Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.2006, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.2006, Blaðsíða 4
4 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 22. apríl 2006 Mig langar til að þú byrjir á því aðsegja mér frá sjálfum þér.„Ég hélt að við ætluðum aðtala um hin leikritin,“ segir Þor- valdur sposkur og hugsar sig um. „En úr því þú spyrð þá hef ég löngum notað það sem skýringu á eigin persónu og ekki síður sem hráefni í skrifum og myndlist að ég er búinn til á Akureyri á árunum 1960 til 1980. Bær- inn var þá að hasla sér völl sem höfuðat- hvarf íslenska smáborgarans, ungtempl- arareglunnar og menntasnobbsins og eftir á að hyggja eru það ákveðin forréttindi fyrir listamann að hafa alist upp í slíku samfélagi, þar sem goggunarröðin var skýr og regla á öllum hlutum.“ Allir vissu hvað hver og einn stóð fyrir. „Það vissu allir alltaf hvað allir stóðu fyr- ir. Þú lærðir að flokka menn niður eftir mál- fari, klæðnaði, heimilisfangi, stjórnmálaskoð- unum og starfsheiti, þótt orðrómurinn væri auðvitað alltaf áreiðanlegastur. Það versta sem maður heyrði var að einhver væri „svo- lítið sérstakur“ sem jafngilti hreinni geð- veiki. Enn þann dag í dag er ég að kynnast miklu sómafólki sem ég hef alla tíð haft illan bifur á af því að það bjó í vitlausri götu, sást á Hagkaupsslopp í búðinni eða kunni ekki að beygja orðið kýr.“ Er þetta brunnur sem þú hefur sem höfundur ausið úr síðar? „Já, það hefur nýst mér á margan hátt að hafa fæðst inn í svona skýrt teiknaða veröld. Ég lít á það sem tækifæri til að yfirfæra hér og nú reynsluna af því að verða ber að eigin fordómum. Hvernig maður verður vitni að því aftur og aftur að dómarnir og kennisetn- ingarnar standast ekki nánari skoðun. Hversu fordómalaus sem við teljum okkur vera, þá erum við því marki brennd að vera forrituð með hugmyndum sem eiga sér litla sem enga stoð í veruleikanum og skila okkur meira og minna bjagaðri mynd af veröldinni og sjálfum okkur þar með. Þessi viðvarandi brenglun í hugarfarinu er grunnurinn að mörgu sem birtist í skrifunum; hin einfald- aða og oft á tíðum kolranga hugmynd sem við fáum af veröldinni í æsku. Hvernig gildin sem við teljum sjálfgefin og traust, hvernig sem allt veltist, reynast ekki tilheyra neins konar veruleika þegar á reynir.“ Hvorugt kom á undan Margir hafa þá hugmynd um þig sem lista- mann að þú hafir fyrst orðið myndlist- armaður og síðan í kjölfarið orðið rithöf- undur líka. Er þetta kannski röng hugmynd? „Já, eiginlega, og grínið er að ég trúði henni sjálfur til skamms tíma. Það er ekki langt síðan ég áttaði mig á því að þetta gerðist meira og minna samhliða. Að ég sinnti myndlist og skrifum jöfnum höndum frá ellefu ára aldri og allt þar til ég hætti við að verða rithöfundur og ákvað að snúa mér að myndlistinni. Og fór að skrifa. (Skellihlátur.)“ Útskýrðu þetta aðeins betur. „Þetta markast af því að ellefu ára fékk ég meðvitund um ákveðna teiknihæfileika og nautnin sem fylgir því að teikna greip mig heljartökum. Á sama tíma fylltist ég löngun til að gefa út eigin blöð og það varð til þess að ég eign- aðist vettvang fyrir eigin sögur, kvæði og hugleiðingar nokkuð samfellt næstu 8–9 ár- in. Þetta varð ómetanlegur skóli í skrifum og skilaði mér að lokum inn í bókmennta- fræðinám þar sem ég taldi mig geta gengið að lyklunum að „vel skrifuðum“ smásögum og leikritum. Metnaðurinn fólst í því að geta skrifað eitthvað sem bókmenntaelítunni þætti tíðindum sæta. Mjög eðlileg hugmynd í ljósi þess að ég hafði enga aðra viðmiðun en þá sem Akureyraruppeldið veitti og fólst í hugmyndinni um að annaðhvort væri það sem þú segðir og gerðir vel gert, og þar með rétt, eða „svolítið sérstakt“. Ég hafði sömu hugmyndir um myndlist. Ég vissi m.ö.o. hvað fólst í góðum texta, góðri myndlist, góðum manni og svo framvegis. Þetta var allt á sömu bókina lært.“ Gekkst við eigin sýn á veröldina Hvað gerðist svo? Eitthvað gerðist? „Maður sér aldrei nema brot af myndinni þegar leitað er að orsök og afleiðingu en ég veit þó fyrir víst að persónuleg kynni mín af erlendum myndlistarmönnum sem sýndu í Rauða húsinu á Akureyri upp úr 1980 opn- uðu mér gjörsamlega nýja sýn á eðli mynd- listarinnar. Það riðlaði svo aftur hinum stíf- pressuðu hugmyndum mínum um skrif og skáldskap. Í gegnum þetta fólk kynntist ég ákveðnu áreynsluleysi og afstöðu sem birtist mér fyrst sem hálfgert kæruleysi, þar sem krafan um „gæði“ og hugmyndin um rétt og rangt vék fyrir trausti á einfaldleika og orkuna sem felst í því að segja satt. Gangast við eigin sýn á veröldina og því sem þú veit- ir athygli í erli dagsins. Ég lærði að teikning gat snúist um eitt- hvað annað en sjálfa sig og eigin flinkheit