Fréttablaðið - 04.03.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 04.03.2009, Blaðsíða 6
6 4. mars 2009 MIÐVIKUDAGUR SJÁVARÚTVEGUR Loðnuleit hefur verið hætt í bili að sögn Þorsteins Sigurðssonar, sviðsstjóra nytja- stofnasviðs hjá Hafrannsókna- stofnun. Til marks um það hélt rannsóknarskipið Árni Friðriksson úr Reykjavíkurhöfn í gærkvöldi áleiðis til botnfisksrannsókna. Síðasta skipið sem var við hefð- bundna loðnuleit leitaði vestur af Snæfellsnesi og kom til hafnar í fyrrinótt. Þorsteinn segir að þó að skip Hafrannsóknastofnunar séu hætt loðnuleit í bili sé stofnunin í góðu sambandi við fiskiskip vest- ur af landinu. Eins og komið er sé eina vonin að loðna finnist á miðum vestur af landinu og við Vestfirði. Hann segir ljóst að ef ekkert finnist fyrir vikulok verði ekki veidd nein loðna í ár. „Ég vil samt ekki útiloka neitt alveg strax því hún kemur okkur alltaf á óvart, blessuð loðnan. En satt best að segja þá eru líkurnar á að eitthvað finnist mjög litlar. Við höfum aldrei leitað jafnmikið og á yfirstandandi vetri,“ segir Þor- steinn og bætir við að tíminn sé í raun runninn út því venjulega slái menn loðnuveiðar af ef ekkert hafi fundist um mánaðamótin febrúar/ mars. Þorsteinn minnir þó á að fyrir tveimur árum hafi staðan verið svipuð en þá hafi samt verið land- að um 200 þúsund tonnum. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands útvegsmanna (LÍÚ), segir það augljóslega mikil vonbrigði finn- ist engin loðna. Það yrði annað áfallið á þessari vertíð eftir að íslenska síldin brást. „Loðnuveiðin hefur skilað um 12,5 milljörðum króna að meðal- tali á ári síðan 1996,“ segir Friðrik J. „Það yrði því mikið áfall bæði fyrir útgerðir og bæjarfélög víða um land, þó sérstaklega á Aust- fjörðum og á Suðurlandi, ef ekk- ert yrði veitt í ár.“ Friðrik J. segist því miður frek- ar svartsýnn á að loðna finnist úr þessu. Þó sé smá von enn því vest- urgangan hafi oft verið seint á ferðinni, sérstaklega á árum áður. Hann segir menn nú binda ákveðn- ar vonir við miðsjávartegundir eins og gulldeplu og fleiri tegund- ir. Það sé hins vegar dýrt að leita að þeim og veiða. „Það er mjög mikið magn af þessum miðsjávartegundum á mið- unum suðvestur af landinu, sér- staklega við Reykjaneshrygginn. Milljónir tonna af þessum fiski eru taldar vera þar. Það kemur samt ekkert í staðinn fyrir loðnu.“ Í fyrra var loðnukvótinn um 157 þúsund tonn en árið 2007 var hann 318 þúsund tonn. trausti@frettabladid.is Munt þú kjósa í prófkjöri ein- hvers stjórnmálaflokkanna? Já 41,9% Nei 58,1% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ert þú sátt(ur) við ferðir forseta Íslands með þotum í eigu eða leigu íslenskra fyrirtækja? Segðu þína skoðun á visir.is T B W A \R e yk ja ví k \ S ÍA \ 0 9 4 1 9 7 ÍSRAEL, AP Benjamin Netanjahu, leiðtogi hægrimanna á ísraelska þinginu, segist nú vel geta hugsað sér að ræða við Palestínumenn, þrátt fyrir að hafa gagn- rýnt harðlega fyrri friðarviðræður milli Ísraela og Palestínumanna. „Við þurfum skapandi hugsun til að komast áfram og skapa nýjan veruleika,“ sagði hann að loknum fundi sínum með Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann segir að þau hafi „náð vel saman“ og átt „djúpar, mikilvægar og góðar“ samræður, að því er haft er eftir honum á vefmiðli ísraelska dagblaðsins Haaretz. Clinton sagði fyrir fundinn að Bandaríkja- menn myndu starfa náið með næstu ríkisstjórn Ísra- els, sama hvernig hún yrði skipuð. Hins vegar tók hún skýrt fram að Bandaríkin ætluðu að vinna hörð- um höndum að því að sjálfstætt ríki Palestínumanna yrði stofnað. „Við teljum reyndar að það sé Ísraelum í hag að stefna skref fyrir skref að tveggja ríkja-lausninni,“ sagði hún, en tók þó fram að Ísraelar yrðu að ráða þar ferðinni: „Auðvitað er það ísraelsku þjóðarinn- ar og ríkisstjórnarinnar að ákveða hvernig á að skil- greina hagsmuni sína.