Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.2006, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.2006, Blaðsíða 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 13. maí 2006 | 13 Bandaríska rokksveitin Toolskákaði Pearl Jam í baráttunni um fyrsta sætið á bandaríska sölu- listanum í síðustu viku. Sveitin seldi 564 þúsund eintök af plötunni 10.000 Days en platan er sú fyrsta sem sveitin sendir frá sér í fjögur ár. Er þetta önnur plata Tool sem nær þessum árangri. Seattle-sveitin Pearl Jam lenti í öðru sæti á sölulistanum með 279 þúsund eintök seld af samnefndri plötu. Pearl Jam hefur ekki náð fyrsta sætinu síðan árið 1996 með plötunni No Code en annars hafa plötur sveitarinnar ávallt hafnað í öðru sæti.    Breski tónlistarmaðurinn DavidBowie tilkynnti það á heima- síðu sinni að hann muni stjórna nýrri listasýn- ingu sem verður opnuð á næsta ári í New Yorkborg. Á sýningunni, sem ber titilinn High Line Festi- val og stendur yf- ir í tíu daga, verða bæði myndlistar- og tónlistarverk til sýnis en Bowie segir á heimasíðu sinni að hann muni leitast eftir að velja unga og upprennandi lista- menn til jafns við stór og við- urkennd listamannsnöfn. Þá hefur hann staðfest að hann muni sjálfur koma fram á tónleikum á hátíðinni en það verða þá fyrstu tónleikar Bo- wie í borginni, í heil fjögur ár.    Fyrrum söngvari Led Zeppelin,Robert Plant mun fara fyrir hópi tónlistarmanna á góðgerð- artónleikum sem haldnir verða í Beacon Theatre í New York í lok júní. Á meðal þeirra sem koma fram eru aðalsprauta hljómsveitarinnar New York Dolls, David Johansen, hljómsveitin Yo La Tengo og Alec Ounsvworth úr hljómsveitinni Clap Your Hands Say Yeah. Tónleikarnir eru þeir fyrstu í röð góðgerð- artónleika til styrktar tónlistar- manninum Arthur Lee úr hljóm- sveitinni Love, sem var vinsæl á sjöunda áratugnum en Lee berst þessa dagana við hvítblæði. Ágóðinn af tónleikunum mun fara í lækn- iskostnað sem Lee þarf að greiða en hann hleypur víst á hundruðum þús- unda Bandaríkjadala og Lee ótryggður með öllu.    Framúrstefnu-rokksveitin MarsVolta hefur verið ráðin til að hita upp fyrir Red Hot Chili Pepp- ers á tónleikaferðalagi sveitarinnar sem hefst hinn 11. ágúst í Portland í Bandaríkjunum. Þetta mun ekki vera í fyrsta skipti sem sveitirnar leiða saman hesta sína því að sveit- irnar léku saman á Evrópuferðalagi Red Hot Chili Peppers árið 2003. Þá spilaði bassaleikari Chili Peppers, Flea inn á plötu Mars Volta, De- loused in the Comatorium sem kom út árið 2003 og inn á síðustu plötu Volta, Frances the Mute sem kom út í fyrra. Þá er það einnig að frétta af Chili Peppers að sveitin mun leika í hálfleik kappaksturskeppninnar NASCAR í maí. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem Chili Peppers leik- ur á íþróttaviðburði. Erlend tónlist David Bowie Tool Mars Volta Árið 1977 var viðburðaríkt hjá TomWaits. Hann var handtekinn í LosAngeles ásamt félaga sínumChuck E. Weiss fyrir óspektir á kaffihúsi en síðar sýknaður af öllum ákærum. Hann hóf samband sitt við Rickie Lee Jones söngkonu og gaf út fimmtu plöt- una sína, Foreign Affairs. Hann hafði komið fram í sjónvarpi í fyrsta skipti stuttu eftir að Small Change kom út og núna komst hann í tímaritið Time. Áhangendahópurinn fór stigvaxandi og það var farið að tala um Waits sem költ- fyrirbæri en hann var með báða fætur á jörðinni: „Ég er engin stórstjarna. Ég er ekki einu sinni stjarna. Ég er bara orðróm- ur.