Fréttablaðið - 04.03.2009, Blaðsíða 10
4. mars 2009 MIÐVIKUDAGUR
EFNAHAGSMÁL Sala Íslandsbanka
á Árvakri, útgáfufélagi Morgun-
blaðsins, gæti verið fordæmi fyrir
sölu ríkisbankanna á öðrum fyr-
irtækjum, segir Vilhjálmur Egils-
son, framkvæmdastjóri Samtaka
atvinnulífsins.
Ótrúlegt er að Árvakur verði
eina fyrirtækið sem lendi í þess-
ari stöðu, segir Vilhjálmur. Hann
segir að í öðrum tilvikum geti
komið upp sú staða að engir kaup-
endur fáist að félögum, og þá geti
bankarnir þurft að afskrifa skuld-
ir og fá í staðinn hlutafé.
„Það sem skiptir máli er að
menn skoði hvað reksturinn þolir,
ef sjóðsstreymi er jákvætt er ekki
ástæða til að stöðva reksturinn,“
segir Vilhjálmur. Hann segir þó
að skoða verði sölu fyrirtækja
með samkeppnismál í huga. Til
dæmis til að eitt fyrirtæki kom-
ist í einokunarstöðu á markaði.
Ekki hafa fengist tæmandi upp-
lýsingar um þessa fyrstu stóru
sölu ríkisreknu bankanna á fyr-
irtæki sem komst í kröggur eftir
hrun fjármálakerfisins. Stein-
grímur J. Sigfússon fjármálaráð-
herra sagði að loknum ríkisstjórn-
arfundi í gær að hann hefði sent
þau skilaboð til ríkisbankanna að
þeir upplýstu um slík mál eins og
mögulegt væri.
„Ég fékk svör
frá þeim vegna
óskylds máls og
í einu tilvikinu
virtist vera á
ferðinni tregða
til að veita þær
upplýsingar
með skírskotun
til þess að um
væri að ræða
hlutafélag sem
ekki þyrfti að veita þessar upp-
lýsingar, það væri ekki opinbert
fyrirtæki í þeim skilningi,“ sagði
Steingrímur.
„Ég sendi snarlega þau skilaboð
til baka að þetta væri ekki það við-
horf sem ég ætlaðist til af hinum
nýju bönkum,“ sagði hann.
Spurður hvort bönkunum verði
settar reglur um afskriftir sagði
Steingrímur að erfitt væri að
segja bönkunum fyrir verkum í
einstökum tilvikum, þeir yrðu að
meta hvert einstakt mál.
Hins vegar sé hugsanlegt að
setja bönkunum almennar við-
miðunarreglur, eða beina tilmæl-
um til þeirra um upplýsingagjöf.
Ástæða sé til að skoða það sér-
staklega. brjann@frettabladid.is
bjorn@frettabladid.is
Salan mögu-
lega fordæmi
Bankarnir gætu þurft að afskrifa skuldir og fá í
staðinn hlutafé í félögum í kröggum, segir fram-
kvæmdastjóri SA. Fjármálaráðherra segir erfitt að
setja bönkum reglur um afskriftir fyrirtækja.
FYRSTA SALAN Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, var fyrsta stóra fyrirtækið sem
viðskiptabanki í eigu ríkisins seldi eftir hrun fjármálakerfisins. Fullyrt var í fréttum
Stöðvar 2 að afskriftir Íslandsbanka og Landsbankans vegna sölunnar næmu um 2,9
milljörðum króna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
VILHJÁLMUR
EGILSSON
Það hefur reynst flóknara en við var búist að koma sérstöku eignasýslufélagi
á laggirnar, sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra
að loknum ríkisstjórnarfundi í gær.
Nefnd um endurreisn fjármálakerfisins lagði til í fyrstu
skýrslu sinni, sem birt var um miðjan febrúar, að komið
yrði á fót sérstöku eignasýslufélagi.
Félagið myndi annars vegar styðja endurreisn mikil-
vægra fyrirtækja og hins vegar endurskipuleggja félög og
bjarga verðmætum færu félög í þrot.
Steingrímur sagðist í gær ekki vita hvenær slíkt félag
gæti tekið til starfa, en mögulegt sé að nota fljótvirkari
leiðir til bráðabirgða. Þannig mætti hugsanlega nota félög
sem ríkið noti nú þegar og geymi eignir sínar í, og vistuð
eru í fjármálaráðuneytinu. Til þess þyrfti þó að breyta samþykktum félag-
anna og búa þau sérstaklega út til starfseminnar.
FLÓKIÐ AÐ KOMA FÉLAGI Á LAGGIRNAR
STEINGRÍMUR J.
SIGFÚSSON
Katrín Þorsteinsdóttir hafði samband. „Mig langar til
að vekja athygli á mjög góðu og ódýru dýrafóðri sem er
framleitt í Þorlákshöfn úr íslensku hráefni. Verksmiðj-
an heitir Ifex. Ég er með einn kött sem er mjög kreðsinn
og þolir ekkert nema úrvalsfóður. Hann alveg blómstrar
af þessu fóðri. Feldurinn er glansandi og ekkert hárlos.
Ifex-vörurnar fást í Bónus og eru miklu ódýrari en inn-
flutt dýrafóður, sem hefur snarhækkað að undanförnu.
Ég hvet alla til að velja íslenskt fóður fyrir dýrin sín.“
Á heimasíðu Ifex sést að fyrirtækið hefur sérhæft
sig í framleiðslu fóðurs fyrir hunda og ketti frá árinu
2001. Það hefur lagt metnað sinn í að
nota eingöngu 100% hágæðavöru unna
úr íslensku hráefni. Fyrirtækið
framleiðir allt sem þarf í hunda og
ketti, blautmat, þurrfæði, snakk,
laxaolíu og bragðbæti.
Neytendur: Dýrafóður frá Þorlákshöfn:
Kræsinn köttur velur íslenskt
■ Sendið
umboðsmanni
neytenda
ábendingar eða
sparnaðarráð
á neytendur@
frettabladid.is
DR. GUNNI
neytendur@
frettabladid.is
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
2
8
5
0
5
Alicante
Bologna
Álaborg
Gautaborg
Billund
Stokkhólmur
Kaupmannahöfn
Genf
London
París
Berlín
Reykjavík
Akureyri
Eindhoven Frankfurt Hahn
FriedrichshafenBasel
Kraká
Varsjá
Barcelona
Rómantík, hasar, grín,
barnaefni og leikir.
Styttu þér
stundirnar um borð
með Ferðafélaganum!
Barnabox
með ýmsu góðgæti og
óvæntum glaðningi fást
gegn vægu gjaldi
um borð í vélum
okkar.
Iceland Express býður flug til 18 áfangastaða í Evrópu.
Afþreying fyrir alla fjölskylduna, skemmtigarðar, fróðleg
söfn og fjölskylduvæn veitingahús. Bókaðu ævintýralega
fjölskylduferð á betra verði á www.icelandexpress.is
Farðu út að
leika með krökkunum!
með ánægju