Fréttablaðið - 04.03.2009, Blaðsíða 20
4. mars 2009 MIÐVIKUDAGUR2
Auglýsendur vinsamlegast hafið samband við:
Bjarna Þór Sigurðsson - sími: 512-5471
& 822-5062 - bjarnithor@365.is
Íeinu af grundvallarritum síðari tíma lög-fræði, The Province of Jurisprudence Determined (1832), taldi höfundurinn, John Austin, að stjórnlög væru í raun réttri ekki eiginleg lög, enda væru afleiðingar brots gegn þeim aðeins pólítískar og siðferðileg-ar. Hvað sem segja má um kenningu Austins, varpar hún ljósi á mikilvægt einkenni stjórn-laga: Þeim verður ekki framfylgt og virðing við þau tryggð með sama (einfalda hætti) og almenn lög. Ástæðan er sú að í stjórnlögum er einmitt kveðið á um stofnun og skipan þess samfélagsvalds sem stendur að baki hvers kyns lagareglum samfélagsins og tryggir framkvæmd þeirra. Í þessu felst raunar einn-ig það meginviðfangsefni stjórnlaga að beisla þetta vald og koma í veg fyrir misbeitingu þess.
En hvað koma okkur við pælingar réttar-heimspekinga um eðli stjórnlaga? Jú, grein-ing fræðimanna á stjórnlögum, svo og (hin tiltölulega stutta) saga ritaðra stjórnarskráa, hnígur öll að sömu niðurstöðu: Orð og texti stjórnarskráa eru til lítils ef ekki er fyrir hendi hollusta við grunngildi stjórnskipun-arinnar, þ.e. stjórnmálasiðmenning þar sem skilningur ríkir á því að hver stofnun þarf að virða sín stjórnskipulegu mörk. Í ljósi glað-beittra yfirlýsinga undanfarið um meinbugi á íslensku stjórnarskránni og að sjálfsagt sé að huga að grundvallarbreytingum, t.d. varð-andi þingræði og hlutverk forsetans, á vett-vangi stjórnlagaþings er óhjákvæmilegt að spyrja hversu hollir Íslendingar hafa verið núgildandi stjórnarskrá. Hugleiðum eftirfar-andi dæmi:
Orðalag 26. gr. stjórnarskrárinnar um málskotsrétt forsetans er skýrt og í stjórn-
skipulegu samhengi gegnir ákvæðið þýð-ingarmiklu hlutverki við dreifingu valdsins – forsetinn er eina stofnunin sem getur grip-ið (lagalega) inn í lagasetningarferli þings-ins og þannig veitt „ráðherraræðinu“ aðhald. Sömuleiðis fer tilefni ákvæðisins ekki á milli mála (þ.e. afnám konungsveldis og stofnun lýðveldis) og tiltæk lögskýringagögn (athuga-semdir við frumvarp og umræður) styðja ótvírætt orðalagið. Allt þetta kom þó ekki í veg fyrir, þegar reyndi á ákvæðið fyrir alvöru, í svokölluðu fjölmiðlamáli árið 2004, að lá við stjórnskipulegri kreppu vegna rétt-aróvissu um raunveruleg völd forsetans. Þótt þeim, sem vildu valdreifingu og hlut forseta lýðveldisins í stjórnskipuninni sem minnst-an, hafi ekki tekist ætlunarverk sitt, höfðu þeir þó það upp úr krafsinu að flestir telja nú að vafi ríki um túlkun 26. gr. stjórnarskrár, skýra þurfi hlutverk forsetans að þessu leyti eða þá fella það niður. Sú rödd heyrist hins vegar hvergi að sýna mætti ákvæðinu og
rökum þess hollustu, m.a. með þeim hætti að setja almenn lög því til skýringar og fram-kvæmdar.
