Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.2006, Blaðsíða 11
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 22. apríl 2006 | 11
Tjöldin nefnist nýtt ritgerðasafn eftirtékkneska rithöfundinn Milan Kunderaen undirtitillinn er: Ritgerð í sjö hlutumog kemur ekki mjög á óvart því að flest-
ar bóka Kundera skiptast einmitt í sjö hluta, með-
al annarra ritgerðasafnið List skáldsögunnar sem
kom út árið 1986 (ísl. þýð. 1999)
en líta má á þessa nýju bók sem
eins konar framhald af henni. Í
List skáldsögunnar hélt Kundera
því fram að skáldsagan væri sér-
stakt form þekkingar eða þekk-
ingarleitar sem hefði orðið til með Don Kíkóta eft-
ir Cervantes og væri sérevrópskt, að skáldsagan
uppgötvaði hluti sem ekki væri hægt að uppgötva
með öðrum hætti og það væri í raun eina réttlæt-
ing hennar og lífakkeri. Í Tjöldunum heldur hann
áfram að fjalla um þessa sérstöku list skáldsög-
unnar en kennimark hennar segir hann vera „að
rista sundur tjöld fyrirframtúlkunarinnar“ en
með tjöldum fyrirframtúlkunarinnar á hann við
þann viðtekna skilning sem við höfum á heim-
inum, gefnar hugmyndir og þær skýringar og
túlkanir sem okkur eru færðar á umhverfi okkar í
fjölmiðlum og öðrum skoðanaverksmiðjum sem
hylja það eins og gríðarlega umfangsmikil tjöld.
Cervantes kom list skáldsögunnar af stað með því
að eyða slíkum fyrirframtúlkunum um veru-
leikann á bak við riddarabókmenntir síðmiðalda
og „þessi eyðandi aðgerð hans endurspeglast og
framlengist í hverri einustu skáldsögu sem stend-
ur undir nafni“, segir Kundera.
Tryggð Kunderas við skáldsöguna er aðdáun-
arverð. Hann hefur tileinkað allan sinn rithöfund-
arferil þessu listformi, bæði ritun skáldsagna og
skipulagðri hugsun um þær. Hugmyndir hans um
mikilvægi þess vekja í senn efasemdir og aðdáun,
maður getur ekki annað en sett spurningarmerki
við svo háleitar hugmyndir um tilgang þessarar
fremur sundurtættu, hröktu og þrekuðu list-
greinar en um leið eru þær mjög tælandi, það er
einhvern veginn ekki hægt að horfa fram hjá því
þrátt fyrir allt að skáldsagan er þegar best lætur
miklu beittara og nákvæmara greiningartæki en
önnur listform. Hún er tæki til þess að hugsa með,
ekki bara benda eða vekja tilfinningu eins og gert
er í myndlist og tónlist, heldur sundurgreina,
rista. Og kannski hefur hún að einhverju leyti tek-
ið við hlutverki heimspekinnar. Í Tjöldunum vitn-
ar Kundera í skáldsagnahöfundinn Ernesto
Sabato sem segir í bók sinni Vítisenglinum: „í nú-
tímaheiminum sem heimspekin hefur yfirgefið,
sundurtættur í hundruð sérhæfðra vísindagreina,
er skáldsagan síðasti útsýnisstaðurinn sem við
eigum eftir þar sem hægt er að fá yfirsýn yfir
mannlífið í heild.“
Kundera fjallar um samhengið í bókmenntasög-
unni og bókmenntaheiminum. Hann bendir í því
sambandi á Íslendingasögurnar og segir að ef þær
hefðu verið skrifaðar á ensku væru nöfn söguhetja
þeirra okkur jafn töm og nafn Tristans eða Don
Kíkóta og menn hefðu deilt hart um hvort hægt
væri að líta á þær sem fyrstu evrópsku skáldsög-
urnar. Hann segist ekki vera að halda því fram að
þær séu gleymdar, þær eru nú lesnar og stúd-
eraðar í háskólum um víða veröld, „en þær til-
heyra „fornleifum bókmenntanna“, hafa engin
áhrif á lifandi bókmenntir“. Á sama hátt segir
Kundera að ef Kafka hefði skrifað á tékknesku en
ekki þýsku þá myndi enginn þekkja hann núna,
ekki nokkur maður.