“ Clinton hefur verið á ferðinni um Mið-Austurlönd í vikunni. Í gær hitti hún, auk Netanjahu, þau Tzipi Livni utanríkisráðherra og Shimon Peres forseta. Í dag er búist við að hún hitti ráðamenn Palestínu- stjórnar á Vesturbakkanum. Á fundi sínum með Livni ítrekaði Clinton að ríkis- stjórn Baracks Obama ætlaði að senda fulltrúa sinn til Sýrlands að ræða við þarlend stjórnvöld, en tók fram að óvíst væri hvað út úr þeim viðræðum kæmi. - gb Hillary Clinton ræddi við Netanjahu í gær og hittir Palestínumenn í dag: Netanjahu til í friðarviðræður CLINTON OG NETANJAHU Búist er við því að Netanjahu verði orðinn forsætisráðherra hægri stjórnar í Ísrael innan fárra vikna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GÍNEA-BISSÁ, AP Raimundo Per- eira, forseti þingsins í Gíneu- Bissá, tekur við forsetastarfinu til bráðabirgða í samræmi við stjórnarskrá landsins. Pereira segir að nú sé „við- kvæmt ástand“ komið upp í land- inu. Fyrri forseti, Joao Bern- ardo „Nino“ Vieira, var myrtur á mánudag. Herinn segir „einangraðan“ hóp hermanna hafa framið morð- ið. Alls ekki sé um hefndarmorð að ræða, þótt daginn áður hafi Batiste Togma na Waie, yfirmað- ur herráðs landsins, verið myrt- ur. Þeir Pereira og Waie hafa lengi verið andstæðingar. - gb Tveir leiðtogar myrtir: Pereira forseti til bráðabirgða PAKISTAN, AP Á annan tug vopn- aðra manna réðist á krikket lið frá Sri Lanka á umferðartorgi skammt frá íþróttaleikvangi í Lahore í Pakistan. Sex lögreglumenn og einn öku- maður létu lífið, en sjö landsliðs- menn særðust ásamt þjálfara og keppnisdómara. Enginn þeirra er þó alvarlega særður. Árásarmennirnir réðust á bíla- lest krikketliðsins þegar hún ók á hringtorgi áleiðis að íþróttavell- inum. Í kjölfarið hófst skotbar- dagi við lögregluþjóna sem stóð í fimmtán mínútur. Árásin er ein sú versta sem gerð hefur verið á íþróttalið síðan Palestínumenn myrtu ellefu ísra- elska íþróttamenn á Ólympíuleik- unum í München árið 1972. - gb Harmleikur í Pakistan: Árás á krikket- lið frá Sri Lanka STJÓRNMÁL Brúttóskuldir íslenska ríkisins nema nú eitt þúsund millj- örðum króna. Hafa þær vaxið úr því að vera 27 prósent af lands- framleiðslu fyrir hrun bankanna í 67 prósent af landsframleiðslu. Efnahags- og skattanefnd Alþingis var upplýst um skulda- stöðuna á fundi í gær. Fram kom að um þriðjungur skuldanna – um 300 milljarðar – kæmi til vegna framlags ríkis- sjóðs til Seðlabankans sem tap- aði háum fjárhæðum vegna svo- nefndra endurhverfra viðskipta við bankana. Þá kom fram að skuldir vegna innlánsreikninga bankanna í útlöndum næmu um 70 milljörð- um. Björgvin G. Sigurðsson, for- maður efnahags- og skattanefnd- ar, segir tölurnar sýna að skulda- staðan hafi versnað mjög en sé þó bærilegri heldur en svartsýnustu spár sögðu til um. „Horfurnar eru alveg þokkalegar, sérstaklega ef vel gengur að hámarka virði eignasafns gömlu bankanna,“ segir Björgvin. Skuldsetning íslenska ríkisins er lík því sem algengt er í Evr- ópuríkjum, að sögn Björgvins. „Við vorum talsvert betur sett en margar þjóðir en förum nú í með- altalið.“ Bendir Björgvin á að skuldir breska ríkisins séu yfir 70 prósent af landsframleiðslu og á Ítalíu fari hlutfallið yfir 100 pró- sent. - bþs Skuldir ríkissjóðs hafa vaxið úr 27 prósentum af landsframleiðslu í 67 prósent: Ríkið skuldar þúsund milljarða BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON Segir skuld- setningu ríkisins líka því sem algengt er í Evrópuríkjum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Tekjutap upp á milljarða blasir við Loðnuleit hefur engan árangur borið. Enn er þó smá von um að eitthvað finn- ist vestur af landinu. Framkvæmdastjóri LÍÚ segir það mikið áfall ef loðnan bregst. Síðan 1996 hafi hún að meðaltali skilað 12,5 milljarða tekjum á ári. ÞORSTEINN SIGURÐSSON FRIÐRIK J. ARNGRÍMSSON STJÓRNSÝSLA Forsætisráðherra hefur skipað hagfræðidoktorana og háskólaprófessorana Anne Sibert og Gylfa Zoëga í peninga- stefnunefnd Seðlabankans. Anne er prófessor við Birbeck-háskóla í Lundúnum en Gylfi við Háskóla Íslands. Í peningastefnunefndinni sitja þrír starfsmenn Seðlabankans, þeir Svein Harald Øygard seðlabankastjóri sem er formað- ur hennar, Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson, aðalhag- fræðingur bankans. Peningastefnunefndin tekur meðal annars ákvarðanir um vexti og bindiskyldu Seðlabank- ans. - bþs Peningastefnunefnd mönnuð: Anne og Gylfi ráðherraskipuð Á LEIÐ FRÁ LANDI Loðnuleit hefur verið hætt í bili. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson hélt úr Reykjavíkurhöfn í gærkvöldi á leið til botnfisksrannsókna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.