Er það sanngjörn niðurstaða að stjórnarskrá-in hafi brugðist íslensku samfélagi í megin-atriðum og það hljóti að vera óhjákvæmileg-ur þáttur í viðreisn Íslands að byrja hér upp á nýtt? Eða hefur okkur hugsanlega mistek-ist að sýna núgildandi stjórnarskrá nægi-lega hollustu og ræktarsemi? Hér verður því haldið fram að án skilnings og trúnaðar við grunngildi stjórnskipunarinnar sé hætt við að ný stjórnarskrá fögur ásýndar verði létt á metunum og þegar frá líði geti sótt í gamalt far. Yfirvegaðar breytingar á afmörkuðum atriðum stjórnarskrárinnar eru af hinu góða og það eru vissulega atriði í íslenskri stjórn-skipun sem þarf að koma til betri vegar. Öðru máli gegnir um stjórnskipulega óvissuferð á umbrotatímum sem kann að lykta með því
„Eldhúsdagur“
er nýtt vikulegt fylgirit Fréttablaðsins sem leggur
áherslu á umræðu og skoðanaskipti um stjórnmál
og þjóðmál. Leitast verður við að birta vandaðar og
upplýsandi greinar um ýmis álitamál. Leitað verður
eftir sjónarmiðum valinkunnra einstaklinga auk þess
sem lesendur geta sent inn gagnorðar greinar á
netfangið greinar@frettabladid.is
Auglýsendur vinsamlegast hafið samband við:
Benedikt Freyr sími: 512-5411 • benediktj@365.is
Bjarni Þór sími: 512-5471 • bjarnithor@365.is
Sigríður Dagný sími: 512-5462 • sigridurdagny@365.is
Hlynur sími: 512-5439 • hlynurs@365.is
„Fermingar“
Glæsilegt sérblað um ferminguna mun
koma út þriðjudaginn 10. mars n.k.
Allt sem tengist veislunni, athöfinni og hugmyndir
að gjöfunum og margt fl.
Kosningafyrirkomulag
Í þjóðmálaumræðu hefur per-sónukjör borið á góma, þ.e.
möguleikar kjósenda til að velja
sér þingmannsefni í kjörklef-
anum. Hér verða dregin saman
nokkur lykilatriði þessa máls. Að
öðru leyti er bent á greinargerð
um persónukjör sem finna má á
vef landskjörstjórnar, landskjor.
is, nánar tiltekið á síðunni http://
www.landskjor.is/media/frettir/
Personukjor9feb2009a.pdf.
Skilgreiningar
Hugtakið persónukjör getur verið
misvíðfeðmt og virðist rófið í
þeim efnum vera eftirfarandi og
er þá kostunum raðað eftir því
hvað þeir ganga langt:
P0: Frambjóðendum er skipað á
framboðslista og í þeirri röð sem
framboðin, flokkarnir, kjósa t.d.
að loknum prófkjörum. Kjósend-
ur velja lista en fá engu breytt um
röð frambjóðenda. Þessi leið felur
því ekki í sér persónukjör en er
tilgreind sem grunnviðmiðun.
P1: Kjósendur velja sem fyrr
lista en geta haft áhrif á röðun
frambjóðenda á þeim sama lista
með umröðun, útstrikun eða með
því að draga einhverja sérstak-
lega fram með krossamerkingum.
Misjafnt er hver eru áhrif þess-
ara breytinga allt frá því að vera
óveruleg upp í að þau geti verið
afgerandi sé þátttaka nægileg.
P2: Listum er stillt upp í óska-
röð framboða allt eins og í P0 en
röðunin er aðeins til leiðbeining-
ar kjósendum. Beinar merking-
ar þeirra ráða því alfarið hverjir
veljast af listunum á þing.
P3: Nú er listum stillt upp óröð-
uðum þannig að kjósendur ráða
því alfarið hverjir á listunum
komast á þing – og fá enga leið-
sögn til þess á kjörseðlinum eins
og í P2.
P4: Næsta skref í persónukjöri
er að kjósendur megi tína til
frambjóðendur af fleiri en einum
lista. Þar sem það er leyft fylg-
ir því að jafnaði pólitísk ábyrgð í
þeim skilningi að vali á frambjóð-
anda fylgir að listi hans fær til-
svarandi hlutdeild í atkvæði kjós-
andans. Þetta er þó ekki algilt.
