í júní en séra Hjálmar Jónsson mun gefa parið saman í Dómkirkjunni. Veislan verður svo á efstu hæð Turnsins. „Turn- inn var með eina salinn sem tók nógu marga án þess að það verði troðið. Ég er búin að bóka hljóm- sveitina og allt slíkt en það er leyndarmál, það verður eitthvað að koma á óvart. Stefnan er að þetta verði bara hresst partí enda bara spurning um að hafa það gaman þetta kvöld.“ Manúela er þó enn í vand- ræðum með kjólinn og eitthvað annað sem eftir á að græja enda ekki auðvelt mál að hennar sögn að skipuleggja brúðkaup milli landa. „Ég finn engan kjól hér í Bretlandi. Ég er líka frekar erfið með þetta. Veit svo innilega hvað ég vil ekki og finn alltaf eitthvað að öllum kjólunum. Liturinn skiptir kannski ekki öllu máli en ég veit að ég vil stóran og mik- inn kjól – enda fyrst maður er bara að gera þetta einu sinni, þá af hverju ekki?“ segir Manúela og segist von- ast til að eitthvað gerist í leitinni um næstu helgi. Manúela skrifar þessa dagana pistla á Press- una og segir að hún muni setja þar inn létt pistlaskrif um daginn og veginn og það sem henni detti í hug. „Þetta er fínt, ég hef alltaf haft áhuga á tísku og hönnun og slíku og má setja þarna inn efni eins og tími gefst til.“ - jma Manúela í vandræðum með brúðarkjólinn JÓN ÓLAFSSON Frumraun hans í bókaskrifum er rit um hinn ástsæla Villa Vill sem féll frá langt fyrir aldur fram. VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON Um hann hefur verið fjallað á ýmsa lund svo sem í blaða- og tímaritagrein- um, minningartónleikum, í útvarpi og sjónvarpi. Og nú er komið að bók um kappann. GLEÐI Í TURN- INUM Manúela segir að þau Grétar Rafn hafi valið Turninn undir brúðar- veisluna og hafi stærð salarins ákvarðað valið. „Það er Grænn kostur. Þar fæ ég mér gjarnan rétt dagsins. Gott er að hafa sætar kartöflur með og klettasalat og strá fræjum yfir ásamt góðri olíu. Síðan fæ ég mér vatn beint úr krananum með.“ Ragnheiður Alfreðsdóttir hjúkrunarfræð- ingur. Nokkurt kapp er hlaupið í próf- kjörsbaráttu Samfylkingar á Norð- austurlandi þar sem Kristján Möller og Sigmundur Ernir Rúnarsson sækjast eftir efstu sætum og hafa að sögn myndað kosningabanda- lag. En þeir skyldu þó ekki vanmeta Loga Má Einarsson arkitekt sem býður sig fram í 1. til 3. sæti. Logi Már er fyrrum dansari í Skriðjöklum og hefur Raggi Sót verið ráðinn sem sérlegur kosningastjóri Loga á suðvesturhorninu. Raggi gantast nú með það að Sigmundur Ernir sé farinn að tala um árin hjá KA þar nyrðra og er alveg búinn að gleyma veru sinni í antisport- istafélaginu í MA þar sem stranglega var bannað að hlaupa nema korter í sex á föstudögum og þá beint í ríkið. Víst er að ýmsir nafntogaðir ein- staklingar sækja heilsuræktarstöð- ina Laugar og vakti athygli í gær að öldungurinn síungi og rithöfundur- inn Sigurður A. Magnússon tók vel á því í tækjunum. Sigurður skar sig úr ekki sökum aldurs heldur var hann ekki í æfingagalla eins og þorri fólks þar heldur var hann klædd- ur hversdagsklæðnaði að hætti fagurkera í rit- höfundastétt meðan hann stundaði líkamsrækt sína. Gamla hippamussan Bjartmar Guðlaugsson sló heldur betur í gegn meðal rappara og hipphopp- ara á Prikinu um helgina. Hann barði gítar sinn eins og trommu og tók nokkra af slögur- um sínum og kom það honum á óvart að gestir staðarins, sem sannarlega eru af annarri kynslóð, kunnu alla textana og sungu hástöfum með. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.