Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.2006, Side 6
6 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 21. janúar 2006
Ú
trás er nýyrði í íslensku enda
lýsir það nýjum veruleika. Ís-
lensk fyrirtæki stunda nú við-
skipti sín á erlendum mörk-
uðum meira en nokkru sinni
fyrr, þau fjárfesta í erlendum
fyrirtækjum eða stofna sín eigin á erlendri
grund. Orðið útrás á að lýsa þessu og gerir það
með fremur jákvæðum blæ. Og það er sjálfsagt
jákvætt að íslensk fyrirtæki skuli nú nema lönd
en fylgifiskar þessara siglinga eru margir og
kannski óvæntir, meðal annars enn meiri áhrif
enskrar tungu á Íslandi.
Flest hinna svokölluðu út-
rásarfyrirtækja hafa höfuð-
stöðvar sínar ennþá á Íslandi
en sökum þess að útibú og ýmsir samstarfs-
aðilar eru í öðrum löndum fer starfsemi þeirra
að mestu fram á tveimur tungumálum. Í ein-
hverjum tilfellum er annað tungumálið orðið
fyrirferðarmeira – enska.
Enskan er málið – og íslenskan
Bankarnir eru ágæt dæmi en í einum þeirra er
enskan orðin að máli bankans. „Enskan er í
rauninni orðin tungumál KB banka og er búin
að vera það í nokkurn tíma,“ segir Jónas Sigur-
geirsson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs
hjá KB banka. „Allir stjórnarfundir fara fram á
ensku, enda nokkrir stjórnarmenn erlendir, og
ársskýrslurnar eru eingöngu gefnar út á ensku.
Þar sem við erum orðin alþjóðlegur banki gefur
augaleið að upplýsingar þurfa að vera á ensku.“
Jónas segir tölvupóst til starfsmanna innan-
húss vera yfirleitt bæði á ensku og íslensku en
einnig komi fyrir að tölvupóstur sem er ein-
göngu á ensku sé sendur á alla. „Þeir Íslend-
ingar sem vinna í alþjóðlegu bankaumhverfi
verða að vera tvítyngdir,“ segir Jónas. „Ég sé
þetta ekki sem ógn við íslenskuna enda er
enskan fyrst og fremst vinnumál sem notað er í
samskiptum starfsmanna á milli landa. Enskan
er tungumál alþjóðlegra viðskipta. Við erum
með banka í tíu löndum og það er nauðsynlegt
að allir geti talað saman á einu tungumáli,“ seg-
ir Jónas.
Í Íslandsbanka eru samskipti að talsverðu
leyti á ensku að sögn Völu Pálsdóttur, upplýs-
ingafulltrúa bankans. „Einn af framkvæmda-
stjórum okkar er erlendur og því hefur mikið af
samskiptum okkar færst yfir á ensku bæði
hvað varðar stjórn og innri samskipti. Við erum
líka með mikið af viðskiptum okkar erlendis.
Hins vegar er kjarnastarfsemin hérna heima
alfarið á íslensku og við leggjum okkur fram
um að tala gott íslenskt mál. Það hefur ekkert
hallað á íslenskuna sjálfa í bankanum en þegar
fyrirtæki færir út kvíarnar og hluti starfs-
manna er erlendur verðum við að sjálfsögðu að
finna okkur sameiginlegt tungumál og fyrir
valinu varð enskan. Við höfum þurft að laga
okkur að því umhverfi sem við vinnum í,“ segir
Vala. Hún segir tölvupóst til starfsmanna að
öllu jöfnu vera á íslensku en það fari nokkuð
eftir eðli póstsins og hverjir eigi í samskiptum,
t.d. séu öll tölvubréf og annað innan fjárfest-
inga- og alþjóðasviðs alfarið á ensku.
Vala segir alla vinna að því að auka aðgang
erlendra fjárfestra að þeim fyrirtækum sem
eru skráð á markað á Íslandi og lykillinn að því
sé að veita upplýsingar á ensku til að gæta jafn-
ræðis á markaðnum. „Að auki fjármagnar
bankinn sig að stærstum hluta á erlendum
mörkuðum og því verðum við að geta veitt þeim
aðilum innsýn í okkar rekstur. Ég tel að ef farið
er rúm fimm ár aftur í tímann þá hafi stærstur
hluti upplýsinga fyrirtækja verið á íslensku en í
dag er þetta orðið nokkuð jafnt og flestallt efni
fyrirtækja sem starfa erlendis er bæði á ís-
lensku og ensku,“ segir Vala.