P5: Frambjóðendur standa ekki
á listum heldur bjóða sig fram
sem einstaklingar. Víðast hvar
er frambjóðendunum þó heimilt,
ef ekki skylt, að gera grein fyrir
flokkstengslum sínum á kjörseðl-
inum. Segja má að fyrirkomulag
einmenningskjördæma falli undir
þessa gerð persónukjörs. Einnig
eru dæmi um fjölmenningskjör-
dæmi með persónukjöri af þessu
tagi.
Evrópa
Velflest lýðræðisríki í Evrópu
bjóða upp á persónukjör við þjóð-
þingskosningar sem fellur a.m.k.
undir róttækari gerð leiðar P1 og
allt að P4. Á Írlandi er löng hefð
fyrir kerfi sem fellur undir P4.
Sviss og Lúxemborg hafa líka
slíkt kerfi. Af nálægum ríkj-
um sem viðhafa listakosning-
ar er það einungis í Ísrael, Nor-
egi, Portúgal og á Spáni þar sem
engin eða veikburða tegund af
persónukjöri er við kosningar
til þjóðþinga.
Norðurlönd
Af Norðurlöndum ganga Finn-
ar lengst í þessum efnum. Þar
eru listar í stafrófsröð og kjós-
andinn krossar við einn fram-
bjóðanda sem þýðir um leið að
atkvæði er greitt viðkomandi
lista. Þeir komast á þing fyrir
sinn lista sem flesta fá kross-
ana. Kerfi Finna fellur því undir
flokk P3. Danir komast trúlega
næst Finnum. Fyrirkomulag
þeirra er fjölbreytilegt og verð-
ur ekki lýst hér. Aðeins sagt að
þar hafa framboðslistar val um
þrenns konar uppstillingu allt
frá fullröðuðum listum, þar sem
kjósendur hafa lítil áhrif á röð-
unina, upp í það að kjósendur
geti valið sér með einum krossi
mann af óröðuðum listum. Þeirra
kerfi er því ýmist í flokki P1, P2
eða P3. Í kosningum til sænska
Ríkisþingsins eru framboðslist-
ar raðaðir en kjósendur mega
velja með krossi einn frambjóð-
anda sérstaklega (af sama lista
og þeir kjósa). Þeir frambjóðend-
ur sem þannig fá stuðning a.m.k.
8% kjósenda síns lista komast
upp fyrir flokksröðunina þegar
kemur að því að þingsætum list-
ans er ráðstafað. Sænska fyrir-
komulagið fellur því milli flokks
P1 og P2. Við kosningar til norska
Stórþingsins er notað sama fyrir-
komulag og hér á landi á árunum
1987-2000 (sjá neðar) sem veitir
kjósendum afar rýra möguleika
til breytinga. Norðmenn eru því
á milli flokks P0 og P1!
Ísland
Hérlendis hefur gengið á ýmsu
um persónukjör við Alþingis-
kosningar. Þegar við upphaf
listakosninga var með lögum frá
1915 tekið upp það fyrirkomulag,
sem enn gildir að grunni til, að
listar eru boðnir fram raðaðir í
óskaröð hvers framboðs. Raunar
var þetta innleitt með lögum frá
1913 hvað varðar bæjarstjórnar-
kosningar í Reykjavík. Kjósend-
ur gátu þá strax breytt röðuninni
með talnamerkingum og jafn-
framt strikað út einstaka fram-
bjóðendur en það er einskorðað
við þann lista sem kjósandinn
hefur merkt við. Áhrifin af þess-
um breytingum kjósenda hafa
verið afar mismunandi. Ákvæð-
in og gildistími þeirra hafa verið
sem hér segir:
1915-1959: Hver sætistala
var ávísun á viss atkvæðisbrot
sem síðan voru lögð saman hjá
hverjum frambjóðenda og verð-
ur að atkvæðatölu frambjóðand-
ans. Aðferðafræðin er kennd við
Borda. Áhrif kjósenda voru all-
mikil undir þessu fyrirkomulagi.
Það gerðist tvisvar á þessu árabili
að frambjóðandi náði ekki kosn-
ingu vegna breytinga kjósenda.
1959-1987: Að nafninu til var
notuð sama aðferð og áður en
vægi kjósenda þó rýrt svo mjög
að það þurfti þrefalt fleiri kjós-
endur að gera sömu breytingu til
að ná sama árangri og áður.
