Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.2006, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.2006, Blaðsíða 3
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 22. apríl 2006 | 3 S annleikann finnurðu í skáld- skapnum,“ segir Lolo, ein kvennanna í leikritinu Limbo eftir Margaretu Garpe, sem frumsýnt verður á laugardaginn í Þjóðleikhúsi Færeyja. Lolo er komin á eyju útí hafi til að skoða sjálfa sig og skilja. Skilja hver hún er í raun og veru. Þar er hún í samfélagi við aðra sem komnir eru þangað, einnig af sömu ástæðu. Samfélag fólks af ólíkum stéttum, ólíkum aldri, einskonar þverskurður af stærra samfélagi. Orð Lolo minna okkur á að til að skilja okkur sjálf, tilvist okk- ar sem einstaklinga í samfélagi við aðra leit- um við í listina. Listina sem umskapar og rannskar sannleikann, bregður birtu á líf okkar og skoðar athafnir manna í smásjá á afmarkaðri stund. Listin er ummyndun á sannleikanum. Í leikhúsi berum við tilfinn- ingar á svið, skoðum þær í þrívíðu rými leik- hússins – um leið og við skemmtum okkur, gerum stundina skemmri. Þannig er listin og lífið samofið. Komumst kannski ögn nær því að skilja hvað það er að vera manneskja. Á tungumáli sem við skiljum, njótum blæbrigð- anna, leitum undirtextans og kryfjum tilveru okkar. Bangladess Menning þjóðar og tungumál er það sem ger- ir þjóð að þjóð. Fyrir réttum tveim mánuðum var ég í Bangladess. Á Degi móðurmálsins, sem er haldinn há- tíðlegur víða um heim 21. febrúar, var ég við- staddur þegar íbúar Dahka, höfuðborgar Bangladess, gengu milljónum saman um göt- ur borgarinnar í skrúðgöngum að aðaltorgi borgarinnar til að minnast þeirra sem létu lífið fyrir menningu og tungumál þjóðar sinn- ar. 21. febrúar 1971 var barist á götum borg- arinnar fyrir sjálfstæði. Þá hét Bangladess Austur-Pakistan og herraþjóðin vildi útrýma tungumáli þeirra, Bengal. Menning þjóðar og tungumál gerir þjóð að þjóð og því reis fólk upp og barðist fyrir tungu sinni og menningu – og hafði sigur. Þess minnast íbúar Bangla- dess á hverju ári á Degi móðurmálsins. Það er þjóðhátíðardagur Bangladess. Það var afar sérstök tilfinning að verða vitni af þeirri djúpu virðingu sem íbúar Dahka sýndu þeim sem höfðu barist og látið lífið fyrir þjóð sína þennan dag fyrir 35 árum. Hversu meðvitaðir þeir voru um mikilvægi þess að eiga sitt eigið tungumál sem skáldið þeirra, Tagore, „Skáld ástarinnar“, hafði skrifað sín ódauðlegu ljóð á. Tungumálið sem auðgaði menningu þeirra og sjálfsskilning. Og þar sem ég var í hópi milljóna borgarbúa að leggja blómsveig á torgið varð mér hugsað heim til friðsælu eyjunnar minnar norður undir Norðurheimskautsbaug. Mér varð hugsað til þeirra sem höfðu barist fyrir efl- ingu þessa tungumáls sem þar er talað. Tungumálið, sem Íslendingasögurnar voru ritaðar á og þjóðin hefur varðveitt. Tungu- málið sem við enn tölum. Það hefur gert mig að Íslendingi. Ísland Í byrjun 20. aldar var sterk hreyfing komin fyrir verndun og hreinsun og eflingu íslensk- unnar, sem þá var vægast sagt orðin dönsku- skotin og vanvirt. Þá varð til hugmyndin um Þjóðleikhús Íslendinga. Samhliða aukinni sjálfstæðiskröfu óx hugmyndinni um Þjóð- leikhús fiskur um hrygg. Í Þjóðleikhúsi skyldi þjóðtungan okkar töluð og á sviðinu mætti verða listræn rannsóknarstofa á mann- eskjunni, hvort heldur textinn væri skrifaður af skáldjöfrum heimsins, Shakespeare, Mol- iere, Sofokles eða nútímaskáldum okkar og annarra þjóða. Málið yrði okkur tamt, okkar eigið mál. Þjóðleikhús varð tákn um tungu- mál og menningu þessarar litlu þjóðar á eyj- unni í norðri sem vildi viðhalda menningu sinni og tungu. 