Kundera fjallar einnig um hugtakið skáld-
sagnahöfundur, fagurfræði tilverunnar og um
tengslin á milli skáldsögunnar, minnisins og
gleymskunnar. Skrif Kunderas eru ekki bók-
menntafræði enda gefur hann í skyn að hún eigi
ekki heima í skrifum skáldsagnahöfundar um
skáldskap. Skrif hans eru reyndar feginsamlega
laus við þá yfirgengilega þreytandi bókmennta-
verkfræði sem einkennir flesta umfjöllun um
skáldskap nú um stundir, hún er þvert á móti knú-
in áfram af ódrepandi áhuga á viðfangsefninu,
gríðarlegri yfirsýn yfir sögu skáldsögunnar,
djúpri lestrarreynslu, skýrri hugsun og framsetn-
ingu sem virðist alltaf geta komið manni á óvart.
Þeir sem ekki finna sig í bókmenntaritgerðum
ættu að kíkja í þessa bók.
Kundera og skáldsagan
’Þeir sem ekki finna sig í bókmenntaritgerðum ættu að kíkja í þessa bók.‘
Erindi
Eftir Þröst
Helgason
throstur@mbl.is
V
ið árbakka, nálægt ónafngreindu
þorpi 600 kílómetra norður af
Montréal, finnst lík aðkomumanns.
Hann hefur verið skotinn með riffli
í hjartastað og skilinn eftir í blóði
sínu tveimur dögum fyrir fund
fuglafræðinga sem hittast árlega í þorpinu. Íbúar
þorpsins þegja þunnu hljóði og geta lítið hjálpað
lögreglunni við rannsókn málsins. Hinn seki finnst
ekki, en allir vita hver hann er og hvers vegna
hann framdi morðið. Móðir hans var í tygjum við
aðkomumanninn og hann óttaðist
að hún, eins og svo margar aðrar
konur á undan henni, myndi fara
frá manni sínum og börnum,
stinga af úr þessum niðurdrepandi smábæ þar
sem ekkert er við vera, þar sem allir vita allt um
alla, og þar sem lífsafkoman byggist eingöngu á
aðkomufólki. Borgarbúar í leit að ró, veiðimenn í
leit að bráð og fuglafræðingar streyma til þorps-
ins á vissum árstímum, en þess á milli bíða íbú-
arnir eftir næstu „vertíð“. Þetta er sögusvið smá-
sagnasafnsins La héronnière (Hegravarpið) eftir
fransk-kanadíska rithöfundinn Lise Tremblay. La
héronnière kom út í Montréal árið 2003 og vakti
strax mikla athygli fyrir beinskeyttar lýsingar á
lífinu í deyjandi smábæ úti á landsbyggðinni. En
það voru ekki aðeins bókmenntagagnrýnendur
sem tóku eftir smásögum Lise Tremblay, þær
fóru heldur ekki fram hjá íbúum eyjunnar Ile aux
Grues (Trönueyjunnar) þar sem höfundurinn bjó
þá ásamt eiginmanni sínum. Eyjarskeggjar þótt-
ust sjá sjálfa sig í sögupersónum Tremblay og
kunnu henni litlar þakkir fyrir. Hún hrökklaðist í
burtu og kom sér fyrir í Montréal þar sem hún
nýtur þess að kenna ungu fólki bókmenntir.