“ Foregin Affair markar engin straumhvörf í ferli Waits, nema hvað textagerð hans er betri og fágaðri en á fyrri verkum, ekki síst í frásagnarljóðum eins og Potter’s Field og Burma Shave. Hann heldur líka áfram að þróa leiki sína með hljóðrænar eigindir málsins í laginu Barber Shop. En síðan er að finna melódíur eins og þær verða bestar hjá Waits á plötunni svo sem Muriel og Foreign Affair. Á plötunni er líka þekktur dúett hans með Bette Midler, I Never Talk to Strangers. Gagnrýnendur höfðu aldrei haft neitt rosalega mikla þolinmæði gagnvart Waits og nú fóru þeir að tala um að hann væri farinn að endurtaka sig. Og þessar raddir urðu háværari eftir að næsta plata kom út 1978, Blue Valentine. Á þessum plöt- um fannst gagnrýnendum Waits ekki vera að gera neitt nýtt en sjálfsagt á það við um fleiri aðdáendur hans en mig að þykja þessar plötur – þó sérstaklega sú síðarnefnda – vera eins konar hápunktur Asylum-ára Waits; textarnir eru ekki bara betri heldur eru öll tök mun traustari en áð- ur og röddin er expresjónískari, minnir nú í raun og veru á Armstrong sem margir höfðu líkt honum við um nokkurn tíma. Waits misstígur sig hvergi á Blue Valentine. Byrjar með rómantísku ballöðunni Somewhere sem er með hálfpólitískum undirtóni og kom út á smáskífu ásamt rökkurslagaranum Red Shoes by the Drugstore sem er annað lagið á plötunni. Við tekur frá- bær blúsari þar sem Waits syngur í orðastað hóru sem sendir jólakort úr fangelsi til vinar síns Charleys. Rom- eo is Bleeding segir frá Rómeó í nú- tímanum sem deyr með byssukúlu í brjóstinu að horfa á Cagney-mynd í bíó. $29.00 er annar frábær blúsari í anda bófamynda áttunda áratug- arins. Wrong Side of the Road er annar rökkurkrimmi. Kirkjugarðar hafa alltaf verið Waits hugleiknir og í Whistlin’ Past the Graveyard er hann tákn um undirmálslífið sem hann sjálfur lifði á þessum árum. Kentucky Avenue er fallegt saknaðarljóð eftir glötuðum tíma, upprifjun á lífinu í götunni þar sem Waits bjó í æsku. A Sweet Little Bullet From a Pretty Blue Gun er einfaldlega æðislegt og að endingu titillagið, tja, er hægt að gera eitthvað betur? Eftir þessar tvær plötur má þó segja að Waits fari að hugsa sér til hreyfings. Og framundan voru satt að segja nokkur mjög afdrifarík ár í lífi hans. Er hægt að gera betur? Poppklassík Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is B andaríska rokksveitin Flaming Lips sendi í apríl frá sér plötuna At War with the Mystics. Strangt til tekið er platan sú þrettánda sem þessi Oklahómasveit sendir frá sér en fyrsta plata hennar, samnefnd, kom út fyrir tuttugu og einu ári. Sveit- in hefur frá fyrstu tíð verið þekkt fyrir að vera öðruvísi, jafnvel skrítin en allt frá því að hún reis á fæturna um miðjan tíunda áratuginn og allt þar til að hún varð að einni virtustu rokk- hljómsveit þessarar aldar hef- ur hún ávallt verið mikils metin af tónlistarspek- ingum. Margar skrítnar sögur fara af sveitinni og enn fleiri af aðdáendum hennar sem á stundum hafa tekið upp sértrúarlega hegðun í lotningu sinni en ferðalag sveitarinnar frá jaðrinum og inn að miðju (og öfugt) skipar sveitinni í röð merki- legustu hljómsveita Bandaríkjanna. Klámmynd, eiturlyf eða draumur Flaming Lips var stofnuð árið 1983 af gítarleik- aranum Wayne Coyne. Hann réð Mark bróður sinn til að syngja og vin sinn Michael Ivins til að spila á bassa. Þeir nefndu sveitina því merkingar- lausa nafni, Flaming Lips en síðan hefur uppruni nafnsins verið útskýrður á ótal vegu; til dæmis að það sé tilvitnun í fræga klámmynd, eiturlyf eða draum sem Wayne dreymdi þar sem María guðs- móðir, alelda, kyssir hann í aftursæti ökutækis). Eftir þónokkur áheyrnarpróf réðu þeir Richard English á trommurnar og árið 1985 kom frum- burður sveitarinnar út á grænni vínilplötu. Mark sagði skilið við sveitina fljótlega eftir að platan kom