1930 var hafist handa við að byggja glæsi- legt hús sem skyldi verða þetta musteri ís- lenskrar tungu. Óþreytandi er ég að dást að forfeðrum mínum, þessari fátæku kotungs- þjóð, sem var svo stórhuga að gera sér ekki að góðu neitt kot til að verða tákn um tilvist sína. 1950 var Þjóðleikhúsið vígt við afar há- tíðlega athöfn með stórsýningum á þrem leikritum eftir helstu skáldin, þá Halldór Laxness, Indriða Einarsson og Jóhann Sig- urjónsson. Öll þjóðin fylgdist stolt með. Í dag vekur leikhúsaðsókn á Íslandi at- hygli víða um heim, því fátítt er að fleiri að- göngumiðar séu seldir í leikhússæti á ári, en nemur íbúatölu þjóðar, eins og gerist á Ís- landi. Við verjum miklu fé til leiklist- arstarfsemi, en á móti veitir hún mörgum at- vinnu og ekki síst, auðgar hún menningu og styrkir sjálfsmynd okkar ómetanlega. Með- vitundin um mikilvægi þjóðtungunnar hefur gert leikhúsið að ómissandi þætti í menningu þjóðarinnar og leikhúsið heldur áfram að vera rannsóknarstofa á mannlegu eðli. Ís- lensk leikrit, þegar best gerist, eru ennþá vinsælust meðal áhorfenda og leikritun stendur með blóma. Það er okkur mikilvægt að geta hugsað á íslensku, numið orðin úr skáldskapnum, hvort sem hann er skapaður af hugsuðum annarra þjóða eða okkar eig- in.Við höldum áfram að leita sannleikans í skáldskapnum, skoðum okkur í verkum leik- húslistamanna. Þetta var í huga mér á Degi móðurmálsins í Bangladess. Færeyjar Á sumardaginn fyrsta var afmæli Þjóðleik- hússins á Íslandi. Í dag er ég að leggja loka- hönd á sýningu fyrir Þjóðleikhús Færeyja á leikritinu Limbo sem getið var í upphafi þessarar greinar og frumsýnt verður í kvöld. Og mér verður hugsað heim. En það er líka gott að spegla sig í reynslu annarra þjóða. Það var einstakt að vera í Færeyjum 2002 þegar Norrænir leiklistardagar voru haldnir hér í fyrsta skipti. Finna metnaðinn hjá Fær- eyingum og getuna til að vera gestgjafi á þessu stærsta móti norrænna leikhúslista- manna. Til að auka enn gleðina, hlaut fær- eyskur rithöfundur í fyrsta skipti Leik- skáldaverðlaun Norðurlanda, Jóanes Nielsen fyrir „Eitur nakað land Week-End?“ Þessa leiklistardaga fór ekki framhjá neinum áhugaverð umræða um stofnun Þjóðleikhúss Færeyja. Framkvæmd leiklistardaganna var til slíkrar fyrirmyndar að við vissum öll að Færeyjar voru tilbúnar til að eignast öflugt Þjóðleikhús – sitt eigið Þjóðleikhús. Að koma nú til Færeyja, svo að segja beint frá Bangladess, og fá að vera með á bernsku- skeiði hins nýstofnaða Þjóðleikhúss er mér mikill heiður. Að starfa með leikhús- listamönnum hér þessar vikur hefur verið einstakt. Að finna elsku þeirra og virðingu til starfsins. Hæfileikar þeirra og geta er fjár- sjóður. Slíkan fjársjóð ber að efla og hlúa að, þá mun hann vaxa og margfaldast. Ég get ekki annað en óskað Færeyingum innilega til hamingju að vera búnir að eignast Þjóðleikhús! Sína eigin rannsóknarstofu á mannlegu eðli, á færeysku – með listina að vopni. Skáldskapurinn er búinn til úr sannleik- anum og „sannleikann finnurðu í skáld- skapnum“. Það sem gerist þar á milli köllum við list. Hvað gerir þjóð að þjóð? Á sumardaginn fyrsta voru liðin 56 ár frá því að Þjóðleikhúsið var vígt og í dag frumsýnir íslenskt leikhússfólk verkið Limbo eftir Margaretu Garpe í Þjóðleikhúsi Færeyja sem stofnað var fyrir fjórum árum. Hér er fjallað um samhengið milli leiklistar, tungu og þjóða þar sem Bangladess kemur einnig við sögu. Eftir Viðar Eggertsson vidaregg@ islandia.is Höfundur er leikstjóri, formaður Leiklistarsambands Íslands og stjórnarmaður í ITI, Alþjóða leikhúsmálastofnuninni. Morgunblaðið/Golli Þjóðleikhús „Varð tákn um tungumál og menningu þessarar litlu þjóðar á eyjunni í norðri sem vildi viðhalda menningu sinni og tungu.“ ’Í dag vekur leikhús-aðsókn á Íslandi athygli víða um heim, því fátítt er að fleiri aðgöngu- miðar séu seldir í leik- hússæti á ári, en nemur íbúatölu þjóðar, eins og gerist á Íslandi. Við verjum miklu fé til leik- listarstarfsemi, en á móti veitir hún mörgum atvinnu og ekki síst, auðgar hún menningu og styrkir sjálfsmynd okkar ómetanlega.‘

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.