Fréttablaðið - 30.03.2009, Síða 10

Fréttablaðið - 30.03.2009, Síða 10
10 30. mars 2009 MÁNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Hjá Símanum starfar gott fólk sem veitir prýðilega þjónustu og leggur sig fram við að hjálpa okkur kúnnunum. Og sjónvarps- þjónusta Símans hefur að minnsta kosti séð til þess að maður getur horft á alvöru-Taggart í danska sjónvarpinu á miðvikudagskvöld- um og alvöru tónlistarþætti í norska sjónvarpinu á sunnudags- kvöldum – og þar fram eftir göt- unum. Prýðisfyrirtæki. En ætti kannski aðeins að hugsa sinn gang hvað auglýsingar varðar? Einu sinni var Síminn ríkis- fyrirtæki. Ég veit ekki hvað hann er núna – einkafyrirtæki á fram- færi ríkisins? Hann er að minnsta kosti vafinn í bómull. Og hefur kannski þess vegna ekki veitt því athygli að nú er lengur ekki tími til að bera sig borginmannlega. Það er óviðkunnanlegt að láta baula á sig úr bómull. Bómull: Síminn er eitt af þess- um Flokksfyrirtækjum Davíðs- tímans sem við kvöddum end- anlega í fyrradag með ræðu mannsins sem kann ekki að gúgla. Þetta er einhvers konar ríkis- fyrirtæki að þykjast vera einka- fyrirtæki. Einokunarfyrirtæki í þykjustusamkeppni. Fyrirtæki sem er meira og minna í áskrift hjá okkur þó að svo eigi að heita að málamyndasamkeppni ríki á símamarkaði. Og rukkar okkur um býsna hátt gjald fyrir þjón- ustu sem enginn veit hvað kostar fyrirtækið í raun og veru. Mála- myndasamkeppnin felst í því að tvö önnur símafyrirtæki leitast við að ná einhverri markaðshlut- deild, og sökum þess – eins og við þekkjum svo vel – að hinir svo- kölluðu samkeppnisaðilar bjóða allir upp á sama verðið þá snýst allt um ímynd, auglýsingar, til- raunir til að þyrla upp ryki með sláandi tilboðum sem núlluð eru út einhvers staðar annars staðar. Gott og vel. Þetta þekkjum við. Svona er þetta. En er ekki samt óþarfi að hafa auglýsingarnar frá þessu fyrirtæki alveg svona bjálfalegar? Það er vissulega leiðinlegt að horfa á leiðinlegt sjónvarpsefni en er nokkuð leið- inlegra en leiðinleg sjónvarpsaug- lýsing? Það eina sem gæti verið leiðinlegra en leiðinleg sjónvarps- auglýsing er leiðinleg auglýsing í annað sinn. Um þriðja sinn er ekki að ræða þökk sé fjarstýringunni. Um hríð hefur dunið á lands- mönnum auglýsing sem er lang- dregnari en Tarkovskí-mynd – án þess að gefa manni nokkuð eins og þær gerðu þó ef maður gaf sig þeim á vald. Þar má líta hóp manna sem á árunum gátu sér orð sem fréttamenn og fá nú að endurlifa þá tíð á blaðamanna- fundi þar sem sá góði þjóðleik- ari Hilmir Snær þrástagast á einhverju um símaþjónustu sem því miður er ekki nokkur vegur að muna því auglýsingin er svo ævintýralega leiðinleg. Og var víst ekki einu sinni satt. Þetta er dæmigerð auglýsing frá drýldnu stórfyrirtæki: löng, búraleg og óhemju dýr. Það er í sjálfu sér geysileg bjartsýni hjá auglýs- ingagerðarmönnunum að ímynda sér æsilegan blaðamannafund sem hefði að geyma óvænt tíð- indi um verðlagningu símaþjón- ustu á Íslandi því að í þeim efnum er ævinlega bara ein frétt: þetta hækkar. Meðal annars til að standa straum af svona auglýs- ingum. Og þó er þessi langa auglýs- ing beinlínis góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna í samanburði við fruntaskapinn sem Síminn lætur sér sæma að bjóða okkur upp á í útvarpi í tíma og ótíma, rétt eins og enn sé árið 2006 og allir að far- ast úr frekju. Þá þarf sá fíni þjóð- lesari Guðni Kolbeinsson að lesa upp ímyndaða sjónvarpsdagskrá með öllu því efni sem þröngsýnir strákar á auglýsingastofu geta ímyndað sér að sé leiðinlegt áður en sá lestur er snarlega rofinn og okkur tilkynnt af rogginni röddu að leiðinlegt sé að horfa á leiðin- legt sjónvarp en hins vegar bjóði Síminn upp á Skjá-bíó. Þar sem við getum horft á amerískar bíó- myndir. Þegar hlustað er eftir til- skipunum Símans um það hvað sé leiðinlegt má heyra að það eigi við um allt sem ekki sé amerísk bíó- mynd. Grænlensk mynd, ha ha ha. Norsk mynd ha ha ha. Mynd um afrískan strák HA HA HA. Síminn gjörir heyrinkunnugt að okkur beri að leiðast allt slíkt – okkur beri að horfa á Batman. Þar sem listrænn hátindur felst í nýrri útfærslu á þeim endalausa bílaeltingaleik sem amerískar bíó- myndir hafa nú verið yfir þrjátíu ár. Um að gera að horfa á slíkt fram að átján ára aldri, og síðan af og til. Eftir það fer samt flesta að langa að fá meiri fregnir af mannlífinu og innsýn í sálirnar, jafnvel eitthvað til að spegla sitt eigið hlutskipti. Slíkt fáum við ekki síst með því að horfa á efni sem búið er til í skringilegum og fjarlægum löndum á borð við Grænland og Noreg – já og Ísland. Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is íðaboxSk Pacific 600190 x 63 x 39 cm340 L54.900.- Baulað úr bómull UMRÆÐAN Magnús Orri Schram skrifar um heilsu Ferðaþjónusta getur gegnt lykilhlutverki við endurreisn atvinnulífsins okkar. Atvinnugreinin er atvinnu- og gjaldeyris- skapandi. Hins vegar má búast við að hefð- bundin ferðaþjónusta sé í vörn á heimsvísu og því er mikilvægt að Ísland bregðist við með einhverjum hætti. Innan ferðageirans er horft til heilsutengdrar ferðaþjónustu. Almenning- ur virðist síður vilja spara við sig er kemur að því að sinna sjálfum sér, andlega sem líkamlega, hvort sem er til heilsubótar eða í lækningaskyni. Ísland á mikla möguleika á þessu sviði. Ímynd Íslands er nátengd hreinleika náttúru og matvæla, háum lífsgæðum og góðri heilbrigðisþjónustu. Öll þessi hugtök eru mikilvæg í heilsutengdri ferða- þjónustu, þar sem almenningur sækist eftir hollum lífsháttum, tengslum við náttúru og að njóta fyrsta flokks þjónustu hvort sem er á spítölum eða heilsu- hælum. Nýtum möguleika Íslands á sviði heilsutengdr- ar ferðaþjónustu. Margar áhugaverðar hugmynd- ir komu þar fram um hvernig Ísland ætti að sækja fram í þessum geira. Hópurinn Vatnavinir rakti þar t.d. möguleika okkar vegna einstæðrar bað- menningar sem nær allt frá Bláa lóninu til sundlauga og „villtra“ heitra lauga í náttúru landsins. Kjartan Ragnarsson, frumkvöðull af Vesturlandi, kynnti þar hugmynd sína að „miðaldaböðum“ við Deildartunguhver sem að einhverju leyti byggði nálgun sína á fornri baðmenningu. Þá kynnti Berglind Ásgeirs- dóttir, ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneyt- is, þá kosti sem íslenskt heilbrigðiskerfi býr yfir og mætti nýta til hagsbóta fyrir ferða- þjónustu í landinu. Ef við viljum byggja upp gott atvinnulíf á Íslandi þýðir ekki fyrir okkur að vera með stórar skyndilausnir. Margir og fjölbreytt- ir sprotar leiða af sér miklu sterkari undirstöðu en ef atvinnulífið þarf að treysta á eina atvinnugrein og afurðaverð innan hennar. Umræðan um heilsulandið Ísland sýnir að náttúra landsins getur gegnt lykilhlutverki við uppbyggingu atvinnulífs hér á landi. Að gæta að náttúru lands- ins og ímynd þess er þannig stærsta hagsmuna- mál þeirra sem vilja fjölga störfum á Íslandi. Það er villandi nálgun að setja fjölgun starfa og vernd- un umhverfisins upp sem tvo andstæða póla í stjórn- málaumræðu. Höfundur er frambjóðandi á lista Samfylkingar- innar í Suðvesturkjördæmi. Heilsulandið Ísland MAGNÚS ORRI SCHRAM Afstæður sannleikur Davíð Oddsson þótti spreng- hlægilegur í ræðustól á landsfundi Sjálfstæðisflokksins á laugardag. Seðlabankastjórinn fyrrverandi sakaði meðal annars „verklausa minnihlutastjórnina“ sem nú er við völd um að hafa þverbrotið allar skráðar og óskráðar reglur og bitið höfuðið af skömminni með því að ráða norskan lausamann úr Verkamannaflokknum sem eftirmann sinn í bankanum, mann „sem ekki nokkur maður hafði heyrt minnst á. Ekki einu sinni Google sem þekkir þó marga“, og uppskar hláturrokur að launum. Sé nafninu Svein Harald Øygard slegið upp í téðu leitarkerfi koma upp 17.800 niður- stöður, og lítur því út fyrir að norski lausamaðurinn og Google séu í nánara sambandi en Davíð hélt fram. Auðvitað er góðra uppistandara siður að láta sannleikann ekki flækjast fyrir góðri sögu, og það veit Davíð. En í kjölfarið hafa einhverjir velt því fyrir sér hvað fleira