Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.2006, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.2006, Blaðsíða 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 22. apríl 2006 | 13 Rokksveitin framsækna Tool erloksins klár með nýja plötu en bið eftir nýju efni úr þeim ranni er jafnan löng og ströng (fjórar plötur á sextán árum). Platan ber heitið 10.000 days og kemur út 2. maí, sama dag og ný plata frá annarri stórrokksveit, nefnilega Pearl Jam. Síðasta plata, Lateralus, kom út 2001 og þótti ekki síðri en meist- araverkið Aenima (1996) sem út kom þar á undan. Fór hún beint í fyrsta sæti Billboardlistans og hef- ur selst í yfir tveimur milljónum eintaka. Tool er dularfull sveit, meðlimir halda sig fjarri sviðs- ljósum og ala ef eitthvað er á leynd- inni sem útgáfum þeirra fylgir. Plöt- urnar eru hlaðnar torræðum táknum og merkingum og hörðustu áhangendur (sem nóg er af) leggja sig í líma við að lesa sem mest úr lögum, textum og umslögum. Fyrsta smáskífan af plötunni er „Vic- arious“, sjö mínútna lag, og mun sveitin fara í túr um Bandaríkin og víðar á næstunni.    Sveitasöngkonan Emmylou Harr-is og gítarleikarinn knái Mark Knopfler munu senda frá sér dú- ettaplötu eftir helgina. Kallast hún All the Roadrunning og verður kirfi- lega á kántrílínunni. Knopfler, sem hefur átt athyglisverðan sólóferil eftir að hafa lagt Dire Straits- svitabandið á hilluna, hefur einmitt verið mikið í rannsóknum á amer- ískri sveitalagahefð og einkenndist síðasta plata, Shangri-La, mikið til af henni. Emmylou Harris varð þekkt á sínum tíma fyrir að syngja með föður kántrírokksins, Gram Parsons, auk þess að leggja Bob Dylan lið á einni af hans sterkustu plötum frá áttunda áratugnum, Desire. Sólóferill hennar hefur þá einkennst af jöfnum og góðum plöt- um og þótti sú síðasta, Stumble into Grace (2003), vera afbragð. Hún og Knopfler hafa verið að setja saman plötuna í sjö ár en leiðir þeirra lágu fyrst saman er Knopfler var að hljóðrita plötu sína Sailing to Phila- delphia (2000).    Talandi um Dylan, hann virðistvera yfir um og allt í kring um þessar mundir. Í fyrra fengum við fyrsta hlutann af ævisögu hans auk þess sem Martin Scorsese frum- sýndi hina frá- bæru heimild- armynd No Direction Home. Dylan heldur þá áfram „Túrnum endalausa“ eins og hann er kall- aður … alveg endalaust! Dylan er í miðjum Am- eríktúr nú og er goðsögnin Merle Haggard gestur á sumum tónleikunum. Hinn 3. maí næstkomandi mun hann svo hleypa útvarpsþætti af stokkunum á XM- stöðinni sem kallast „Theme Time Radio Hour With Your Host Bob Dylan“. Þema fyrsta þáttarins ku vera veðrið en einnig mun Dylan segja sögur og svara hlustendum, sem geta sent spurningar í formi netpósts. Einnig mun hann fá gesti til sín. Guði sé lof fyrir netútvarpið. Og nei, þetta er ekki síðbúið apr- ílgabb. Erlend tónlist Bob Dylan Mark Knopfler og Emmylou Harris. ToolEf maður ætlar að skrifa poppklassík umTom Waits, sem maður hlýtur að gerafyrst maður á annað borð skrifar umpoppklassík, þá er ómögulegt og eig- inlega óhugsandi að velja bara eina plötu en þar sem einhvers konar hefð hefur skapast um að skrifa bara um eina plötu í einu í þessum pistlum er líklegast best að velja fyrstu plötuna hans, Clos- ing Time, og halda síðan áfram að skrifa poppk- lassík þangað til maður hefur fjallað um öll sólóverkin hans sem eru núna 28 talsins – og síðan getur maður glaður hætt að skrifa poppklassík og líklega lagt niður þennan dálk því að það verður ekkert til að skrifa um lengur sem skiptir í raun og veru máli, eða … já, að minnsta kosti verður minn skápur svo gott sem tæmdur. Closing Time er auðvitað klassík sem allir sem á annað borð hlusta á tónlist og eru með fullri rænu verða að eiga. Það fara varla sögur af annarri eins byrjun á útgáfuferli síðustu áratugi. Platan kom út árið 1973 þegar Waits var á 24. ári, hann hafði spil- að á börum og klúbbum í nokkur ár og vakið at- hygli Herbs Cohens hjá Asylum-útgáfunni sem átti eftir að gefa út fyrstu plöturnar hans. Closing Time fékk afbragðsgóða dóma en vinsældirnar létu á sér standa. Waits var einhvern veginn ekki beinlínis afurð síns tíma, á meðan jafnaldrar hans í Kaliforníu, þar sem