Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.2006, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.2006, Blaðsíða 4
4 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 13. maí 2006 Svo má deila um það hvort hún sé skemmti- leg eða leiðinleg. Það hefur ekkert að gera með aðferðina sem listamaðurinn notar til að koma tónlistinni í eyru hlustenda. Það er ekkert öðru- vísi að læra að skrifa nótur en að læra á tölvu eða ritvél. Á meðan músíkin er til staðar, á með- an maður heyrir fyrir sér hvernig hún hljómar, er þetta bara spurning um aðferð, hvort sem maður getur skrifað hana reiprennandi eða fiktar sig áfram. Ef kosið er að skrifa hugmynd- irnar í nótur má líkja þessu við þegar rithöf- undur kann fingrasetninguna eða notar einn putta þegar hann vélritar. Það má segja að ég hafi þurft að læra fingrasetninguna. Það er allt annað sem á við um klassíska hljóðfæraleikara, þar kemur tækni, æfingar og iðni meira að not- um. Ég ber mikla aðdáun og virðingu fyrir góð- um klassískum hljóðfæraleikurum. Menn geta lært í fimmtíu ár hvernig á að skrifa út tónlist en ef það er ekkert að gerast í hausnum á þeim, ef þar er engin tónlist er ekk- ert til að skrifa. Þá læra þeir formúlur og reglur sem þeir nota síðan til að búa til tónlist, reyna að kreista eitthvað fram eða semja tónlist eftir stærðfræðiformúlum til að hafa eitthvað til að skrifa. Persónulega þykir mér tónlist sem menn hafa lagt tilfinningar og heiðarleika í skemmti- legust. Hvort sem það er argasta dauðarokk, flóknar sinfóníur eða einfaldar barnagælur.“ Æðri tónlist og óæðri Nú hagar því svo til að hjá STEFi, Sambandi tónskálda og eigenda flutningsréttar, hafa menn atvinnu af því að flokka tónlist í æðri og óæðri. Þar sem Barði kláraði ekki tónlistar- skóla, hann var of upptekinn við að sinna eigin tónsköpun, er hann ekki með bréf upp á að hann sé tónlistarmaður og hans tónlist flokkast því alla jafna sem óæðri. Häxan, verk samið fyr- ir sinfóníuhljómsveit lendir þó ekki alveg í áratug, dag og nótt í allskonar tónlist, og ég held að sú reynsla skili sér alveg eins mikið og að hafa verið að lesa kennslubækur í skóla. Reynslan kennir manni oft meira heldur en lestur bóka. Best er þó að hafa hvort tveggja. Ef ég lendi í vandræðum á ég góða að sem ég get hringt í og leitað ráða hjá.“ Það er hægt að læra allt „Það er hægt að læra allt. Það að skrifa tónverk í nótur er ekki annað en að koma því sem maður er með í hausnum í skiljanlegt form. Á meðan það er einhver mússík í hausnum og maður skil- ur hana sjálfur finnur maður alltaf einhverja aðferð til að koma henni áleiðis, hvort sem mað- ur spilar sjálfur, kemur hugmyndunum beint í gegnum hljóðfærið, eða kemur þeim á blað til tónlistarmanns sem síðan miðlar þeim í gegn- um sitt hljóðfæri. Ólíkar aðferðir en útkoman er sú sama … tónlist. sjö hlutum, þar sem hann nýtti tvær fiðlur, slagverk og rafeindatól. Tónlistin var síðan hljóðrituð af tónleikunum og leikin undir sýningu myndarinnar á frönsku sjónvarpsstöðinni CineCInema sem sérhæfir sig í endursýningum á gömlum sígildum mynd- um. Að sögn Barða gekk þetta allt vel og spurðist til Íslands. Þá var það að Höfuðborgarstofa leit- aði til hans um að þetta verk hans yrði fært upp á Íslandi, myndin sýnd og tónlistin leikin undir. Barði féllst á þetta en varð að ráði hans og stjórnar Vetrarhátíðar að auka tónlistina, út- setja hana fyrir heila sinfóníuhljómsveit, Sin- fóníuhljómsveit Íslands. Barði er svosem hagvanur í að nýta sér klass- ísk hljóðfæri í tónlist sinni, skrifaði til að mynda verk sem flutt var á óperuhátíðinni í Aix-en- Provence í Frakklandi og nýtti þá strengja- kvartett, slagverk og slaghörpu. Þetta verk, sem flutt var tvívegis í gömlu óperuhúsi í Aix- en-Provence, hefur ekki heyrst hér á landi enn; „það hefur bara enginn boðið mér að spila þetta hér“, segir Barði og bætir við eftir stutta þögn: „Það er mjög algengt.“ „Ég óttast ekkert“ Þegar kom að því að útsetja tónlistina við Häx- an fyrir sinfóníuhljómsveit leitaði Barði til Þór- is Baldurssonar um að hann tæki að sér sex þætti, en þann sjöunda ákvað Barði að útsetja sjálfur. „Ég lærði á gítar í gamla daga, lærði hljóm- fræði og tónfræði og kunni grunninn að öllu saman. Ég keypti mér síðan magnaðar kennslubækur um þessi fræði, las fjórar bækur með tóndæmum og tilheyrandi sem kenndar eru í klassískum fræðum í tónlistarskólum,“ segir Barði, en hann er þeirrar manngerðar að ef hann tekur sér eitthvað fyrir hendur þá er það unnið af miklum krafti og fátt annað kemst að á meðan. Barði segist hafa treyst Þóri fullkomlega til að skila sínu verki vel og samstarfið hafi líka verið gott og ánægjulegt. „Hann er ótrúlega hæfileikaríkur að útsetja og lagði töluvert til verksins. Svo hefur hann góðan húmor. Hann á mikið hrós skilið, þetta var eflaust ekki auðveld- asta verkefnið sem hann hefur glímt við.“ Barði segir að það hafi ekkert vafist fyrir sér að vinda sér í svo stórt verkefni og að útsetja fyrir sinfóníuhljómsveit. „Ég óttast ekkert,“ segir hann, „allt er yfirstíganlegt. Stundum þarf maður bara að sofa aðeins minna. Það er eina leiðin til að fá fleiri klukkutíma í sólar- hringinn. Ég hef unnið við tónlist eingöngu í rúman Allt er yfir- stíganlegt Barði Jóhannsson hæfilega draugalegur. Lisa Roze tók myndina, Agnieszka Baranowska var stílisti. Leyfið mér bræður að slá hjartans hörpustrengi að slá heilans lyklaborð og lofa hjólhestinn. Hjólhesturinn er lítilþægur hann hreykir sér ekki hátt hann öskrar ekki í flautu hann ýlfrar ekki með bremsum hann hneggjar ekki af illkvittni. Hann nagar ekki viðkvæman gróður Íslands hann sker ekki sár í heiðarnar og brennir ekki torfengnu bensíni hann skítur ekki og lekur ekki olíu hann hvorki bítur né slær og kremur ekki sundur börn og gamalmenni. Hann rekst ekki á aðra hjólhesta nema í gamni. Hjólhesturinn er vinur okkar hann stælir fætur og fyllir lungu hann æfir viðbragðsflýti, skerpir sjón hann kann öngvan mannamun eflir sjálfstraust börnum og blönkum og bætir gjaldeyrisstöðuna. Hann er hliðhollur gamalli sérvisku og ungum ástum. Hjólhesturinn er eini bróðir skáldfáksins. (1979–2006) Árni Bergmann Lof um hjólhestinn Höfundur er rithöfundur.Morgunblaðið/Sverrir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.