Fréttablaðið - 30.03.2009, Page 8
8 30. mars 2009 MÁNUDAGUR
1. Hvað heitir seðlabankastjór-
inn?
2. Í hvaða kaupstað á Vest-
fjörðum hefur veitingamaður
endurheimt pókerborð frá
lögreglunni?
3. Hvaða íbúi í Ölfusi varð eitt
hundrað ára í síðustu viku?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 22
STJÓRNMÁL Bjarni Benediktsson,
nýr formaður Sjálfstæðisflokksins,
segir skattahækkanir ekki lausn á
efnahagsvanda þjóðarinnar. Kosn-
ingabaráttan framundan snúist um
hvernig þeim verði hjálpað sem
standi illa. Aðrir flokkar hafi reynt
að slá eign sinni á hugtakið velferð
en hafi í því sambandi iðulega verið
efst í huga að auka útgjöld ríkisins.
Hjól atvinnulífsins verði að komast
á hreyfingu en það gerist ekki með
því að seilast sífellt dýpra í vasa
fyrirtækjanna.
Bjarni ræddi um glatað traust
Sjálfstæðisflokksins og sagði það
sameiginlegt verkefni fundar-
manna og annarra sjálfstæðis-
manna að endurheimta traustið
sem flokkurinn hefði alltaf notið
meðal landsmanna.
Hann kvaðst stoltur af hispurs-
lausum umræðum á landsfundin-
um; Sjálfstæðisflokkurinn hefði
farið í rækilega naflaskoðun. Hún
hefði ekki verið sársaukalaus,
ágreiningur væri uppi um mál en
ekkert væri gert til að fela ágrein-
ing. Styrkur flokksins gerði þetta
kleift og við umræðurnar nú stæði
flokkurinn enn sterkari.
Í stjórnmálaályktun landsfund-
arins segir að ríkisútgjöld verði
að dragast saman og nýta þurfi
fjármuni hins opinbera eins vel
og frekast er unnt um leið og
standa þurfi sérstakan vörð um
hag öryrkja, eldri borgara og fjöl-
skyldna.
Til að tryggja að til verði allt að
tuttugu þúsund ný störf þurfi meðal
annars að afnema hið fyrsta höft á
gjaldeyrisviðskipti, hafna öllum
nýjum sköttum og skapa sátt um
nýtingu auðlinda. Hefja beri þegar
uppbyggingu orkufrekra atvinnu-
greina svo sem gagnavera, álvera
og annarra hátæknifyrirtækja.
Þá beri að stefna að því að í boði
verði óverðtryggð lán og veitt-
ir möguleikar á að breyta verð-
tryggðum lánum í óverðtryggð
þegar verðbólga og vextir leyfi.
Hugmyndum núverandi ríkis-
stjórnar um há- og millitekjuskatt
er hafnað en stefna beri að því að
stýrivextir verði 5-6 prósent undir
árslok.
Í stjórnmálaályktun sinni ítrek-
ar Sjálfstæðisflokkurinn það mat
sitt að við núverandi aðstæður sé
hagsmunum þjóðarinnar best borg-
ið utan Evrópusambandsins.
bjorn@frettabladid.is
Skattahækkanir óráð
í endurreisnarstarfinu
Nýr formaður Sjálfstæðisflokksins segir hreinskiptnar umræður á landsfundi
hafa styrkt flokkinn. Sameiginlegt verkefni sjálfstæðismanna sé að endur-
heimta það traust sem flokkurinn hafi jafnan notið meðal landsmanna.
FORMANNSSKIPTI Geir H. Haarde afhenti Bjarna Benediktssyni lyklavöldin að Valhöll
um leið og hann óskaði arftaka sínum til hamingju með kjörið á landsfundi Sjálf-
stæðisflokksins í Laugardalshöll síðdegis í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
STJÓRNMÁL Geir Haarde, frá-
farandi formaður Sjálfstæð-
isflokksins, sagði í ræðu á
landsfundi flokksins í gær að
ummæli Davíðs Oddssonar í garð
Endurreisnarnefndar flokksins
og formanns hennar væri ómak-
leg og óverðskulduð.
Davíð Oddsson sagði í ræðu
sinni á fundinum á laugardag að
skýrsla Endurreisnarnefndarinn-
ar væri hrákasmíð og hann sæi
eftir þeim trjágróðri sem notaður
var í að prenta skýrsluna. Einnig
sagði hann skjóta skökku við að
sá sem ætti að semja siðareglur
fyrir Sjálfstæðisflokkinn væri
sami maður og var ráðinn fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnu-
lífsins af Jóni Ásgeiri, Hreiðari
Má og Hannesi Smárasyni. Þar
átti Davíð við Vilhjálm Egilsson,
formann nefndarinnar. - kg
Geir um ummæli Davíðs:
Ómakleg og
óverðskulduð
GEIR HAARDE Hann sagði Davíð hafa
vegið með ómaklegum hætti að Endur-
reisnarnefnd flokksins. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Fíkniefni á Akureyri
Þrjú fíkniefnamál komu upp hjá
lögreglunni á Akureyri á föstudag.
Meðal annars var lagt hald á tæp
þrjátíu grömm af amfetamíni, nokkuð
af sterum og níu kannabisplöntur. Öll
málin teljast upplýst.
LÖGREGLUFRÉTTIR
KÓLUMBÍA, AP Kólumbískur maður
er sakaður um að hafa haldið
dóttur sinni fanginni og eignast
með henni ellefu börn. Réttar-
höld standa nú yfir honum og
hefur málið vakið mikinn óhug í
Kólumbíu. Þykir því svipa mjög
til máls austurríska níðingsins
Josephs Fritzl.
Maðurinn, sem er 59 ára, heit-
ir Arcedio Alvarez og hefur
hann þegar fengið viðurnefnið
„Skrímslið frá Mariquita“. Hann
er sagður hafa misnotað dóttur
sína, sem nú er á fertugsaldri,
síðan hún var níu ára gömul.
Maðurinn neitar því að hafa
nauðgað henni og framið sifja-
spell, enda sé hún ættleidd.
Að sögn dótturinnar var hún
fimm ára þegar móðir henn-
ar féll frá. Eftir það bjó hún ein
með Alvarez. Konan segist alla
tíð hafa litið á hann sem föður
sinn. - fb
„Skrímslið frá Mariquita“:
Átti börn með
dóttur sinni
VEISTU SVARIÐ?