hann er fæddur í aftursæti leigubíls 1949 og uppalinn, voru að hlusta á sólar- olíupopp með kókosbragði eftir Brian Wilson eða sýrurokk frá San Francisco þá sat hann heima og rótaði í gömlum slögurum með Como og Crosby, Porter og Gershwin, jafnvel Harry Belafonte. Hann hefur sjálfur sagt í viðtali að þegar hann var þrettán ára gat hann ekki lengur beðið eftir því að verða gamall – og hann las Beat-skáldin og Bu- kowski sem honum hefur margoft verið líkt við og raunar átti hann eftir að lifa lífinu eins og hann væri skilgetið afkvæmi Bukowskis fyrstu ár ferils- ins, örlagabarfluga. Og ofan á þetta bættust áhrif frá djassinum, allt frá Irving Berlin til Theloniusar Monks. Öll þessi blanda kom frekar illa við glans- gengi áttunda áratugarins, Waits var furðufugl en eins og margir slíkir gæddur snilligáfu og aðdrátt- arafli fyrir suma. Og núna hljómar það eins og einhver brandari að fólk skyldi ekki strax hafa fallið í stafi fyrir tón- listinni á Closing Time sem er rómantísk, svolítið melankólísk en umfram allt melódísk og ótrúlega pottþétt blanda af þjóðlagastemningum og djassi sem Waits átti eftir að þróa enn frekar á næstu plötum. Fyrsta lagið, Ol’ ’55, varð að klassískum vega- söng, kannski ekki síst eftir að Eagles tóku það upp á sína arma á On the Border (1974) en reyndar er þetta eitt af mest kóveruðu lögum Waits. En síðan fylgir hver perlan á fætur annarri: I hope That I Don’t Fall In Love With You, Virginia Avenue, Old Shoes, Midnight Lullaby og svo Martha sem er örugglega lagið sem Waits gat ekki beðið eftir að semja þegar hann var þrettán því það er eins og hann hafi lifað í að minnsta kosti fimmtíu ár þegar hann syngur um þessa hugljúfu endurfundi við gamla kærustu. Rosie er um ástina, Lonely um einsemdina og Ice Cream Man um … já, sem sé ísmanninn (Waits átti eftir að fara mikið fram í textagerð þó að strax í byrjun hafi mátt sjá glitta í óvenjulega frásagnargáfu hans), en síðan í lokin koma þrjár fallegar ballöður, Little Trip To Heaven, Grapefruit Moon og Closing Time. Þá fyrstnefndu kannast sjálfsagt margir við úr sam- nefndri bíómynd Baltasars Kormáks þar sem hún er í flutningi Mugisons. Waits fyllir hana djúpri til- finningu sem Mugison á enn ekki til innan í sér. Hana verður að taka fyrir í frekari skrifum. Og röddina sem er kapítuli út af fyrir sig. Tom Waits nr. 1 Poppklassík Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is A dam Green kom fyrst fram á sjón- arsviðið skömmu eftir 2000, þá sem meðlimur í New York- dúóinu Moldy Peaches sem voru þá í forvígi hinnar svokölluðu „anti-folk“-stefnu. Plötur Moldy Peaches tóku „lo-fi“-aðferðafræðina á hærra (lægra?) stig en áður hafði þekkst, hljómur þeirra er líkt og lögin hafi verið tekin upp á bilað kassettutæki sem er fast inni í þvottavél. Hljóðblöndun engin og kæruleysið markmið- sbundið. Stefna þessi er rekin til New York, einkennist helst af samslætti pönktónlistar (það er viðhorfið sem er bundið í hana) og amerískrar alþýðu- tónlistar. Þetta er þó full mikil einföldun, oftast er einkennandi grallaraskapur og hömluleysi; listamennirnir gera það sem þeim sýnist. Hrá- leikinn spillist þá yfir á fleira en tónlistina, plötuumslög Moldy Peaches byggjast til dæmis á hroðvirknislega samsettum ljósritum – sem er líklega frekar stíll nú til dags en að þetta sé gert af nauðsyn eins og áður fyrr. Adam Green er fæddur árið 1981 og er víst mikill vinur Julians nokkurs Casablancas, leið- toga hinnar geðþekku rokksveitar The Strokes. Hann nýtur nú költvinsælda og aðdáendur koma úr ólíklegustu áttum. Greinarhöfundur hefur bæði rekist á hörðustu þungarokkara og við- kvæmustu blómanýbylgjubörn sem hafa öll sem eitt vottað Adam Green aðdáun sína. Í hýði Moldy Peaches gaf aðeins út eina breiðskífu, samnefnda henni, og kom hún út árið 2001. Tveimur árum síðar kom svo út safnplatan Unreleased Cutz and Live Jamz 1994–2002. Það er hiklaust hægt að mæla með báðum þessum plötum. Aðdáendur Moldy Peaches ættu þó ekki að örvænta, bandið ku vera í hýði og mun snúa aftur óforvarandis ef það hentar stofnendunum. Meðlimirnir, þ.e. kjarnameðlimirnir því að oft fjölgaði í sveitinni er komið var upp á svið, hafa báðir haslað