Samtímabókmenntir frá Québec, frönskumæl-
andi hluta Kanada, eru lítt þekktar á Íslandi að
undanskilinni skáldsögunni Sagan af Pi eftir Yann
Martel sem skrifar á ensku þótt franska sé hans
móðurmál. Mikil gróska er í bókmenntalífinu í
Québec-fylki sem státar af fjölmörgum efnilegum
rithöfundum, þar á meðal Lise Tremblay. Hún
fæddist árið 1957 í bænum Chicoutimi sem stend-
ur við Saint-Laurent-fljótið, í norðurhluta Qué-
bec-fylkis. Hún lauk prófi í blaðamennsku og seg-
ist í raun vera misheppnaður blaðamaður. Eftir
það stundaði hún nám í ritlist við Québec-háskóla í
Montréal og útskrifaðist þaðan með fyrstu skáld-
sögu sína, L’hiver de pluie (Regnveturinn) undir
handleggnum en það var lokaverkefni hennar við
skólann. Sagan kom út árið 1990 og í henni segir
frá ungri konu sem þræðir götur gamla bæj-
arhlutans í Québec-borg og skrifar bréf sem hún
sendir aldrei. Þar má strax finna mörg einkenni
seinni verka Tremblay: sögupersónur á sífelldri
hreyfingu, þögn, tortryggni, einmanaleika, inni-
lokun, offitu. Þetta hljómar ef til vill dapurlega en
stíll Tremblay er í senn einfaldur, látlaus, ljóð-
rænn og grípandi og þar er engin tilfinningasemi á
ferð. Í öllum verkum sínum fjallar hún um rót-
lausa einstaklinga og umhverfi þeirra og tengsl
við fjölskyldu og bernskuslóðir. Sögupersónur
hennar eru gjarnan þyngri en gengur og gerist,
þær þurfa pláss, og það er eins og jörðin haldi
óvenju fast í þær.
Skáldsagan La pêche blanche (Ísveiðarnar)
sem kom út árið 1994 fjallar um tvo bræður,
Robert og Simon. Robert hefur aldrei flutt úr
heimabæ þeirra bræðra en Simon vinnur í San
Diego og fer norður árlega til að hitta bróður sinn.
Þeir skrifast á og í bréfum sínum rifjar Simon upp
æskuárin og minningar um strangan föður. La
danse juive (Dans gyðinganna) kom svo út árið
1999 og þar segir frá ungri konu, píanóleikara,
sem er 150 kíló. Hún býr í Montréal og spilar und-
ir í ballettskóla þar sem hún sér tággrannar stúlk-
ur fórna heilsunni fyrir dansinn. Foreldrar hennar
eru ættaðir frá litlum bæ sem faðirinn sneri baki
við. Hann vildi sanna sig og verða frægur, „stór“,
en ekki bara feitur eins og öll fjölskylda hans.
Hann lagði af, varð heimsfrægur í Québec, en fyr-
irlítur dóttur sína sem minnir hann sí og æ á feit-
lögnu fjölskylduna sem hann tilheyrir. Dóttirin
vill alls ekki fara í megrun. Hún vill fá að vera í
friði fyrir áreiti umhverfisins. Lesandinn fylgist
með söguhetjunni fitna og breytast í gegnum
verkið, hún lokast inni í sínum eigin heimi, verður
fangi líkama síns sem hún á æ erfiðara með að
standa undir.