og gat vísað í ótal aðrar áttir. Á sama tíma las ég líka viðtal við Magnús Pálsson myndlist- armann í tímaritinu Svart á hvítu, einstakt viðtal í íslenskri listasögu, þar sem hann veitir lesendum á sinn gjöfula og yfirlæt- islausa hátt aðgang að því sem kallað hefur verið hugmyndalist og það kippti mér held ég endanlega yfir þröskuldinn. Þetta er að gerast á sama tíma og ég er á fyrsta árinu í bókmenntafræðinni og ýtti vafalítið undir að ég ákvað að skipta yfir í nám við hina ill- ræmdu nýlistadeild MHÍ, sem fram að þessu hafði í mínum huga verið helsti fulltrúi bullsins og getuleysisins. Þetta var því stór ákvörðun, að hafna hinum fyrirsjáanlega heimi akureyrskra viðmiðana og halda inn á ókortlagðar lendur þar sem meira reyndi á afstöðu og sjálfstraust en hæfileika og tæknilegar lausnir.“ Mig langar til að spyrja hvort þessi upp- götvun í myndlistinni hafi nýst þér þegar þú komst svo fram nokkru síðar sem rithöf- undur. Laus við áhyggjur af að standast kröfur um hinn vandaða stíl bókmennta- mannsins. Og af því að ég veit að þú vannst mikið við auglýsingagerð á þessum árum langar mig að spyrja hvort reynslan af því hafi skilað sér til þín sem rithöfundar. Að geta skrifað allrahanda texta án þess að hugsa stöðugt um að hann þurfi að standast kröfur eilífðarinnar. „Þetta reyndust hvort tveggja lykilatriði; veran í nýlistadeildinni og þau viðhorf til textagerðar sem ég kynntist á auglýs- ingastofunni. Þau voru um margt sambæri- leg við það sem ég var í óðaönn að tileinka mér í myndlistinni. Þarna lærði ég til dæmis að margt af því sem telst til raunverulegra tíðinda og hefur áhrif á okkur öll, hvort sem er í listum eða annarri tjáningu mannsins, þarf ekki að meta á þeim vogarskálum eilífð- arinnar sem þú nefnir. Það byggir áhrifa- mátt sinn á samhenginu sem það er sett í fremur en eigin mikilvægi, endurtekningu fremur en ferskleika og því að þora að segja sjálfsagða hluti á kostnað hins listræna frumleika, svo dæmi séu tekin.“ Hver ákvað það? Þannig að reynsla þín af auglýsingagerð hlýtur að vera mikilvægur hluti af þroska þínum sem listamanns? „Þessi reynsla hafði mikil og djúp áhrif á mig og þegar ég þakkaði fyrir mig eftir frumsýningu á Skilaboðaskjóðunni í Þjóð- leikhúsinu 1993 sá ég ástæðu til þess að þakka auglýsingastofunni sérstaklega fyrir uppeldið í textagerð. Þessi léttúð höfund- arins féll sjálfsagt í grýttan jarðveg hjá ein- hverjum en þetta var sagt í fyllstu einlægni af minni hálfu. Ég var þá þegar orðinn sann- færður um að virkni textans skiptir meira máli en fagurfræðileg eða fagleg gæði hans.“ Þú ert í rauninni enn að tala um hversu mikilvægt það er fyrir listamanninn að losna undan oki hefða og viðtekinna hugmynda um hvernig list eigi að skapa. „Það er akkúrat kjarni málsins; að slaka á reglunum og finna í staðinn leiðir til að styrkja það innsæi sem hverjum manni er gefið. Þannig lærum við smám saman að nýta sköpunina til kortlagningar á lífi okkar í stað þess að eyða ævinni í að kortleggja sköpunina. „Þú þarft að kunna regluna til þess að geta brotið hana“, er einhver þekktasta og jafnframt skæðasta klisja sem notuð er til að berja á þeim sem vilja tjá sig á skapandi hátt. Hún gengur út á þá hugmynd að sköpun og tjáning eigi allt sitt undir einhverjum mælikvarða. Að sá sem ætli t.d. að skrifa leikrit þurfi fyrst að læra út á hvað gott leikrit gangi, sumsé að það standi í tvisvar sinnum 45 mínútur, að innkast skuli tekið á hliðarlínu og að ekki skuli nota fleiri en ell- efu leikara í liði. Sem hljómar í mínum huga svipað og reglan um að „hvörfin í verkinu verði að vera í lokahluta annars þáttar“. Hver ákvað annars að það ættu yfirleitt að vera hvörf í leikriti? Eða átök? Og þá hvar? Ég hef aldrei náð þessu. Kannski þess vegna sem ég læt athugasemdir um formgalla í leikritum fara í taugarnar á mér.“ Hefurðu upplifað það að formið sé að vefj- ast fyrir þér við leikritaskrifin? „Ég veit ekki hvað skal segja, því þegar ég á annað borð velti hefðbundnu formi fyrir mér er það til þess að láta það vinna með mér á skapandi hátt. Og þannig má vissu- lega nota allar leikreglur, svo framarlega sem maður fer ekki að umgangast þær eins og lagabókstaf. Við feðgarnir er t.d. skrifað eins og ég upplifi eitthvað sem kallað er hefðbundið stofudrama. Rétt eins og Mar- íusögur. Það þýðir hins vegar ekki að þessi leikrit standist hinn hefðbundna mælikvarða, enda lærði ég aldrei reglurnar nógu vel til að brjóta þær. Það hefur reynst mér vel að treysta tilfinningunni fyrir forminu, hversu Morgunblaðið/RAX Akureyri 1960–1980. „Forréttindi fyrir listamann að hafa alist upp í slíku samfélagi“ Svolítið sérstakur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.