Davíð hefur sagt ósatt um síðustu mánuði. Pappírs-Dabbi Í ræðu sinni vék Davíð einnig orðum sínum að skýrslu endurreisnarnefndar flokksins, sem hann sagði hrákasmíði. Hann sagðist líka sjá eftir þeim trjágróðri sem notaður var í að prenta skýrsluna. Í ljósi þessara óvæntu náttúruvernd- arsjónarmiða velta gárungarnir fyrir sér hvort Davíð sjái jafnmikið eftir gróðrinum sem fór í að prenta öll þau óteljandi minnisblöð og skýrslur sem Davíð hefur vísað í að undan- förnu, pappír sem virðist ekki vera til nema í kolli hans sjálfs. Klappedí klapp Hvað sem öðru líður má ljóst vera að Davíð Oddsson er langt því frá hættur afskiptum af þjóðmálum. Enda ekki nema von þegar hann, sem óbreyttur flokksmað- ur, fær betri viðtökur við ræðum sínum en forystu- menn flokksins. Og það fyrir ræðu sem fæstir flokksmanna virtust vera sammála. kjartan@frettabladid.is GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Í DAG | Auglýsingar Símans E in helsta ástæða þess hversu vel einelti þreifst lengi í skólum og á vinnustöðum er sú tilhneiging, ekki bara fjöldans heldur einnig þeirra sem með valdið fara, að leggjast á sveif með hinum sterkari í stað þess að snú- ast til varnar fyrir þann sem á undir högg að sækja. Sem betur fer hefur orðið vakning á þessu sviði og í það minnsta má vona að einelti þrífist ekki með sama hætti og var bara fyrir fáeinum árum og að áfram muni úr því draga. Þeir sem stjórna skólum og leikskólum eru sem betur fer all- flestir vakandi fyrir því hlutverki sínu að standa vörð um þá einstaklinga sem þeim hefur verið trúað fyrir. Þó eru á þessu undantekningar sem birst hafa dæmi um síðustu vikur. Á dögunum virtist leikskólastjóri í Reykjavík telja að hlut- verk hans væri fremur að standa vörð um réttindi og kjör starfsmanns síns en barns, nemanda við leikskólann, sem þessi starfsmaður hafði slegið til, jafnvel oftar en einu sinni. Leik- skólastjórinn fékk stuðning baklands síns, Leikskólasviðs borg- arinnar. Það var ekki fyrr en málið komst á borð borgarstjór- ans í Reykjavík að starfsmaðurinn var leystur frá störfum, að hagsmunir og öryggi leikskólabarnsins voru hafðir í fyrirrúmi en ekki kjaramál starfsmannsins brotlega. Í framhaldsskóla á Suðurlandi var 16 ára piltur barinn af skólabræðrum sínum í upphafi árs. Sömu gerendur voru nýlega dæmdir fyrir líkamsárás á annan pilt. Ofbeldismennirnir tveir stunda enn nám við skólann. Enn er taumur hins sterkari dreg- inn og aftur fær skólastjórinn stuðning baklandsins, í þessu tilviki menntamálaráðuneytisins. Og það er ekki fyrr en málið er komið á borð ráðherrans sjálfs að skólastjórinn er hvattur til að endurskoða ákvörðun sína. Í síðustu viku var framhaldsskólakennari dæmdur fyrir að hafa haft í fórum sínum barnaklám. Eftir að dómur var fallinn mætti kennarinn til sinna starfa eins og ekkert hefði í skorist. Að vísu beindist ofbeldið sem kennarinn var dæmdur fyrir ekki að nemendunum hans beint. Ljóst hlýtur þó að vera að aldrei á að bjóða táningum upp á kennslu manns sem haldinn er barna- girnd. Því hefði maðurinn vitanlega átt að víkja úr starfi sínu um leið og rannsókn hófst. Skilaboðin sem framannefndir skólastjórnendur senda nem- endum sínum er að ofbeldi sé liðið innan skólans, að litið sé á það sem tiltölulega léttvæga yfirsjón að leggja hendur á barn, að ganga í skrokk á unglingi og horfa á klámfengnar myndir af börnum; að nemendurnir beri sjálfir ábyrgð á því að verjast ofbeldinu en skólinn gegni þar ekki hlutverki. Ekki má gleyma því að allir eiga rétt á uppreisn æru og að bæta fyrir brot sín. Það verður þó að gerast á öðrum stað og á öðrum tíma. Sem betur fer eru langflestir skólastjórnendur á öllum skóla- stigum algerlega meðvitaðir um ábyrgð sína gagnvart skjól- stæðingum sínum, nemendunum. Hér er um undantekninga- dæmi að ræða. Þetta eru þó undantekningar sem aldrei ættu að eiga sér stað. Ábyrgð á börnum og ungmennum má ekki bregðast. Sá er hlífa skyldi STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.