Smásagnasafnið, La héronnière, er nýjasta
verk Lise Tremblay og þar er það landsbyggð-
arflóttinn sem setur svip sinn á sögurnar. Útgef-
andi Tremblays benti henni á að smásögur væru
ekki söluvænlegar bókmenntir, en hann reyndist
ekki sannspár og eru sögurnar nú margverðlaun-
aðar eins og flest önnur verk Tremblay. Í heftinu
eru fimm smásögur, allar sagðar af fólki í sama
þorpinu, innfæddum eða sumargestum úr stór-
borginni. Þær gerast allar á sama stað, og sömu
persónunum bregður fyrir frá einni sögu til ann-
arrar. Lesandinn kynnist lífinu í þorpinu og skilur
hvað það er sem fær fólk til að búa þar og hvað
það er sem fær fólk til að fara þaðan. Það eru ekki
síst konurnar sem eru tilbúnar að fórna öllu fyrir
nýtt líf. Hann finnur spennuna sem ríkir í sam-
skiptum innfæddra og aðkomumanna, óhamingj-
una, sjálfsfyrirlitninguna og leiðann sem sækir að
þorpsbúum, og hatrið sem ólgar undir niðri. Það
er engin von, nema kannski í seinustu sögunni, Le
dernier couronnement (Seinasta krýningin), sem
endar með ferð út á sorphaugana: þar er fortíðinni
hent í stórum ruslapokum, en þó veit lesandi ekki
hér frekar en annars staðar í verkum Tremblay
hvaða merkingu ber að leggja í þessa vorhrein-
gerningu, sem var löngu orðin tímabær, því sög-
urnar vekja ótal spurningar sem lesandinn verður
sjálfur að svara. Það sem situr þó eftir þegar lestri
verka Tremblay lýkur er sú tilfinning að þorpið sé
ekki lengur þorp heldur það sem hver maður ber
inni í sér og á, að það fylgi manni hvert skref,
sama hversu langt maður leitar, og að ef til vill
megi, þrátt fyrir allt, finna hamingjuna í „þorp-
inu“ sjálfu sé maður ekki þeim mun sannfærðari
um hið gagnstæða.
Lise Tremblay skrifar hægt, henni finnst erfitt
að skrifa en skrifin eru fyrst og fremst leið hennar
til að kynnast sjálfri sér. Hún ólst sjálf upp í litlum
bæ, barðist við offitu sem barn, og þekkir ein-
manaleikann af eigin raun. Verk hennar fjalla um
mikilvægi þess að þekkja sjálfan sig, vita hver
maður er og hvaðan maður kemur og sem slík eiga
þau erindi við hvern sem er. Þrátt fyrir bein-
skeytni, alvöru og vægðarleysi hafa verk Lise
Tremblay hrifið fjölmarga lesendur vestan hafs.
Íslendingum gefst tækifæri til að hlusta á Lise
Tremblay miðvikudaginn 26. apríl kl. 12.05 en þá
mun hún halda fyrirlestur hjá Stofnun Vigdísar
Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Fyr-
irlesturinn ber heitið Samtímabókmenntir í Qué-
bec. Í fyrirlestrinum mun Lise Tremblay rekja
stuttlega sögu fransk-kanadískra bókmennta og
fjalla um helstu strauma og stefnur í fransk-
kanadískum bókmenntum í dag, kvenrithöfunda
og bókmenntir innflytjenda sem kosið hafa að
skrifa á tungumáli (frönsku) sem er ekki þeirra
móðurmál. Fyrirlesturinn verður fluttur á
frönsku en hann verður þýddur jafnóðum á ís-
lensku. Umræður fara fram á ensku. Fyrirlest-
urinn er öllum opinn.
„Þeir sem ganga gleyma
því að þeir séu til“
Lise Tremblay er einn af fremstu rithöfundum
Kanada um þessar mundir. Miðvikudaginn 26.
apríl kl. 12.05 mun hún halda fyrirlestur hjá
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum
tungumálum um samtímabókmenntir í Québec
en sjálf er hún frönsk-kanadísk.
Höfundur starfar á Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur
í erlendum tungumálum.
Lise Tremblay Hún skrifar hægt, henni finnst erfitt að
skrifa en skrifin eru fyrst og fremst leið hennar til að
kynnast sjálfri sér.
Eftir Ásdísi R.
Magnúsdóttur
asdisrm@hi.is
Frumraun Søren Vad Møller semrithöfundar er risavaxin skáld-
saga um einmanaleik, listir og ástir.
