Fréttablaðið - 04.03.2009, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 04.03.2009, Blaðsíða 38
18 4. mars 2009 MIÐVIKUDAGUR folk@frettabladid.is Robert De Niro, Justin Timber- lake og Van Morrison voru gestir í fyrsta kvöldþætti Jimmys Fall- on á sjónvarpstöðinni NBC í stað Conans O´Brien sem tekur af Jay Leno í sumar. Fallon, sem hefur leikið í þátt- unum Saturday Night Live og í nokkrum bíómyndum, þótti standa sig vel. Þátturinn var aldrei langdreginn og Fallon lék á als oddi. Gerði hann meðal annars grín að De Niro, sem er þekktur fyrir stuttaraleg svör í viðtölum. Húsbandið The Roots stóð sig einnig með prýði og hélt uppi góðri stemningu. Góðir gestir hjá FallonGusGus heldur sína fyrstu tón-leika á árinu á Nasa 20. mars. Hljómsveitin spilaði síðast hér á landi á Iceland Airwaves-hátíð- inni við fínar undirtektir. Eftir það spilaði GusGus erlendis, meðal annars í Moskvu, Tókýó og Berlín. Síðastnefndu tónleikarnir voru lofaðir í hástert af þýskum fjölmiðlum og sjónvarpsstöðinni MTV sem voru á tónleikunum ásamt útsendurum virtra plötu- útgefenda sem hafa verið áhuga- samir um hljómsveitina. Á tónleikunum á Nasa mun GusGus vafalítið gefa áheyrend- um forsmekkinn af væntanlegri plötu sinni, 24/7 sem kemur út í júní. Forsala miða á tónleikana fer fram á Midi.is og í Skífunni. GusGus með tónleika GUSGUS Hljómsveitin GusGus heldur sína fyrstu tónleika á árinu á Nasa 20. mars. JIMMY FALLON Fyrsti þáttur Jimmys Fall- on í stað Conans O´Brien þótti heppnast mjög vel. NORDICPHOTOS/GETTY > SAKNAR PABBA SÍNS Rokkarinn Pete Doherty vill ólmur sættast við föður sinn sem neitar að tala við hann fyrr en Pete hætt- ir eiturlyfjaneyslu sinni. „Ég er næstum alveg hættur en þetta er erfitt. Hann lítur svo á að ef ég er í einhverri neyslu þá er ég ekki sonur hans. Ég elska mann- inn og vildi óska að við gætum farið á fótboltaleiki eins og við gerðum.“ „Ekkiþjóðin heitir bandið. Skrifað svona. Ekkiþjóðin,“ segir Grímur Atlason sveitarstjóri. Hann ásamt félögum sínum, Lýði Árnasyni lækni og Hrólfi Vagns- syni, sem sér um að réttir tónstig- ar séu farnir, voru við upptökur á nýrri plötu sem gefa á út fljótlega í orðsins fyllstu merkingu. „Með áherslu á að gefa. Platan verður sem sagt gefins. Við tókum upp sextán lög um helgina. Í lækna- bústaðnum í Bolungarvík. Hver borgar brúsann? Nú, Lýður. Og kannski ég,“ segir Grímur. Hann gefur lítt fyrir spurninguna um hvort tilgangur útgáfunnar sé ekki bara athyglissýki á háu stigi. „Til- gangurinn er að skemmta fólki og hafa gaman af lífinu. Band- ið mun spila í bland við Grjót- hrun í Hóls- hreppi á Aldrei fór ég suður. Sem er að venju um páskana. Það liggur fyrir umsókn þar um sem vel var tekið í.“ Grímur segir að Mugison, sem er æðstráðandi á tónlistarhátíð- inni, sé vel við Lýð lækni. Og svo sé reyndar um flesta Vestfirðinga ef undan eru skildir fáeinir kvóta- greifar. Og sveitarstjóri Dala- byggðar hefur þetta til marks um það. „Ég var einu sinni í bíl með honum í Hnífsdal þar sem hann braut um það bil allar umferðar- reglur. Löggan stopp- aði okkur og ég sagði við löggu mann: Lýður er góður maður. Og okkur var sleppt!