Hún telur að þrátt fyrir aukna útrás gleymi
íslensk fyrirtæki ekki rótum sínum og því muni
íslenskan leika stórt hlutverk í kjarnastarfsemi
þeirra áfram hér á landi.
Í Landsbankanum hefur þetta breyst í takt
við alþjóðavæðinguna eins og annars staðar.
Þar er notuð mikil enska en þrátt fyrir það fara
bankaráðsfundir fram á íslensku sem og öll
innanhússsamskipti íslenskra starfsmanna,
samkvæmt upplýsingum frá Atla Atlasyni,
framkvæmdastjóra starfsmannasviðs.
Stjórnar- og hluthafafundir á ensku
Hjá stoðtækjafyrirtækinu Össuri fengust þær
upplýsingar að enskan væri meira og minna
notuð innan fyrirtækisins en allt útgefið efni
væri bæði á íslensku og ensku og allir fundir á
Íslandi væru haldnir á íslensku. Tölvupóstur til
starfsmanna Össurar er bæði á ensku og ís-
lensku en á innra netinu er allt á ensku enda
eiga allir starfsmenn að geta fylgst með því
sem þar fer fram.
Sigurborg Arnarsdóttir, upplýsingafulltrúi
Össurar, segir fyrirtækið vera með fund fyrir
íslensku markaðsaðilana á íslensku en þá er-
lendu á ensku. „Við prufuðum að skipta þessum
fundum alveg yfir í ensku en það virkaði ekki.
Við höldum okkur við að hafa þetta tvískipt.
Stjórnarfundir fara reyndar fram á ensku því
það eru tveir erlendir aðilar í stjórn og á síð-
asta ári fórum við að halda hluthafafundina á
ensku, við gátum ekki boðið hluthöfum upp á
annað. Framkvæmdastjórnin fundar á íslensku
en fundargerðirnar eru á ensku.“
Sigurborg segir fyrirtækið farið að gera
meira efni á ensku enda segir hún það ekki
komast upp með það lengur að hafa eitthvað
bara á íslensku. „Meðan við erum skráð á ís-
lenskum markaði sé ég ekki fyrir mér að þetta
muni breytast í bráð.“
Hjá Marel fara öll samskipti innanlands við
Íslendinga fram á íslensku. „Þetta hefur verið
rætt svolítið í fyrirtækinu því það er með
dótturfyrirtæki um allan heim og það væri oft
meira hagræði að því ef samskiptatungumálið
væri enska en það er það ekki enn sem komið
er,“ segir Lára Hallgrímsdóttir, sviðsstjóri á
útgáfusviði hjá Marel. Heimasíða Marels er öll
á ensku og hægt er að velja mörg tungumál en
ekki íslensku. Lára segir það vera vegna þess
að stærsti kúnnahópur þeirra sé erlendis og
hann sé settur í fyrsta sæti, en vilji sé fyrir
hendi að halda líka úti heimasíðu á íslensku og
stefnt sé að því. „Það er vilji fyrir því að rækta
íslenskuna í fyrirtækinu enda sjáum við okkur
sjálf sem íslenskt fyrirtæki og í framtíðinni sé
ég ekki annað en við munum halda okkur við
það. Þegar tengslin verða meiri og markaður-
inn stækkar erlendis gerist það bara sjálfkrafa
að enskan kemur inn í fyrirtækið,“ segir Lára.
Málstefna og enskukennsla
Fjölgun háskóla í landinu hefur aukið náms-
framboð. Mikil kennsla fer nú fram á ensku í
mörgum þeirra og flest kennslugögn eru á
ensku eða öðru tungumáli en íslensku. Háskóli
Íslands er eini háskólinn hérlendis sem hefur
markað sér ákveðna málstefnu en hún hefur að
leiðarljósi að talmál og ritmál Háskólans sé ís-
lenska, jafnt í kennslu, rannsóknum sem
stjórnsýslu. Þetta felur m.a. í sér að kennsla og
próf til fyrstu háskólagráðu fara að mestu fram
á íslensku. Rannsóknum og framhaldsnámi
fylgja erlend samskipti og fleiri mál en íslenska
eru notuð í því starfi, einkum enska. Megin-
kennslumál í framhaldsnámi er þó íslenska, eft-
ir því sem við verður komið, segir í stefnunni.
Háskólinn vill stuðla að því að gera kennurum,
sérfræðingum og nemendum kleift að tala og
skrifa um öll vísindi á íslensku og gera þau
jafnframt aðgengileg almenningi eins og kost-
ur er.