Bókin nefnist Engang: Anden der
vandrer og vekur efni hennar fjölda
spurninga hjá gagnrýnanda danska
blaðsins Information sem segir sög-
una vera margbrotna stúdíu á ein-
manaleika mannskepnunnar. Sögu-
hetja Engang: Anden der vandrer,
Anker, býr á Nør-
rebro og hefur aka-
demískan bakgrunn.
Hann dáir Íslend-
ingasögurnar, líkt og höfundurinn
gerir raunar sjálfur, er dreyminn og
ákafur safnari hasarmynda sem
jaðra við að vera valkyrjuklám. Að
sögn Information er Engang: Anden
der vandrer ekki friðelskandi verk
með einstefnusýn, heldur fjöldi
þátta af sama meiði sem sýna að
Møller virkilega getur skrifað og
vekur vonir gagnrýnandans um að
búast megi við fleiri góðum verkum
frá Søren Vad Møller á komandi ár-
um.
Katrín mikla er viðfangsefni ævi-sögu Virginia Rounding, Cat-
herine the Great: Love, Sex and
Power. Og eins og titillinn gefur til
kynna er litlu púðri hér eytt í póli-
tískt ráðabrugg eða menningarmál
undir stjórn Katrínar. Að mati gagn-
rýnanda Guardian nær Rounding,
þrátt fyrir þessar takmarkanir, engu
að síður að draga fram sterka og
nokkuð sannfærandi mynd af Katr-
ínu, hallarsiðum sem og hversu ólík
sú veröld sem Katrín byggði var
þeim heimi sem við þekkjum í dag.
Vibecke Groth sendi fyrir fjórumárum frá sér frumraun sína á
skáldsagnasviðinu, alltof langa bók
og ekki of vel heppnaða. Síðan hefur
margt breyst og nýjasta bók hennar
Advokaterne fær góða dóma hjá
norska dagblaðinu Aftenposten.
Lesendur mæta hér lögfræðingnum
Vera Cappelen á ný og að þessu
sinni tekur hún að sér að verja þá
sem minna hafa orðið undir í þjóð-
félaginu. Advokaterne er spennandi
saga að sögn blaðsins sem tekur á
því meini sem græðgi getur verið í
samfélaginu og þar sem lausnum
leyndardómsins er haldið leyndum
allt fram á síðustu síður.
Hagfræðibók þeirra Steven D.Levitt og Stephen J. Dubners,
Freakonomics, er lýst af Economist
sem „stanslausri
skemmtun“, en
höfundarnir fara
þar í vissan leyni-
lögregluleik með
margvíslegar
tölulegar upplýs-
ingar. Gagnrýn-
andi Guardian er
ekki tilbúin að
taka alveg jafn
djúpt í árinni og
Economist en segir bókina engu að
síður áhugaverða lesningu sem fáist
á hressandi hátt við tölur og harðar
staðreyndir, t.d. sé þar skoðað hvort
nafn manna, þ.e. kynþáttauppruni
nafnsins, hafi áhrif á tækifæri þess
sem það ber í lífinu. Þannig segir
Guardian að þótt bókin breyti
kannski ekki hvernig við horfum á
heiminn í kringum okkur til lang-
frama, þá geti hún haft áhrif á for-
dóma okkar og ekki hvað síst þá sem
við höfum gagnvart hagfræðinni.
Nýjasta bók Markus Zusak hvílirá mörkum bóka sem skrifaðar
eru fyrir fullorðna annars vegar og
svo unglinga hins
vegar og lýsir
gagnrýnandi
New York Times
bókinni sem eins
konar blöndu af
Harry Potter og
helförinni. Bókin
nefnist The Book
Thief og er sögð
vel til þess fallin
að hvetja ung-
linga til lesturs, og þó sagan sé full-
löng, telur gagnrýnandinn bókina
líklega til að falla lesendum Zusaks
vel í geð.
Erlendar
bækur
Steven D. Levitt
Markus Zusak