“ Textarnir sem Ekkiþjóðin syng- ur einkennist af bullandi þjóðfélags- ádeilu. En tónlistar- stefnan er polki og reggí í bland. - jbg Sveitarstjóri og lækn- ir eru Ekkiþjóðin „Ég hef eiginlega alltaf verið syngj- andi,“ segir Karen Pálsdóttir fimmtán ára, en hún sendi nýverið frá sér lagið Því ástin. Lagið er gamalt sænskt Euro- vision-lag eftir Bobby Ljunggren, en íslenskan texta gerði Ingi- björg Gunnarsdóttir. Karen vakti fyrst athygli á Músíktilraunum í fyrra, en þar lenti hún í öðru sæti ásamt Óskari Axel Ósk- arssyni rappara og í kjöl- farið hlaut lagið Unglingar talsverða útvarpsspilun. „Ég held að mig hafi virkilega farið að langa að verða söngkona í kringum ell- efu ára aldurinn, annars ætlaði ég alltaf að verða dýralæknir,“ segir Karen sem hefur verið í söngtím- um hjá Regínu Ósk Óskarsdótt- ur síðastliðna þrjá vetur í Söngskóla Maríu Bjarkar. „Regína er alveg frá- bær og hefur kennt mér heilmikið. Hún hjálpaði mér með lagið Því ástin, benti mér á hvað væri sniðugt að gera og fékk Örlyg Smára til að taka það upp og útsetja,“ bætir hún við. Aðspurð segist hún stefna á frek- ara söngnám og segir popptónlistina heilla hvað mest. „Ég er að hugsa um að fara í FÍH og Menntaskólann í Hamra- hlíð þegar ég klára Öldutúnsskóla. Ég stefni á að gera allt sem ég get til að halda áfram í tónlistinni, því það er það skemmtilegasta sem ég geri,“ segir Karen. Því ástin fæst nú ókeyp- is til niðurhals í takmarkaðan tíma á tonlist.is og frekari upplýsingar um Karen má finna á www.myspace.com/ karenpmusic. - ag Hefur alltaf verið syngjandi ÞVÍ ÁSTIN Karen Pálsdóttir lenti í öðru sæti í Músíktilraunum í fyrra, en hún hefur nú sett gamalt sænskt Eurovision-lag í nýjan búning. Hér er hún með Örlygi Smára og Regínu Ósk sem hafa aðstoðað hana. GRÍMUR ATLASON Ekkiþjóðin ætlar að gefa út nýjan disk í orðsins fyllstu merkingu. LÝÐUR ÁRNASON Tónlist hljóm- sveitarinnar einkennist af bull- andi þjóðfélagsádeilu í textum en tónlistin er reggí og polki. Anita okkar Briem vakti athygli ljós- myndara þegar hún mætti á frumsýningu stórmyndarinnar Watchmen á mánudags- kvöldið. Spennumyndin Watchmen var frumsýnd með viðhöfn í Hollywood á mánudagskvöldið. Allar stjörnur myndarinnar og ýmis þekkt nöfn úr Hollywood voru mætt. Þar á meðal var íslenska leikkonan Anita Briem sem getið hefur sér gott orð þar í borg að undanförnu. Ljósmyndarar fylgdust með hverju fótmáli Anitu og tóku eftir glæsilegu veski sem hún bar. Anita á rauða dreglinum GLÆSILEG Bleikur kjóll Anitu vakti athygli og ljósmynd- arar tóku eftir vesk- inu sem hún bar. FALLEGT BROS Anita Briem tók sig vel út á rauða dregl- inum í Hollywood. N O R D IC PH O TO S/G ETTY STJÖRNUR Vanessa Hudgens og Zac Efron úr High School Musical voru meðal gesta. Hjá FORTIS starfar samhentur hópur lögfræðinga með víðtæka reynslu af lögmannsstörfum. Við leitumst við að veita persónulega og alhliða þjónustu á flestum sviðum lögfræðinnar og sérhæfum okkur í skaðabótamálum vegna umferðar- og vinnuslysa, skilnaðar- og sambúðarslitamálum svo fátt eitt sé nefnt. Höfum áratuga reynslu af uppgjöri slysabóta. Átt þú rétt á bótum eftir slys? Gylfi Thorlacius hrl. Svala Thorlacius hrl. S. Sif Thorlacius hdl. Kristján B. Thorlacius hdl. Guðmundur Ómar Hafsteinsson hdl. www.fortis.is K R A FTA V ER K Laugavegi 7 • 101 Reykjavík • Sími: 520 5800 • fortis@fortis.is Fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingum þér að kostnaðarlausu!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.