1987-2000: Á þessu tímabili
var túlkun röðunartalnanna
gjörbreytt þannig að nú var með
þeim verið að kjósa í viðkomandi
sæti eins og í prófkjörum. Meira
en helmingur kjósenda þurfti að
gera sömu breytingu til að hreyfa
við manni á lista, sem auðvitað
gerðist aldrei!
2000-?: Með lögum frá árinu
2000 var í grundvallaratriðum
horfið til baka til hinnar upp-
haflegu aðferðar frá 1913/15,
aðferðar Borda, en þó í nokkuð
öðrum búningi þannig að mögu-
leikar kjósenda til breytinga eru
að jafnaði minni en á tímabilinu
1915-1959. Þó gerðist það í síðustu
kosningum, árið 2007, að tveir
frambjóðendur færðust niður um
sæti vegna breytinga kjósenda.
Hvorugur þeirra missti þó þing-
sæti af þessum sökum.
Í öllum tilvikum má segja að
hið íslenska fyrirkomulag per-
sónukjörs falli undir flokk P1 og
innan hans í þann hóp þar sem
áhrif kjósenda eru lítil.
Nú er hugað að persónukjöri,
jafnvel fyrir komandi kosningar.
Í meðfylgjandi töflu eru dregn-
ar saman helstu hugmyndir sem
hafa verið á kreiki. Sem fyrr er
kostunum raðað í róttækniröð í
samræmi við almennu flokkun-
ina sem fyrr er lýst.
Í töflunni er sérstaklega tekið
fram hvort breytingarnar kalli á
stjórnarskrárbreytingu eða ekki.
Sé ekki svo mætti tæknilega séð
breyta kosningalögum nú þannig
að ákvæðin giltu við komandi
kosningar. Þar með er enginn
dómur felldur um það hvort það
sé pólitískt raunhæft né heldur
hvort vilji sé til þess. Eftir breyt-
ingar á stjórnarskránni sem tóku
gildi árið 1999 þarf aukinn meiri-
hluta á Alþingi, 2/3 atkvæða, til
að breyta megi sumum ákvæðum
kosningalaga. Fram kemur í töfl-
unni hvort reyna kynni á þetta
ákvæði.
Viðfangsefnið persónukjör
er hvergi nærri tæmt í þessum
greinarstúf. T.d. er í engu rætt
um hvort skynsamlegra sé að
kjósendur velji frambjóðendur
með krossum, einum eða fleirum,
eða raði þeim með tölustöfum.
Röðunina þarf síðan að túlka sem
kosningu í sæti, sem eins konar
forgangsröðun (eins og gert er á
Írlandi) eða yfir í atkvæðisbrot
(sbr. aðferð Borda) og þá hvern-
ig? Aftur skal vísað til greinar-
gerðarinnar á vefsíðu landskjör-
stjórnar til frekari fróðleiks.
Hvað er persónukjör?
ÞORKELL
HELGASON
stærðfræðingur
og reiknimeistari
Landskjörstjórnar
FLOKKUN LÝSING
INNAN
STJÓRNAR-
SKRÁR?
ÞARF 2/3
MEIRIHLUTA
Á ALÞINGI? UMSÖGN
P1 Raðaðir listar eins og nú. Vægi breytinga kjósenda aukið frá því sem nú er. Já Umdeilt
Einföld breyting.
P1
eða
P3
Framboð mega velja á milli raðaðra og
óraðaðra lista. Kjörseðlar ýmist með
röðuðum eða óröðuðum listum. Athöfn
(tölusetning) kjósenda þó óbreytt.
Já Umdeilt
Þau framboð sem vilja geta
boðið fram óraðað, aðrir
geta haldið sig við gamla
lagið að sinni.
P3 Alfarið óraðaðir listar. Kjósendur velja frambjóðendur en af einum lista. Já Umdeilt
Eitt er látið yfir alla lista
ganga.
P4 Alfarið óraðaðir listar. Kjósendur mega velja þvert á lista. Líklega Já
Áhugavert en að mörgu er
að hyggja.
P5 Einstaklingar bjóða sig fram. Kjósendur velja þá úr sem þeir kjósa. Nei Nægir ekki
Mikil breyting á pólitískri
menningu.