sér völl sem sólólistamenn og hafa útgáfur frá þeim báðum verið ansi margar. Ki- mya Dawson (fædd 1972 og því níu árum eldri en Green) hefur þannig gefið út fimm sólóplötur frá árinu 2002 og komu þrjár þeirra út árið 2004. Þar er róið á sömu mið og Moldy Peaches reru á; einfaldar, „barnslegar“ kassagítarstrokur fylgja þar oft bráðfyndnum textum. Adam Green hóf sinn sólóferil á svipuðum nót- um en hann gekkst fljótlega undir nokkuð at- hyglisverða þróun. Fyrsta platan er þannig uppfull af „illa“ hljómandi kassagítardrifnum lögum. Á þeirri nýjustu, Jacket Full of Danger, sem út kom í síðasta mánuði, eru útsetningar hins vegar fullar af íburði og oflátungshætti, strengir og hvaðeina út um allt, hljómur þykkur og ljúfur. Green er þar að nikka til krónukalla („crooners“) á borð við Andy Williams og Perry Como. Fyrsta plata Green kom út 2002, sama ár og Dawson hóf einherjaferil sinn, og kallast hún Garfield. Umslagið í sama stíl og Moldy Peach- es-plöturnar og tónlistin eftir því. Textar Green eru sérstakir, uppfullir af lélegu rími og klámi og uppskar hann þegar límmiðann fræga frá sið- vöndu Ameríkönunum. Ári síðar kom svo platan Friends of Mine og nú var kominn litur á umslagið. Tónlistin fylgdi þessari „auknu fágun“ og nú var farið að verða auðveldara að greina það að Green er hörku lagasmiður, semur einföld en grípandi lög innan hinnar klassísku popphefðar. Alltaf þó stutt í barnslegt grín og hálfgerða geðveiki, neðanbelt- ishúmor sem ganga mundi fram af viðkvæmum sálum. Næsta plata, Gemstones, sem út kom í febrúar í fyrra, skartar síðan forláta litljósmynd af okkar manni sem er römmuð inn með eins- konar glitramma. Vínylútgáfa plötunnar er sér- staklega glæsileg og hérna fer tónlistin að verða æði glúrin, andi Lee Hazlewood vomir t.d. sterkt yfir. Brandari Green fer svo með þessa aðferðafræði enn lengra á Jacket Full of Danger. Green „krúnar“ sig í gegnum hana með sínum djúpa baritón, minnir stundum á Jim Morrison, en það er oft- ast eins og hann sé staddur í einhverju Las Veg- as-karókíi. Þetta er lykillinn að list Greens, hann er að leika sér með poppsöguna, setur sig í eins- konar Sinatra-stellingar þar sem allt er gert upp í topp, tónlistin vönduð og rækilega útsett en þú veist að Green er að hlæja að öllu saman líka. Og ólíkt tónlistinni syngur hann sig kæruleys- islega í gegn og fer með texta sem hljóma líkt og þeim hafi verið klambrað saman á staðnum. Textabrot eins og „I like to do drugs, I like to have drugs“ og hin mjög svo hreinskilna lína „You know I wanna bone you!“ segja sitt. Það er athyglisvert að lesa dóma um þessa nýjustu plötu Greens, því furðu margir átta sig engan veginn á þessari snilld, og þá sérstaklega þeir miðlar sem eru hvað öflugastir í því að ákveða hvað sé „inni“ og hvað sé „úti“. Green virðist „úti“ þar – en við það verður hann auðvitað óhjá- kvæmilega „inni“ eftir allt saman. Green er á tónleikaferðalagi um þessar mund- ir ásamt hljómsveit og strengjakvartett. Hann stoppaði m.a. í Berlín þar sem hann lék í hring- leikahúsinu Tempodrom. Aldrei hefur jafn mikið af Converse-skóm verið samankomnir á einum stað og voru tónleikarnir einskonar birting- armynd þess sem Green virðist vera að reyna að ná fram. Hann var klæddur í drusluleg jakkaföt, með illa bundinn bindishnút og hárið út um allt. New York-kúlið á hreinu. Green virtist ölvaður mjög og lá oft á sviðinu þver og endilangur á meðan tónlistin var í fullum gangi. Hún hins vegar haglega útsett kammerpopp, með tilvísun í létthlustunarmeistarana sem áður hefur verið getið. Og innviðir byggingarinnar voru til að undirstrika þessar þversagnir enn frekar. Green endaði svo tónleikana á að segja viðbjóðslegasta brandara sem greinarhöfundur hefur heyrt til þessa og verður hann ekki hafður eftir hér. Ekki svo grænn Bandaríski tónlistarmaðurinn Adam Green fer forvitnilegar leiðir í tónlistarsköpun sinni, gefur lítið fyrir viðteknar reglur og stundum er erfitt að átta sig á því hvort að þetta er stólpagrín eð- ur ei. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Adam Green Hann nýtur nú költvinsælda og aðdáendur koma úr ólíklegustu áttum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.