Í Háskólanum í Reykjavík er megnið af nám-
skeiðunum, sem í boði eru, kennt á íslensku.
„Námskeiðum á ensku fjölgar ár frá ári og er
það út af auknum fjölda skiptinema sem sækja
skólann árlega, við erum skuldbundin til að
hafa ákveðinn fjölda af námskeiðum á ensku á
hverju ári vegna þess,“ segir Steinn Jóhanns-
son, forstöðumaður kennslusviðs í HR. „Við
höfum verið að halda einstök námskeið bæði á
ensku og íslensku til að þjóna báðum hópum,
því það finnst ekki öllum nemendum þægilegt
að sitja í námskeiðum á ensku. Það er mest
kennt á ensku í viðskiptadeildinni auk þess sem
mjög mörg námskeið í meistaranámi í tölvun-
arfræði eru kennd á ensku. Mestallt MBA- og
MA-nám í viðskiptadeild fer fram á ensku.“
Steinn segir prófin í þessum námskeiðum
vera á ensku en í þeim námskeiðum sem ís-
lenskir kennarar kenni á ensku séu prófin líka
á íslensku. „Við höfum ekki orðið vör við að
þetta sé vandamál fyrir nemendur en það kem-
ur fyrir að einn og einn kvartar í grunnnám-
inu.“
Að sögn Steins mun enskum námskeiðum
fjölga í HR á næstu árum.
Íslenskukennsla skert um 33%
Björk Einisdóttir er formaður Samtaka móð-
urmálskennara. Hún segir fjölda kennara hafa
lýst yfir áhyggjum sínum af stöðu íslenskunnar
nú um stundir. „Á vorfundi Samtaka móður-
málskennara, sem haldinn var í apríl síðast-
liðnum, var rætt um styttingu námstíma til
stúdentsprófs og afleiðingar hennar fyrir ís-
lenskukennslu. Fundurinn sendi frá sér álykt-
un þar sem kennarar mótmæla harðlega fyrir-
hugaðri skerðingu íslenskunáms í framhalds-
skólum,“ segir Björk og bætir við að ef
skerðingin nái fram að ganga hafi íslensku-
kennsla í framhaldsskólum verið skert um 33%
á innan við tíu árum.
Björk segist hafa áhyggjur af því að stór
hópur ungs fólks gefi sér lítinn eða engan tíma
fyrir bókmenntalestur. „Lesturinn eflir orða-
forða, eykur þekkingu og reynslu, stuðlar að
færni í mannlegum samskiptum og er undir-
staða allrar menntunar. Hann eflir með fólki
munnlega og skriflega tjáningu og er mikil-
vægur fyrir þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi. Ég
tel mikilvægt að nemendur, foreldrar þeirra,
skólinn og samfélagið allt vakni til vitundar um
hve bókin má sín lítils í samanburði við tölv-
urnar og sjónvarpið. Sú hugsun er stöðugt
áleitnari hjá mér að tækni- og alþjóðavæðing
undanfarinna ára hafi gert það að verkum að
það sem skiptir unglinga mestu máli fari fram á
símanum, oftast á sms-boðum, eða í gegnum
tölvusamskipti þar sem oft á tíðum ríkir annað
tungumál en íslenska. Að sjálfsögðu er tölvu-
og farsímanotkun ungs fólks eðlilegur hluti af
daglegu lífi þeirra en ég tel mikilvægt að for-
eldrar og kennarar kynni sér það tungumál
sem þarna er talað, bæði hvað er sagt og hvern-
ig það er sagt.“
Björk leggur áherslu á að það sé ýmislegt já-
kvætt að gerast úti í samfélaginu sem við-
kemur íslenskri tungu en það komi fæst beint
frá menntamálaráðuneytinu. Sem dæmi nefnir
hún Bókmenntaþing ungra lesenda, Stóru upp-
lestrarkeppnina og samstarf Samtaka móður-
málskennara og Mjólkursamsölunnar. „Á með-
an aldrei hefur verið jafnmikil þörf á að standa
vörð um íslenska tungu er unnið að því að
skerða kennslu í íslensku. Ég á erfitt með að
átta mig á samhenginu.“
Hvert er málið?
Íslenskan, enskan,
útrásin og skólarnir
Eftir Ingveldi
Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
’„Þeir Íslendingar sem vinna í alþjóðlegu banka-umhverfi verða að vera tvítyngdir.“‘
Staða málsins