út og Wayne tók við sem söngvari og að- allagasmiður. Sem þríeyki sendi sveitin frá sér plötuna Hear It Is árið 1986 og ári síðar plötuna Oh My Gawd!!! … The Flaming Lips. She Don’t Use Jelly Eftir erfiða fæðingu fjórðu plötunnar sem fékk nafnið Telepathic Surgery sagði trommuleikarinn English, skilið við Flaming Lips. Natan Roberts fyllti í skarð hans og hljóðmaður sveitarinnar, Jonathan Donahue, gerðist fullgildur meðlimur stuttu fyrir útgáfu In a Priest Driven Ambulance. Það var í kjölfar hennar sem plöturisinn Warner Bros. ákvað að gera samning við sveitina og árið 1992 sendu Wayne, Ivins, Roberts og Donahue frá sér plötuna Hit to Death in the Future Head. Platan vakti ekki mikla athygli og í takt við sögu sveitarinnar helltust þeir Donahue og Roberts úr lestinni. Gítarleikarinn Ronald Jones og trommu- leikarinn Steven Drozd, komu í þeirra stað og í kjölfar sjöttu plötunnar Transmissions from the Satellite Heart var Flaming Lips boðið að spila á farand-tónleikahátíðinni Lollapalooza. Platan gerði enga sérstaka hluti en tæpu ári síðar skaust lagið „She Don’t Use Jelly“ inn á topp 40 á bandaríska listanum. Gæsin var gripin og Flam- ing Lips kom fram á hvaða vettvangi sem sem sveitinni bauðst, meðal annars í sjónvarps- þáttaröðinni Beverly Hills 90210 þar sem Steve Sanders lætur þessi ódauðlegu orð falla: „Veistu, ég hef aldrei verið aðdáandi jaðartónlistar, en þessir strákar rokka!“ Bílavandræði Næsta plata Clouds Taste Metallic, færði sveitina aftur yst út á jaðarinn og í augum hins stóra og almenna plötumarkaðar var sveitin tröllum gef- inn. Árið 1996 verður ekki kallað annað en hörm- ungarár fyrir sveitina. Jones hvarf eftir að hann ákvað að leggjast í andlega sjálfsleit og annar handleggur Drozd var næstum því aflimaður eftir mjög slæmt köngurlóarbit. Á svipuðum tíma var Ivins hætt kominn þegar að hjólbarði sem losnaði af við árekstur, endaði á hans eigin bíl. Það er þess vegna e.t.v. kaldhæðnislegt að Coyne átti í sínum eigin bílavandræðum á svipuðum tíma. Hljómlistartilraun hans sem gekk út á að láta hljómflutningstæki 40 bíla (í hring) leika 40 mis- munandi verk sem mynduðu eitt, endaði með því að geðheilsa hans var dregin í efa af bæði blaða- mönnum og aðdáendum sveitarinnar. Aftur á toppinn Svipuð hugmynd var framkvæmd á næstu plötu Flaming Lips, Zaireeka, en platan var í raun fjór- ir diskar sem mynduðu eitt verk, væru þeir allir leiknir á nákvæmlega sama tíma. Coyne bjóst við því að platan myndi annaðhvort gera Flaming Lips að súpergrúppu eða þá að sveitin myndi hætta. Hvorugt gerðist. Næsta plata Soft Bullet- in, náði töluverðri hylli og tónlistarumræðan um Flaming Lips fór að þyngjast. Þrátt fyrir það liðu þrjú ár þar til að 11. plata sveitarinnar Yoshimi Battles the Pink Robots kom út. Yoshimi varð ótrúlega vinsæl um heim allan og fleytti sveitinni aftur á svipaðar slóðir og þegar „She Don’t Use Jelly“ varð vinsælt. Tónlistarmaðurinn Beck fékk sveitina til að hita upp fyrir sig á Sea Change- tónleikaferðalagi sínu og réð hana svo sem sína eigin sveit á túrnum. Coyne og félagar spiluðu stíft á árunum 2002 og 2003 en árið 2004 fór sveit- in aftur inn í hljóðver og hóf upptökur. Afrakstur þeirrar vinnu kom nú út á dögunum og kallast At War With The Mystics. Takmarkalaus tónlist Ný plata Flaming Lips hefur orðið til þess að menn eru byrjaðir að velta fyrir sér mörkum plötumarkaðarins og hvort hann hafi í raun mun meiri teygju en áður var talið. Hér er saga sveit- arinnar rakin. Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is Mark Coyne og félagar, fjarri alfaraleið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.